Frétt

bb.is | 21.12.2006 | 08:05Á þriðja tug nema brautskráðir frá MÍ

Nýársútkrift fór fram hjá Menntaskólanum á Ísafirði í gær.
Nýársútkrift fór fram hjá Menntaskólanum á Ísafirði í gær.
Tuttugu og sex nemendur voru útskrifaðir frá Menntaskólanum á Ísafirði í gær. Þetta vor 10 stúdentar, 1 sjúkraliði, 1 með verslunarpróf og 14 af 1. stigi vélstjórnar. Hæstu einkunn hlaut Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir stúdent af félagsfræðabraut eftir þriggja ára nám. Hún hlaut 1. ágætiseinkunn, 9,32. Nýstúdentarnir Þóra Björk Samúelsdóttir, Ólöf Dröfn Sigurbjörnsdóttir og Kristjana Þrastardóttir hlutu einnig verðlaun fyrir góðan námsárangur. Verðlaun fyrir hæstu einkunn á vélstjórnarbraut hlaut Björn Halldórsson. Útskriftin fór fram í Ísafjarðarkirkju og léku tveir nemendur skólans á píanó, þau Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir og Halldór Sveinsson. Kristjana Þrastardóttir flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta.

Skólameistari, Ingibjörg Guðmundsdóttir, gat þess í ræðu sinni að áhugi og stuðningur samfélagsins við skólann hér væri miklu meiri en hún hefði áður kynnst. „Það er greinilegt að menntaskólinn er mikilvægur fyrir íbúana í ýmsu tilliti. Það er auðvitað keppikefli að unglingar geti fundið framhaldsskólanám við hæfi nálægt heimili sínu, þurfi ekki leita langt í burtu að námi með tilheyrandi kostnaði og fjarvistum frá fjölskyldunni. Hér ráða einnig byggðasjónarmið, það er ekki eftirsóknarvert fyrir samfélagið að allir unglingarnir séu meira eða minna í burtu vetrarlangt. Einnig er skólinn stór vinnustaður og í atvinnulegu tilliti eftirsóknarverð stofnun á svæðinu.

Ýmis fyrirtæki og sjóðir styðja myndarlega við skólann m.a. með gjöfum til tækjakaupa. Nú á haustönninni gaf Félag járniðnaðarmanna tölvustýrðan rennibekk til notkunar í málmsmíði, Marel hf., gaf nýjar uppfærslur á teikniforritum og tveggja ára notendaleyfi fyrir nemendahópinn sem notar forritin og Vélvirkinn sf., gaf efnisúttekt til vélsmíða. Allar þessar gjafir eru þegnar með kærum þökkum og koma sér vel í skólastarfinu.

Uppeldishlutverk skólans er óumdeilt. Skólinn reynir að byggja nemendur sína upp sem virka einstaklinga sem myndi sér rökstuddar skoðanir og gagnrýna hugsun, vinni verkin sín af samviskusemi og taki ábyrgð að sjálfum sér. Við höfum unnið að því í haust að gera samkomur og ferðir nemenda áfengis- og vímuefnalausar. Þetta hefur í aðalatriðum tekist vel og stjórn nemendafélagsins sýnt mikinn samstarfsvilja.

Nú í haust fór af stað þjálfun afreksíþrótta við MÍ að frumkvæði Hermanns Níelssonar íþróttakennara og í samstarfi við Íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ. Um 30 nemendur æfa og þjálfa hinar ýmsu afreksíþróttir samhliða náminu í skólanum. Þetta er mjög gott framtak hjá Hermanni og kærkomið tækifæri fyrir margt ungt íþróttafólk hér. Framhaldsskólarnir eru margir að fara inn á þessa braut, að gera nemendum kleift að stunda afreksíþróttir samhliða framhaldsskólanámi.

Nýtt námsumsjónarkerfi, Námskjárinn, var tekið í notkun í haust og hefur farið vel af stað, kennarar eru áhugasamir um notkun kerfisins og miðla þar heilmiklu efni til nemenda. Námið fer í síauknum mæli fram með verkefnavinnu nemendahópa og einstaklinga. Þannig viljum við undirbúa nemendur skólans undir framhaldsnám og störf þar sem hæfni í tölvunotkun og til góðrar samvinnu er mikilvæg.

Nú á næstu önn ætlum við að þróa dreifnám við skólann. Hugmyndin er að kennarar noti Námskjáinn til samskipta við nemendur í þeim mæli að nemendur geti stundað nám í tilteknum áföngum við skólann án þess að mæta í tíma. Þeir nemendur skila verkefnum og prófum í gegnum Námskjáinn, geta þar einnig verið með skriflegar umræður og fyrirspurnir í tölvupósti. Námskjárinn verður að sjálfsögðu einnig fyrir þá nemendur sem sækja kennslustundir.
Við teljum að með þessu móti muni skólinn ná til fleiri nemenda, þeirra sem að einhverjum ástæðum geta ekki sótt allar kennslustundir. Ný heimasíða skólans verður formlega tekin í notkun í byrjun vorannar. “

thelma@bb.is


bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli