Frétt

bb.is | 12.10.2006 | 10:26Sign á barmi heimsfrægðar

Hljómsveitin Sign fer mikinn á tónleikum.
Hljómsveitin Sign fer mikinn á tónleikum.
Velgengni ísfirskra tónlistarmanna ríður ekki við einteyming. Nú hefur verið tilkynnt um að ísfirska hljómsveitin Sign muni eiga lag á nýjum safndiski sem fylgir hinu margfræga þungarokkstímariti Kerrang! Safndiskurinn er gefinn út í tilefni af 25 ára afmæli blaðsins og nefnist hann New Breed og er ætlað að vekja athygli á nýjum sveitum sem eru taldar við það að brjótast í gegn til heimsfrægðar. Lagið sem Sign á á plötunni heitir A Little Bit og er af plötunni Thank God for Silence, en það mun hafa fengið góðar viðtökur hjá helstu rokk plötusnúðum Bretlands auk þess sem það var boðið í forsölu á forsíðu iTunes og Karmadownload sem eru á meðal stærstu tónlistarnetverslananna í Bretlandi. Hljómsveitin er nýkomin úr vel heppnuðu 3 vikna tónleikaferðalagi í Evrópu og heldur strax á tónleikaferð um Ísland sem hefst næstkomandi föstudag á Akranesi og lýkur á Airwaves-hátíðinni í Reykjavík. Ekki mun von á þeim piltum vestur í þetta sinnið.

Í tilefni af tónleikaferðinni gefur Sign út nýja smáskífu, So Pretty, og verður hún til sölu í niðurhali á tonlist.is. Lagið heyrðist áður á plötunni Thank God for Silence, sem kom út fyrir síðustu jól, en mun hér heyrast í algerlega nýrri útgáfu. Nýju útgáfuna unnu þeir piltar með hinum þekkta breska hljóðupptökustjóra Chris Sheldon.

Sign kemur fram á eftirtöldum stöðum næstkomandi daga:

Föstudagur 13. október Akranes - Fjölbrautarskólanum ásamt Jamies Star og Sýna
Laugardagur 14. október Akureyri – Sjallinn ásamt Nevolution og Jamies Star
Sunnudagur 15. október Grundarfirði – Félagsheimilinu á Grundafirði
Mánudagur 16. október Keflavík – Yello ásamt Jamies Star og Ritz
Þriðjudagur 17. október Selfoss – Fjölbrautarskólanum ásamt Jamies Star
Föstudagur 20. október Reykjavík – Nasa – Kerrang! kvöld Iceland Airwaves

Eins og hefur ítrekað komið fram eru ísfirskir tónlistarmenn í gríðarlegri útrás þessa dagana. Má þar meðal annars nefna samstarf bræðranna Valdimars og Jóhanns Jóhannsson (7o1) við Íslenska dansflokkinn um lagasmíðar fyrir nýtt verk sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld, þar sem ísfirska sveitin The Nine-Elevens leikur undir, áberandi fjölda ísfirskra tónlistarmanna á Iceland Airwaves hátíðinni, fyrirhugaða Ísafjarðartónleika tímaritsins The Reykjavík Grapevine á Hressó, auk stigvaxandi vinsælda rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem haldin er um hverja páska á Ísafirði. Síðastan en ekki sístan ber að nefna tónlistarmanninn Mugison, sem flutti nýlega aftur vestur, en hann hefur nýlega lokið við að semja og taka upp tónlist við kvikmyndina Mýrin, sem gerð er eftir sögu Arnaldar Indriðasonar og er leikstýrt af Baltasar Kormáki.

eirikur@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli