Frétt

kreml.is - Kolbeinn Einarsson | 04.01.2002 | 16:18Úlfar og gærur

Kolbeinn Einarsson.
Kolbeinn Einarsson.
Haldi einhver að sátt ríki á Íslandi um hið svokallaða velferðarkerfi hlýtur sá hinn sami að vera sofandi. Það ríkir engin sátt um velferðarkerfið á Íslandi. Reyndar virðist öllum vera sama þó að það sé tætt í sundur, jafnt og þétt nagað af stærri stjórnarflokknum undir gæru þess minni. Kannski tekur enginn eftir því, kannski eru íslendingar einfaldlega svona svakalega seinþreyttir til vandræða eða ef til vill er þetta einfaldlega skýr vilji þjóðarinnar.
Það er ekkert annað en aumkunarvert að fylgjast með ráðherrum Framsóknar, sem smátt og smátt reyta af sér fylgið, það er að segja það af því sem ekki er þegar flutt á höfuðborgarsvæðið, með undirlægjuhætti við Sjálfstæðisflokkinn.Heilbrigðisráðherra (sem ég er reyndar alveg steinhissa á því að vita hvað heitir) segist vera á móti því að læknar bjóði sjúklingum upp á þjónustu fram hjá kerfinu – honum “hugnast? það ekki og telur að það leiði til tvískipts kerfis í heilbrigðisþjónustunni – eitt kerfi fyrir ríka og eitt fyrir fátæka. Honum “hugnast? heldur ekki að almenningi gefist kostur á að kaupa sér sérstakar tryggingar til þess að standa straum af slíkum kostnaði.Þetta er svosem ágætt hjá honum og ber vott um gott hjartalag. En á sama tíma hækkar hann gjöld á sjúklinga þannig að ekki verður betur séð en að efst á verkefnalistanum frá forsætisráðuneytinu sé að leggja niður okkar ágæta norræna kratamódel í heilbrigðiskerfinu og taka upp það ameríska. Hvernig er hægt að hækka gjöld á sjúklinga svo umtalsvert að venjulegt fólk verður á endanum knúið til þess að kaupa sér sérstakar tryggingar til þess að geta borgað fyrir heilbrigðisþjónustu ef svo óheppilega vildi til að það yrði veikt? Og segja “mér hugnast? þetta ekki einn daginn og svo “við verðum að gera þetta? þann næsta?Verðum “við? að gera þetta til þess að geta lækkað skatta á fyrirtækjum um helming og orðið að “ríkasta landi í heimi?? Verðum “við? að gera þetta til þess að geta skilað ríkissjóði með myndarlegum afgangi, af því að ekki var hægt að selja þjóðinni það sem hún átti þó sjálf fyrir? Af hvaða meiði eru þær göfugu hugsjónir sem að baki þessu liggja? Fær maður kannski enga peninga í málaflokkinn sinn ef maður er prúður og stilltur við ríkisstjórnarborðið?Þetta hljómar nú ekki mjög framsóknarlega – og þó. Kannski er það einmitt þetta sem er framsóknarlegt. Það er að segja að sitja í miðjunni og brosa í allar áttir samtímis. En þar liggur einmitt vandinn – og kannski lausnin líka svo að ég reyni að hljóma framsóknarlega sjálfur. Það er ekki auðséð hvernig íslenska velferðarkerfinu verður hjúkrað til góðs bata án Framsóknar, þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokknum verði úthýst úr stjórnarráðinu í næstu kosningum. Því hljóta íslenskir kjósendur að eiga þá áramótaósk heitasta að Framsókn finni bein í nefinu á sér og segi stopp. Það er klárlega kominn tími til þess að svipta gærunni af úlfinum.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli