Frétt

Stakkur 37. tbl. 2006 | 14.09.2006 | 09:55Stjórnmálamenn og umferðin

Þegar þessi orð eru sett á blað hafa 19 látist í umferðinni á Íslandi frá síðustu áramótum. Þar af týndu sex lífi í síðasta mánuði. Sagan kennir okkur að ágúst sé mánuður mannfórna í umferðinni. Fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis og samgönguráðherra hefur lýst því yfir að grípa verði til viðbragða. Það er þakkarvert að láta sig skipta hvort fólk deyr á vígvelli umferðarinnar og reyna að koma í veg fyrir að svo verði. En eru áherslur réttar? Samgönguráðherra ber ábyrgð á umferðinni fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og dómsmálaráðherra á lögreglunni. Hér skarast málefnin heldur betur.

Umræðan um það hvernig skuli tekið á því að stærsti vígvöllur þjóðarinnar sé á þjóðvegum landsins og götum borgar og bæja tekur á sig ýmsar myndir. Þegar tilkynntur er dauði manns í umferðarslysi tala allir sömu röddu og segja ,,þetta er hræðilegt”. Samúð er óskipt með aðstandendum fórnarlambanna. Minna ber á henni, lifi menn hörmungarnar af en búa engu að síður við ævilöng örkuml. Hið furðulega er þó að viðhorf margra er að lögreglan sé vandamálið. Hún stöðvar ökumenn og sektar og það finnst mörgum argasta ósvífni, sérstaklega þeim sem eru á stærstu og/eða dýrustu bílunum. Bílarnir eiga að vera svo góðir að ekkert geti komið fyrir ökumenn þeirra og farþega.

Þarna gægist fram á afar óviðkunnalegan hátt ósvífni þeirra sem þannig hugsa og haga sér. Enginn er einn í umferðinni og aðrir verða fyrir tjóni á eignum, limum og lífi, þótt þeir fari að reglum og hagi sér eins og siðað fólk. Öllum hugsandi mönnum hlýtur að vera ljóst að sektir fyrir brot á umferðarlögum eru svo lítilsmegandi að þær hafa ekki áhrif á aksturslag flestra ökumanna. Nú skal því haldið fram af óbilandi bjartsýni og trú á mannkynið að langflestir ökumenn hagi sér með þeim hætti að lítt verði að fundið. Það er greinilega ekki nóg. Því hinir eru það stór minnihluti akandi fólks að ekki sér fyrir endann á slysum, eignatjóni, meiðslum og dauða fólks.

Hvað ætlar samgönguráðherra að gera? Helst verður skilið að hann ætli að semja við lögregluna í landinu um að sinna betur umferðareftirliti. Gott og vel. Væri ekki nær að lögreglan í landinu hefði tækifæri til þess að sinna umferðareftirliti, sem er vissulega eitt af hennar verkefnum heldur en að samgönguráðherra geti látið af fé samgöngumála til hennar, svona rétt eins og þegar fólki var skammtað úr hnefa það sem það fengi til að eta á öldum fyrr? Enginn efast um góðan vilja samgönmguráðherra, en aðferðirnar eru tæpast réttar eða treystir fjárveitingarvaldið ekki lögreglunni til verka? Þá ályktun mætti draga af því að nóg fé sé til í samgönguráðuneytinu til að sinna löggæslu á götum og vegum, en hins vegar ekki hjá lögreglunni.

Tímabært er að samgönguráðherra boði til sérstaks málþings með öllum sem að umferðarmálum koma og þar á meðal lögreglunni. Blóðbaðinu verður að linna.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli