Frétt

bb.is | 07.03.2002 | 08:21Rætt um uppsprettur lífsgæða í heilsubænum Bolungarvík

Sigrún Gunnarsdóttir og Anna Björg Aradóttir.
Sigrún Gunnarsdóttir og Anna Björg Aradóttir.
Þessar vikurnar er heilsan í brennidepli í heilsubænum Bolungarvík og af því tilefni var boðið upp á tvo vinnustaðafyrirlestra í kaffisal Bakkavíkur sl. þriðjudag. Anna Björg Aradóttir, verkefnisstjóri heilsueflingar hjá Landlæknisembættinu, og Sigrún Gunnarsdóttir, doktorsnemi í heilsueflingu, fræddu þar starfsfólk bolvískra fyrirtækja um heilsueflingu á vinnustöðum og hvernig best er að ná henni fram. Um kvöldið voru þær síðan með almennan fyrirlestur í húsi Slysavarnadeildarinnar undir yfirskriftinni „Uppsprettur lífsgæða og list hins mögulega“.
Þar fjallaði Anna Björg um geðheilsu í dagsins önn og mikilvægi hennar fyrir lífsgæðin. Fór hún m.a. yfir það áreiti og þær kröfur sem gerðar eru til fólks í dag og hvernig efla má huga og geð til að takast á við slíkt, bæði sem einstaklingar og eins með fjölskyldunni. Sagði hún enga heilsu án geðheilsu og því væri geðrækt jafn mikilvæg og líkamsrækt. Sigrún talaði hins vegar um frelsi einstaklingsins í viðjum vanans og hvernig njóta mætti lífsins með því að nota frelsið og nýta möguleika hversdagslífsins. Benti hún m.a. á að möguleikar til að bæta lífsgæði væru óþrjótandi ef menn stöldruðu við og skoðuðu samfélagið sem þeir lifðu og hrærðust í.

Þær Anna og Sigrún hafa haldið fyrirlestra víða um land á undanförnum árum og sögðu í viðtali við blaðið hafa verið í þessu frá árinu 1993 þegar þær unnu báðar hjá landlæknisembættinu. Segir Sigrún að þær hafi mikla ánægju af því að tala um sitt helsta áhugamál sem er heilsa, lífsgæði og vellíðan á vinnustað og oftar en ekki meira á andlegu nótunum með léttu heimspekilegu ívafi.

Þá hafa þær stöllur komið að stofnun heilsubæja um allt land og tekið þátt í þeim heilsubæjarverkefnum sem hafa verið í gangi. Að sögn Sigrúnar var talsverður áhugi fyrir heilsubæjarhugmyndinni fyrstu árin en hann hafi síðan nokkuð dalað. Í dag sé Bolungarvík tvímælalaust einn virkasti heilsubærinn og er t.d. núna að undirbúa þátttöku í Evrópuneti heilsubæja.

Hún segir að heilsubæjarverkefnið sé í eðli sínu þróunarverkefni og stöðugt sé reynt að finna út hvernig það geti skilað sem bestum árangri. Engin algildur sannleikur sé hins vegar til um hvernig fólk ræktar sjálft sig og aðra. Því þurfi að prófa sig áfram og leita þeirra leiða sem skila mestum árangri. Markmiðið sé virkja íbúana til að taka þátt á eigin forsendum og gera þetta að verkefni fólksins sjálfs. Segir Sigrún að það hafi sýnt sig í Bolungarvík að fólk er mjög ánægt með verkefnið og telur það mjög jákvætt enda skili það sér ekki síður félagslega þar sem íbúarnir taka þátt í ýmsum skipulögðum uppákomum á vegum heilsubæjarins.

Fleiri valinkunnir aðilar verða fengnir til að halda fyrirlestra í heilsubænum Bolungarvík á komandi vikum og má þar t.d. nefna þau Laufeyju Steingrímsdóttur, næringarfræðing, og Gauja litli sem ætla að fjalla um heilsuna frá ýmsum sjónarhornum.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli