Frétt

bb.is | 30.11.2006 | 08:54Kómedíuleikhúsið endurnýjar samstarfssamning við jólasveina

Kómedíuleikhúsið mun skipuleggja ferðalag jólasveinanna um norðanverða Vestfirði þessi jól.
Kómedíuleikhúsið mun skipuleggja ferðalag jólasveinanna um norðanverða Vestfirði þessi jól.

Kómedíuleikhúsið hefur endurnýjað samstarfssamning við jólasveinana, Hurðaskelli og Stúf. Fyrir síðustu jól sá leikhúsið um að skipuleggja ferðalag þeirra bræðra um norðanverða Vestfirði. „Á tímabili leit út fyrir að ekkert yrði af samningunum því sambandslaust var við helli þeirra í Dýrafirði þar sem þeir eru sagðir búa. Að endingu var farið í skipulagða vettvangsferð um Dýrafjörð. Leitin hófst á Gemlufallsheiði en þar fannst allt annar jólasveinn hann Þvörusleikir sem hefur lagt undir sig alla heiðina enda er hann langur og mjór og þarf sitt rími. Hann gat hinsvegar upplýst leitarmenn Kómedíu um bræður sína. Þá vitum við það. Hurðaskellir og Stúfur eiga heima í hæsta fjalli Vestfjarða sem heitir Kaldbakur og er í Haukadal í Dýrafirði. Þegar útsendara Kómedíu bar að garði þar heyrðust hrotur miklar ofarlega í fjallinu. Sem betur fer var opið inní hellinn því dyrabjallan hjá þeim var biluð. Og þarna lágu þeir í hengirúmum sínum, Hruðaskellir og Stúfur, steinsofandi.

En eigi hafði útsendari vor reynt að vekja þá kumpána þegar hátt mjálm gall við. Það var endurtekið í sífellu og hljómaði einsog vekjaraklukka. Glöggir lesendur eru sennilega búnir að fatta hver er hér á ferð. Jólakötturinn sem hefur fengið nýtt hlutverk að vekja jólasveinana fyrir jólin. Hurðaskellir og Stúfur ruku á fætur en duttu næstum um sjálfa sig að sjá útsendara Kómedíu í gættinni. Þeir jöfnuðu sig þó fljótt og eftir að hafa bragðað á hangikjöti og drukkið heitt súkkulaði. Var sest við samningaborðið. Vildu þeir sveinar ekkert kannast við að sambandslaust væri hjá þeim.

Tók Hurðaskellir því næst lurkinn sinn fram til staðfestingar en hér er um engan venjulegan lurk að ræða. Því auk þess að geta stuðst við lurkinn þá er einnig hægt að nota hann sem kíki og síðast en ekki síst er hægt að hringja í hann. Já hér er sennilega um að ræða fyrsta GSM símann. Hurðaskellir vippaði lurkinum á borðið en kippti honum allsnögglega aftur til baka. Stúfur sem hafði lítið haft sig frammi til þessa náði lurkinum af bróður sínum og sagði: ,,Heyrðu Hurðaskellir þú hefur sett hann á SÆLENT (hljótt. innsk. ritara) það eru 999 MIST LURKTÖL." Þögn ríkti í hellinum um stund. Hurðaskellir eyddi málinu og bað um að sjá samstarfssamninginn sem útsendari Kómedíu var með.

Það er skemmst frá því að segja að þeir bræður skrifuðu undir samninginn með lurkinum sínum að sjálfsögðu. Það eru því allir komnir í jólaskap hjá Kómedíuleikhúsinu og þegar er búið að bóka þá bræður í margar heimsóknir. Að venju taka þeir forskot á sæluna og koma aðeins fyrr en jólasveinadagatalið segir til um. Fjörið byrjar núna á laugardaginn. Þá verður kveikt á jólatrénu á Ísafirði og vilja þeir alls ekki missa af því. Daginn kveikja þeir á fleiri trjám. Á Suðureyri kl.16 og í Bolungarvík kl.17.30. Þeir bræður hlakka mikið til að koma í bæinn eða einsog þeir sögðu orðrétt við títtnefndan útsendara Kómedíu: ,,Við komum í rauðu og málum bæinn rauðann," segir á vef Kómedíuleikhússins.

thelma@bb.isbb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli