Frétt

Kolbrún Sverrisdóttir | 02.12.2006 | 09:36Hvert fór góðærið?

Kolbrún Sverrisdóttir.
Kolbrún Sverrisdóttir.
Á fréttavef BB.is þann 30.nóv.sl. er rætt við Halldór Halldórsson bæjarstjóra og formann fræðslunefndar vegna síðasta fundar nefndarinnar þann 28.nóv s.l. og voru þar tíunduð þau mál sem nefndin tók fyrir. Í niðurlagi fréttarinnar segir „Fræðslunefnd vísaði hugmyndum sínum um hagræðingu til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og leggur áherslu á að hugmyndir um aukna samkennslu unglingastigs Flateyrar og Suðureyrar við Ísafjörð þurfi að kynna og ræða á vettvangi foreldra ,nemenda kennara og stjórnenda.“ Að endingu svo sagt að undirrituð og Gylfi Þ.Gíslason hafi setið hjá við afgreiðslu þessa máls.

Mér vitanlega var ekki verið að fjalla um fjarfundarbúnað eða dreifmennt á fundinum, fjallað var um hugmyndina að leggja niður unglingastigið í þessum skólum og sameina það Grunnskólanum á Ísafirði. Hugmynd þessi var ekki frá fræðslunefndinni heldur kom hún frá yfirmanni Skóla og fjölskylduskrifstofu .Í framhaldinu var rökrætt um ferðir unglinga fram og til baka í skóla þar sem um snjóflóðahættusvæði er að fara þegar því er að skipta að minnsta kosti um Hvilftarströnd.

Það kom mér á óvart að formaður fræðslunefndar skildi leggja það að jöfnu við þegar að skólinn í Hnífsdal var lagður niður. Vegurinn út í Hnífsdal getur jú verið hættulegur en er að öllu jöfnu ekki út af snjóflóðahættu. Þegar þessi hugmynd um lokun unglingastigs skólanna var rædd á fundinum sátum við Gylfi alls ekki hjá heldur benti ég Halldóri á að það eru ekki nema nokkrir mánuðir frá kosningum og þar lofuðu allir flokkar að standa vörð um skólana á minni stöðum sveitarfélagsins í kosningabaráttunni þar á meðal flokkurinn minn og flokkurinn hans!

Þar sem mitt minni virðist ferskara en hans þá benti ég honum líka á íbúalýðræðið sem hans flokkur lofaði í hástert í kosningunum,og minnti hann á að í maí vorum við með fullar hendur fjár að sögn meirihlutans og því spurði ég í framhaldinu hvert fór góðærið?! Ég varaði líka við hvað gæti gerst ef íbúarnir á þessum stöðum fengju ekki tækifæri á að taka þátt í þessum umræðum og segja hug sinn til þeirra.

Ég vil að gefnu tilefni minna menn á að það átti að setja einn árgang grunnskóla Ísafjarðar tímabundið í kennsluhúsnæði sem gengur gjarnan undir nafninu Íshúsfélagið, það var eins og við manninn mælt foreldrar risu upp, mótmæltu og töldu börnum sínum stafa bein hætta af umferðinni, hugsanlegum ammoníaksleka,og mikilli fjarlægð í næsta leiksvæði sem var þó aðeins í nokkra metra fjarlægð og við vorum að tala um tímabundið ástand. Þessi staðsetning var blásin af enda var þetta áður en við gengum til kosninga.

Í mínum huga er vissulega rétt að það þarf að spara,en ég set stórt spurningarmerki við það ef það á bara að gera það í úthverfum Ísafjarðarbæjar.
Þess ber að lokum að geta að við Gylfi sátum hjá þegar hugmyndin um að taka af aðra aðstoðarskólastjórastöðuna við G.í. í sparnaðarskini var sett fram .

Kolbrún Sverrisdóttir, fulltrúi Í-listans í fræðslunefnd.

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli