Frétt

Ágúst Einarsson | 04.02.2002 | 19:40Vísitöluleikur og lausnir gærdagsins lækka hvorki vexti né verðbólgu

Ágúst Einarsson.
Ágúst Einarsson.
Nú er í gangi lokatilraunin til að ná tökum á efnahagstjórninni með samstilltu átaki ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðsins. Það er lofsvert að menn leggi sig fram en það er ekki nóg að góður hugur fylgir máli. Frestun á gjaldskrárhækkunum hefur sáralítið með baráttu gegn verðbólgu að gera. Ef ekki fylgja kostnaðarlækkanir er einungis um vísitöluleik að ræða. Það verður að fylgja þessu eftir, t.d. stokka upp landbúnaðarstefnuna þannig að neytendur geti keypt ódýrari matvæli. Það verður líka að sýna aðhald í ríkisfjármálum en allt fór úr böndum þegar Geir Haarde tók við. Friðrik Sophusson hélt vel utan um ríkssjóð en Geir glutraði niður þeim árangri í uppsveiflunni. Í Landssímafarsanum fær forstjórinn 40 milljónir fyrir að vera rekinn og 400 milljónir tapast í ævintýrafjárfestingu. Þetta eru peningar skattborgaranna. Sturla Böðvarsson ber ábyrgðina og erlendis væri fyrir löngu búið að reka slíkan ráðherra.
Ef verðbólgan fer yfir rauða strikið verður verkalýðshreyfingin einfaldlega að hækka strikið. Það væri arfavitlaust nú að byrja nýja kjarasamninga enda er engin von um kjarabætur um stundir heldur þarf að koma í veg fyrir kaupmáttarrýnun og það er best gert með því að halda aftur af verðbólgunni. Það er enn allt á fleygiferð í hagkerfinu og auðvitað kemur ekki til greina að Seðlabankinn lækki vexti við þessar aðstæður. Það kemur að vaxtalækkunum þegar áþreifanlegur árangur næst en hann er enn nokkuð langt undan.

Það verður að byggja til framtíðar, t.d. með sókn í menntamálum strax á þessu ári en þau mál hafa orðið út utan á sama tíma og aðrar þjóðir sækja þar hratt fram. Útflutningur hátæknivara er hér t.d. mjög lítill. Við erum enn föst í viðjum gamaldags hagkerfis og ef ekki hefði komið til starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar væri þetta nýja svið nær alger eyðmörk.

Það er einkennandi að sá flokkur sem berst gegn allri nýbreytni og nýsköpun, Vinstri grænir, skuli njóta fylgis um og yfir 20 þjóðarinnar. Við erum ótrúlega sein að laga okkur að nýjum aðstæðum. Við ætlum að verja tugum milljarða á næstu árum í bættar samgöngur á landsbyggðinni á sama tíma og Ísland er að breytast í borgríki í stað þess að bæta mennta- og velferðarkerfið og lækka skatta. Það gera aðrar þjóðir og undirbúa sig þannig fyrir framtíðina. Við eigum að læra af öðrum og horfa fram á við en ekki mæta alltaf vandamálum með lausnum gærdagsins.
Pistillinn birtist á vefsíðu Ágústar Einarssonar

Vefsíða Ágústar Einarssonar

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli