Frétt

| 06.06.2000 | 16:51Átak um jarðhitaleit á köldum svæðum framlengt um tvö ár

Átaksverkefni iðnaðarráðu-
neytis, Byggðastofnunar og Orkusjóðs um jarðhitaleit á köldum svæðum hefur verið framlengt um 2 ár, í ljósi góðs árangurs. Stefnt er að því að ljúka rannsóknum á sem flestum stöðum á landinu.
Átaksverkefninu var hrundið af stað að frumkvæði fyrrverandi iðnaðarráðherra snemma sumars 1998. Markmiðið var að finna nýtanlegan jarðhita til húshitunar á svonefndum ,,köldum svæðum", þar sem jarðhiti er ekki eða illa þekktur. Einnig skyldi styrkja nýjar aðferðir við nýtingu jarðhita. Miðað var við að styrkja jarðhitaleit í sveitarfélögum þar sem notendur væntanlegrar hitaveitu væru yfir 100 talsins. Verkefnið var ákveðið til 2ja ára og 30 milljónum króna veitt til verksins hvort árið. Iðnaðarráðuneytið lagði til 25 milljónir króna, Orkusjóður sömu upphæð og Byggðastofnun 10 milljónir. Þess var krafist að þeir sem fengju styrki, leggðu fram jafn háa eða hærri upphæð og sýndu fram á arðsemi verkefnisins fyrir sveitarfélagið.

Orkustofnun sá um framkvæmd verkefnisins, sem fékk mjög góðar viðtökur, og var aðeins unnt að sinna hluta þeirra umsókna sem bárust. Reynt var að dreifa styrkjum, þannig að ekkert landssvæði teldi sig afskipt, en þó réðst úthlutunin aðallega af dreifingu jarðhita á landinu. Flestir styrkjanna runnu til Austurlands en fæstir til Suðurlands.

Jarðhitaleit er þegar lokið á Hjalteyri, Borðeyri, Drangsnesi og í Eyja- og Miklaholtshreppi með góðum árangri. Þá hefur jarðhitavottur fundist á mörgum öðrum stöðum og er enn unnið með borunum og öðrum rannsóknum að því að sannreyna tilvist hans og finna vænlega virkjunarstaði, s.s. á Fáskrúðsfirði, Seyðisfirði, Reyðarfirði og víðar. Í Skarðshlíð á Suðurlandi tókust vel tilraunir með nýjar aðferðir í vinnslu og nýtingu jarðvarma en lakari árangur varð af svipuðu verkefni í Vík í Mýrdal.

Það hefur hamlað nokkuð framgangi verksins að á stundum hefur verið erfitt að fá bortæki á staðina, vegna mikillar grósku í þjóðfélaginu, og rannsóknum því seinkað. Hefur jafnvel verið unnið að borun í norðan stórhríð og frosti. Í flestum tilvikum fólst leitin í því að bora 50 - 100 m djúpar holur, til að þreifa á hita efst í jarðskorpunni, en þessi aðferð hefur reynst notadrjúg við jarðhitaleit á undanförnum árum.

Þótt verkefninu ljúki ekki fyrr en á seinni hluta þessa árs, þykja niðurstöðurnar það jákvæðar að ástæða er talin til að framlengja það í a.m.k. tvö ár. Jafnframt að fella niður fjöldatakmarkanirnar því á mörgum stöðum á landinu, þar sem búa færri en 100 íbúar, er áhugi á að kanna hvort jarðhiti finnist þar. Er það talið hagkvæmt, með tilliti til niðurgreiðslna á rafmagni, auk þess sem rannsóknir af þessu tagi geta skilað árangri á annan hátt. Á Seyðisfirði fannst t.d. kalt vatn sem nú nýtist bæjarfélaginu. Á stöðum þar sem ekki finnst nýtanlegur jarðvarmi, er hægt að haga skipulagningu orkumála í samræmi við það. Til viðbótar þeim 60 milljónum króna sem þegar hefur verið varið til jarðhitaleitar á köldum svæðum, koma nú aðrar 60 milljónir króna og skiptast framlögin þannig: Iðnaðarráðuneyti: 30 milljónir kr. Orkusjóður: 30 milljónir kr. Orkustofnun mun áfram annast framkvæmd verkefnisins og verður fljótlega auglýst eftir styrkumsóknum.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli