Frétt

Stakkur 36. tbl. 2006 | 07.09.2006 | 09:39Þroskaþjálfi á að fjölga Bolvíkingum

Mikil umskipti urðu í bæjarstjórn Bolungarvíkur við síðustu kosningar, en þá klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn og sá fulltrúi sem ekki fékk efsta sætið á lista hans í sinn hlut stofnaði til nýs framboðs og náði sæti í bæjarstjórn. Síðar myndaði fulltrúinn nýjan meirihluta með andstæðingum Sjálfstæðisflokksins, sem nú situr í minnihluta í fyrsta sinn í áratugi og hefðu einhvern tíma þótt tíðindi til næsta bæjar. Bæjarstjóri var ráðinn ungur maður, ættaður úr Súðavík, en þar hefur núverandi forseti bæjarstjórnar látið til sín taka í menningarmálum af dugnaði og metnaði. Bæjarstjórinn mætti til vinnu í Ástarvikunni og hefur það hlutverk að fjölga Bolvíkingum með öllum ráðum og á að fá bónus fyrir.

Bolvíkingar fara ekki troðnar slóðir. Kannski hefði fremur átt að veita bæjarstjóra umbun fyrir að ná fram jarðgöngum milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig bæjarstjórinn lætur til sín taka í fjölgunarmálum. Mun hann nota gamla alþekkta aðferð, sem mörgum þykir skemmtileg og heilsubætandi eða á að flytja inn fólk frá útlöndum? Sú gamla hefur lengi reynst Íslendingum drjúg og haldið þjóðinni við. Til eru aðrar, en auðvitað ræðst það af því hvað fólk er tilbúið að leggja á sig hver aðferðin verður fyrir valinu.Vonandi hefur ekki verið gengið fram af bæjarstjóranum unga í ástarvikunni, sem einmitt var til þess hugsuð að fjölga Bolvíkingum.

Reyndar hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna þroskaþjálfi hafi verið tekinn fram yfir marga sem virðast hafa margt til brunns að bera er duga má til þess að stjórna í samræmi við kenningar nútímans. Við því á aðeins bæjarstjórn Bolungarvíkur svar. Hún hefur neitað að rökstyðja opinberlega ákvörðun sína. Það er ekki vænlegt að hunsa með þeim hætti kjósendur sína. Getur verið að forseti bæjarstjórnar telji ástæðulaust að þreyta kjósendur með rökstuðningi? Kjósendur hafi þegar sinnt sínu hlutverki. Þeir kusu og nú er röðin komin að því að sýna þeim hver fer með völdin. Vart verður því trúað. Tilfellið er að gefin hefur verið yfirlýsing þessa efnis. Vekur það umhugsun margra og hlýtur sú hugsun að vakna hvort tónninn hafi verið sleginn. Ekkert er að því að ganga framhjá fólki með menntun á sviði stjórnunar ef aðrir reynast betri. Að minnsta kosti gildir það meðan ekki eru gerðar kröfur um að bæjarstjóri skuli hafa til að bera sérstaka kosti, svo sem menntun á sviði stjórnunar, fjársýslu eða mannauðsstjórnunar, svo dæmi sé tekið.

Getur verið að þögn forseta bæjarstjórnar um ástæður þess að sá ágæti maður var ráðinn, sem ráðningu hlaut, stafi af því þeir ákvörðuninni réðu hafi talið hann búa yfir menntun og kostum sem myndu nýtast þeim sem sitja í meirihlutanum við vandsöm og erfið störf þeirra að stjórnun Bolungarvíkurkaupstaðar næstu fjögur árin eða réðu aðrir kostir sem munu nýtast við að fjölga bæjarbúum næstu fjögur árin?

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli