Frétt

Stakkur 7. tbl. 2007 | 15.02.2007 | 09:49Tækifæri eða hrun?

Rætt hefur verið um framtíð Vestfjarða að undanförnu og haldið var íbúaþing í Bolungarvík, sem mun hafa kostað 3 milljónir króna eða sem svarar um það bil 3300 krónum á hvern íbúa. Kannski er það ekki mikið, en í sveitarfélagi sem gæta þarf hverrar krónu þegar kemur að útgjöldum yrði sjálfsagt spurt hvort nota mætti peningana betur. Ekki er verið að gagnrýna íbúaþingið sem slíkt. Þau tíðkast víst víða og þykja fín. Maður er manns gaman segir máltækið og þegar margir leggja í púkkið eru meiri líkur á því að eitthvað bitastætt verði til.

Svo sannarlega hefur hugarflugið fengið að njóta sín og ótrúlegar hugmyndir komið upp, eins og að hafa neðanjarðarlest upp á Bolafjall og geimvísindastöð yrði þar uppi. Óneitanlega er það skemmtilegt og vekti sjálfsagt athygli víða, en sennilega myndi framtakið ekki standa undir sér. Í síðustu viku voru lesendur spurðir hvort þeir teldu að hrun fylgdi hagvaxtarspám fyrir Vestfirði, þ.e.a.s. íbúum myndi fækka. Af 880 er svöruðu taldi tæplega helmingur, 48%, að svo yrði, mun færri töldu að svo yrði ekki og 15% álitu það óvíst. Eins og alltaf gerist verður að taka niðurstöðum kannana með varúð, en óneitanlega er um sterka vísbendingu að ræða.

Þá er hollt að muna að dómadagsspár hafa alltaf komið upp, en Vestfirðingar eru kraftmiklir og eiga að geta staðið af sér margt, þar á meðal spár um að illa fari fyrir byggð á Vestfjörðum. En nú er komið að því að taka á. Fyrstu skrefin eru að sjálfsögðu þau að bregðast vel við og leita nýrra leiða. Íbúaþing kann að vera rétta leiðin til þess. En fyrst og fremst verður að leita raunhæfra leiða. Sveitarfélögin eiga ekki í digra sjóði að sækja og ljóst að annaðhvort verður að leita í ríkissjóð og þá væntanlega að setja fram nýja Vestfjarðaáætlun, eða leita um fé til nýríkra Íslendinga, sem virðast geta styrkt góð málefni til bóta fyrir landslýð.

Kannski er þetta athyglisverðasta hugmyndin, því ekki er að sjá að mikið fé sé að sækja í sjóði sveitarfélaganna. Við getum ekki sætt okkur við stöðuga fólksfækkun án þess að reynt sé að sporna við. Tækifærin eru vissulega mörg og það er bæði kostur og galli. Kosturinn er sá, að af nógu er taka. Gallinn er sá að flest tækifærin hafa í för með sér að fé þarf til að hrinda þeim í framkvæmd. Nægir að nefna hugmynd um kláfferju upp á Eyrarfjall, sem gefur færi á því að njóta stórkostlegs útsýnis á góðum degi og ánægju og skemmtun af ferðinni einni sér. Ekki er þetta nefnt hér til að gera upp á milli byggða, en löngu er tímabært að sameina kraftana og sveitarfélögin við Ísafjarðardjúp og sýna vilja heimamanna um leið og óskað er styrks samfélagsins til eflingar byggðar.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli