Frétt

mbl.is | 06.12.2006 | 13:06Fjárlög samþykkt með rúmlega 9 milljarða afgangi

Fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár var samþykkt á Alþingi í dag með 34 samhljóða atkvæðum stjórnarliða en 26 þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá. Samkvæmt frumvarpinu verður rúmlega 9 milljarða króna tekjuafgangur af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Tillögur stjórnarandstöðunnar, um að hækka frítekjumark aldraðra og öryrkja og veita 5 milljörðum aukalega til úrbóta í búsetu- og umönnunarmálum aldraðra, voru felldar.

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði á þingfundinum, að fjárlagafrumvarpið markaðist af því mikla hagvaxtarskeiði, sem hér hefði verið á undanförnum árum. Frumvarpið einkenndist af þremur þáttum. Í fyrsta lagi væri það síðasti áfangi í mesta skattalækkunarferli, sem lagt hefði verið upp með hér á landi. Í öðru lagi væri lagt upp með stærsta verkefni síðustu ára til að bæta kjör og aðstæður aldraðra og í þriðja lagi væri lagt upp með stærsta átak til að lækka matvælaverð með lækkun virðisaukaskatts á matvæli og veitingaþjónustu.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að flokkur sinn vísaði alfarið ábyrgð á frumvarpinu á ríkisstjórnina, sem hefði enga stjórn á efnahagsmálum eða ríkisfjármálum. Þetta væru útgjaldafjárlög og kosningafjárlög því útgjöldin ykjust um 16,7% milli ára en samt væru vanefndir gagnvart öryrkjum, öldruðum og verkalýðshreyfingunni.

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sagði að þetta væri vonandi síðasta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem væri að reyna að kaupa sér vinsældir og lægja öldur fyrir kosningar. Sagði Steingrímur að þrátt fyrir það væru mikilvægir málaflokkar í heilbrigðis- og menntamálum fjársveltir en upp úr stæði gríðarlegt ójafnvægi í efnahagsmálum og gagnvart því stæði ríkisstjórnin aðgerðarlaus og flyti sofandi að feigðarósi.

Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins lýsti vonbrigðum með að ríkisstjórnin skyldi ekki hafa haft manndóm í sér til að taka undir tillögur stjórnarandstöðunnar um að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft. Stjórnarliðar sætu upp með þá skömm.

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, sagði í atkvæðaskýringu að um væri að ræða velferðarfrumvarp þar sem stórauknum fjármunum væri varið í heilbrigðis-, mennta- og félagsmál. Barnabætur væru stórhækkaðar og skattleysismörk væru hækkuð í 90 þúsund krónur sem muni nýtast lágtekjufólki. Þá væri tekjuskattur einstaklinga lækkaður um 1% og ríkisstjórnin hefði ákveðið að lækka virðisaukaskatt á matvælum 1. mars, sem muni leiða til minni verðbólgu og lægra matvælaverðs. Þannig væri verið að bæta hag allra fjölskyldna í landinu og á sama tíma væri haldið áfram að greiða niður skuldir þjóðarbúsins.

Meðal þeirra tillagna, sem voru samþykktar í fjárlagaafgreiðslunni, var tillaga um heiðurslaun til 30 listamanna, þremur fleiri en á síðasta ári. Tveir þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni, Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingar. Jón gerði grein fyrir atkvæði sínu, og sagði það skoðun sína, að það væri tímaskekkja að Alþingi veitti heiðurslaun með þessum hætti. Hann sæi ekki rökin fyrir því, að ein stétt fólks væri tekin út með þessum hætti og fengi heiðurslaun.

bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli