Frétt

| 07.06.2000 | 18:18Er landsbyggðin leiðinleg?

Íslendingar voru rækilega minntir á herkostnaðinn við aðgerðir sem áttu að tryggja hag bænda og væntanlega búsetu þeirra og skylduliðs í dreifbýli. Kostnaðurinn við útflutning lambakjöts nam fjörutíu og sex milljörðum króna á 38 ára tímabili. Þetta var niðurstaða fjármálaráðherra eftir könnun á flutningi lambakjöts til útlanda og hversu miklar bæturnar hefðu verið til að liðka til fyrir útflutningi. Gott og vel kann einhver að segja. Það er rétt að halda landinu öllu í byggð. Það kostar auðvitað eitthvað, og enginn vill sjá stóra hluta Íslands leggjast í eyði.

Þessi afstaða er eins góð og hver önnur. Á árunum eftir 1971 var miklu fé varið af hálfu ríkisstjórnar til þess að tryggja byggð í landinu. Byggðastofnun og forverar hennar höfðu það hlutverk að ráðstafa fé úr Byggðasjóði til byggðana úti á landi. Skuttogaravæðingin á áttunda áratugnum hafði mikil áhrif og um eins eða tveggja ára skeið um miðjan áratuginn gerðist það, að meira fjölgaði úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Eitt árið mun reyndar hafa fækkað í Reykjavík. Fjöldi nýrra skuttogara, ný og endurbætt frystihús dugðu hins vegar ekki til að stöðva fólksflóttann á suðvesturhornið. Enginn hefur reiknað út herkostnaðinn við þessar aðgerðir eða kostnað sveitarfélaga af þátttöku í atvinnurekstri, hvort heldur var með beinum fjárframlögum eða öðrum hætti. Niðurstaðan er einföld. Mikill peningaaustur af hálfu ríkis og sveitarfélaga dugði ekki til þess að halda í fólkið. Það flutti og greiddi atkvæði með fótunum, eins og sagt er.

Lítið lát virðist á fólksflóttanum og engin ráð hafa fundist sem duga. Hvað er þá til ráða? Svarið er einfalt, breyttur hugsunarháttur og markaðssetning þess lífsstíls, sem gerir búsetu úti á landi æskilega. Tímarit Flugfélags Íslands, Ský, gerði könnun um afstöðu fólks til höfuðborgarinnar, Reykjavíkur og nágrannabæjanna. Ein athyglisverðasta niðurstaðan var sú, að bæði landsbyggðarmenn og höfuðborgarbúar töldu mun vænlegara að ala börn upp úti á landi. Hér er komið að kjarna málsins. Ótvíræður kostur er að landsbyggðin er barnvænni. Þessari staðreynd á að halda á loft og endurtaka við hvert tækifæri. Kostirnir eru reyndar fleiri. Smærri samfélög úti á landi halda gjarnan betur um íbúana en þau stærri. Margir telja það reyndar ókost að vera undir stöðugri smásjá nágranna. Og vissulega er forvitni og stundum hnýsni um hag náungans löstur sem horfir til vandræða. Það má laga og virða einkalíf fólks betur. En þetta er ekki betra í höfuðborginni. Birtingin er aðeins önnur.

Víða stendur menningarlíf traustum fótum á landsbyggðinni. Nægir að nefna útgáfutónleika Ólafs Kristjánssonar og Villa Valla og hátíðir í Bolungarvík og á Ísafirði. Það er skemmtilegt á landsbyggðinni og tækifærin eru mörg. Munið það. Aukin möguleikar á menntun í heimabyggð og ný hugsun, nýr lífsstíll er lausnin.

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli