Frétt

bb.is | 19.07.2006 | 10:34Gætu hugsað sér einkafjármögnun vegaframkvæmda í Arnkötludal

Arnkotludalur texti: Arnkötludalur.
Arnkotludalur texti: Arnkötludalur.
Leið ehf. gæti vel hugsað sér að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið þegar félagið vildi fara í einkafjármögnun vegna vegaframkvæmda í Arnkötludal. Þetta kemur fram á rúv.is. Jónas Guðmundsson, stjórnarformaður Leiðar segist ekki geta til þess hugsað að ekki verði farið í framkvæmdir á dalnum í haust. Eins og kunnugt er tók ríkisstjórn Íslands ákvörðun um það á dögunum að fresta vegaframkvæmdum til að slá á þenslu í þjóðfélaginu. Fimm verk í stærri kantinum voru á áætlun næstu eitt til tvö árin, en þau eru, auk vegaframkvæmda í Arnkötludal, framkvæmdir í Hrútafjarðarbotni, Kollafirði í Gufudalssveit, Mjóafirði og lagning slitlags á Drangsnesvegi.

Mikil ósátt hefur verið meðal manna hér vestra vegna boðaðra frestana og hafa langflestir viðmælendur blaðsins mælt þeim allt til foráttu. Hafa menn þá oft haft á orði að undarlegt sé að láta Vestfirðinga gjalda þenslu sem svo augljóslega eigi ekki upptök sín neitt nærri Vestfjörðunum. Þá flögguðu vegagerðir í hálfa stöng til að sýna harm sinn vegna uppátækisins og Fjórðungssambandið talaði um „reiðarslag fyrir vestfirskt samfélag“ í ályktun sinni um málið. Ekki er vitað hvað frestun vegaframkvæmdanna verður löng, hafa engar tölur verið nefndar í því sambandi, en í grein Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra, þingmanns Vestfirðinga og flokksbróður samgönguráðherra, á bb.is fyrir skemmstu sagði m.a.: „Hér er um frestun framkvæmda að ræða, en ekki niðurskurð. Aldeilis fráleitt er að tala um að þessi frestun verði áralöng, eins og sjá hefur mátt í umræðum.“

Skipulagsstofnun tók nýlega ákvörðun um að breyting á lagningu Tröllatunguvegar um Arnkötludal og Gautsdal skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Um er að ræða breytingu á fyrirhugaðri veglagningu um Arnkötludal og Gautsdal frá því sem Skipulagsstofnun kvað upp úrskurð um þann 8. september 2005 en í úrskurðinum var fallist á leið 1 vestan Arnkötludalsár og leið 6 N austan árinnar. Kærufrestur er til 8. ágúst.

Árið 2001 vann verkfræðistofan Línuhönnun hf. skýrslu fyrir Veg, áhugamannafélag um arðsemi vegar milli Hólmavíkur og Gilsfjarðar um Arnkötludal og Gautsdal. Þar var metin svonefnd þjóðhagsleg arðsemi við lagningu vegar þessa leið. Niðurstöðum skýrslunnar var skipt í fernt eftir ólíkum forsendum og var ávallt gert ráð fyrir 6% reiknivöxtum. Þá var miðað við að umferð í upphafi yrði samkvæmt teljara Vegagerðarinnar eða um 40 þúsund bílar á ári, og miðað við að kostnaður við lagningu vegarins yrði um 525 milljónir króna.

Niðurstöður skýrslunnar voru sem hér segir: Forsenda 1: Veginn færu 40 þúsund bílar á ári sem þó fjölgaði smám saman. Arðsemi 10,9%. Forsenda 2: Veginn færu 30 þúsund bílar á ári sem fjölgaði ekki eftir sem árin liðu. Arðsemi 7,6%. Forsenda 3: Sama umferð og í lið eitt, en öll umferð færi um Þorskafjarðarheiði fjóra mánuði á ári. Arðsemi 5,1%. Forsenda 4: Veginn færu 40 þúsund bílar á ári eins og í lið eitt, en vegtollur yrði innheimtur. Arðsemi 17,8%.

Í lok skýrslunnar sagði: ,,Hafa ber í huga að forsendur eru hófsamar og öruggu megin. Það hlýtur að vera vandfundin arðsamari framkvæmd á Vestfjörðum.“

Einkahlutafélagið Leið hefur lengi barist fyrir bættum vegasamgöngum fyrir Vestfirðinga. Félaginu er ætlað að beita sér fyrir framþróun í samgöngum á landi með því m.a. að annast einkafjármögnun og eftir atvikum gerð og rekstur vega og annarra samgöngumannvirkja.

eirikur@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli