Frétt

visir.is | 13.02.2002 | 20:3619 vináttulandsleikir í dag

Af þeim 38 landsliðum sem mætast í vináttulandsleikjum í dag eru aðeins tvö ekki Evrópsk. Argentína mætir Wales í Cardiff og Bandaríkin spila við Ítalíu á Sikiley. Þjóðverjar spila við Ísraela í Kaiserslautern. Þeir ætla væntanlega að vinna upp trúverðugleika liðsins. Það var mjög tæpt á að komast í úrslitakeppni HM. Mikill öryggisviðbúnaður er í Þýskalandi út af leiknum.
Landsliðsþjálfarinn Rudi Voeller á úr vöndu að velja þar sem níu leikmenn eru frá vegna meiðsla. \"Maður verður að prófa sig áfram og sjá hverjum maður getur treyst. Þeir 11 sem spila fyrsta leikinn á HM eru sjaldnast þeir sömu og spila síðasta leikinn,\" sagði Voeller. Það verður væntanlega uppi fótur og fit þegar Luis Figo snýr aftur til Barcelona. Þar mætir Portúgal Spáni. Figo flutti frá Barcelona til erkióvinarins Real Madrid fyrir tveimur árum. Síðan þá hefur honum ávallt verið illa tekið á Camp Nou leikvanginum. Portúgal gerir sérstakar öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir að ráðist verði á hann.

Englendingar mæta Hollendingum í Amsterdam. Robbie Fowler, Teddy Sheringham, Michael Owen og Andy Cole eru ekki í liðinu. Landsliðsþjálfarinn Sven-Göran Eriksson valdi Darius Vassel hjá Aston Villa, Michael Ricketts hjá Bolton og hina ungu varnarmenn Wayne Bridge hjá Southampton og Ledley King hjá Tottenham. Emile Heskey, Sol Campbell og Rio Ferdinand eru á sínum stöðum. Hollendingar unnu Englendinga 2-0 í ágúst. Samt tókst þeim ekki að komast í úrslitakeppni HM. Í liðinu í dag eru fimm leikmenn frá Barcelona og sex úr ensku úrvalsdeildinni, þ.á.m. Ruud van Nistelrooy.

Bandaríkin mæta með sitt besta lið á Sikiley. Marga af lykilmönnunum vantaði þegar liðið vann Costa Rica í úrslitum CONCACAF bikarsins. 12 menn, sem spila í Evrópu, eru nú til taks. Í ítalska liðinu er m.a. framherjinn Massimo Marazzina, sem er búinn að skora 22 mörk í deildinni í vetur. Hann er fyrsti leikmaður Chievo sem er valinn í landsliðið. Vieiri, Del Piero og Totti spila einnig.

Frakkar hita upp fyrir titilvörnina og mæta Rúmenum á Stade de France. Þetta er fyrsti af fimm æfingaleikjum liðsins fyrir HM. Það er lítið um áhyggjur hjá þeim. Pires, Vieira, Henry og Zidane eru allir í liðinu. Veðmangarar spá því með 4 á móti 1 að Argentína sigri HM í sumar. Veron mætir til Cardiff ásamt Saviola og Bonano hjá Barcelona til að spila á móti Wales. Félagi Veron hjá United, Ryan Giggs, fer fyrir Walesverjum.

Einnig mætast í dag Belgía og Noregur, Saudi-Arabía og Danmörk, Grikkland og Svíþjóð, Írland og Rússland, Króatía og Búlgaría, Pólland og Norður-Írland. Í Ameríku mætast Paragvæ og Bólivía, Úrúgvæ og Suður-Kórea og Mexíkó og Júgóslavía.

Visir.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli