Frétt

Stakkur 1. tbl. 2002 | 03.01.2002 | 14:54Í upphafi árs

Enn á ný leggjum við í vegferð nýs árs. Hvað okkar bíður er víst vandi um að spá. Sumt er þó fyllilega ljóst. NATÓ-fundurinn verður haldinn og hinn 25. maí 2002 verða sveitarstjórnarkosningar. Enn er fátt vitað um það hverjir bjóða sig fram á Vestfjörðum. Mesta spennan verður vafalaust í Ísafjarðarbæ, stærsta sveitarfélaginu á Vestfjörðum, sem samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands hefur innan sinna vébanda meira en helming allra íbúa á Vestfjörðum. Í Ísafjarðarbæ búa nú 4181 íbúi en í fjórðungnum alls 8012 íbúar.

Fækkun hefur orðið um 132 og þar af um 40 á Ísafirði og 41 í Bolungarvík eða um 81 á þessum stærstu þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum. Fækkuninn alls nemur sem svarar heildaríbúafjölda Kaldrananeshrepps á Ströndum. Ljóst má því vera að hin pólitíska umræða á komandi mánuðum mun og hlýtur að snúast um það, með hvaða hætti þessari þróun verður snúið við.

Ekkert heyrist frá núverandi sveitarstjórnarmönnum um það hvernig þeir hyggjast beita sér til vors. Kannski hefur þá þrotið örendið. Það dugar engan veginn að vísa sífellt til þess að ferðaþjónusta – ekki „ferðamannaiðnaður“ – eigi að bæta um betur. Öll heimsins verðlaun fyrir gæði Vestfjarða sem viðkomustaðar ferðamanna duga ekki til að bjarga hér mannlífi nema viðkoma ferðamanna verði svo mikil og stöðug að raunveruleg atvinna skapist af. Þá er að sjálfsögðu ekki átt við viðkomu sem mælikvarða fæðingartíðni heldur tíðni mælda í komu ferðamanna, hvort heldur um er að ræða einu sinni eða endurkomu.

Það er svo, að verðmætin hafa orðið til úr sjónum fyrir tilstilli þeirra sem hér hafa búið. Eigi að verða þar stórbreyting á þarf að fjárfesta í gistirými og aðstöðu til afþreyingar. Auðvitað getur ferðaþjónusta vaxið, en hún ein mun ekki duga sem kosningaloforð. Sveitarstjórnarmenn munu verða spurðir að því hvernig gróðanum af Orkubúinu verði varið til uppbyggingar atvinnu í hinum 12 sveitarfélögum á Vestfjörðum. Einkum verður spurt í hinum stærstu, Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Vesturbyggð. Svarið skiptir miklu þótt á þessari stundu sé ómögulegt að gera sér grein fyrir því hvert eða hver þau verða.

Framtíðarsýn skortir einfaldlega. Án hennar mun ekkert breytast heldur mun enn stefna í sömu áttina til frekari fækkunar og enn veikari byggða á Vestfjörðum. Þeir sem gefa sig að pólitíkinni með það fyrir augum að ná kjöri 25. maí hinn næsta, verða því að gefa sig alla að verkefninu. Það verður engin hvíld, ekkert frí, aðeins vinna og mikil hugsun sem bíður. Ef ekki þá sígur sem fyrr segir á ógæfuhliðina.

Hér hefur ekki verið vikið að landsmálum. Það verður gert síðar. Lengi hafa Íslendingar trúað því að heimurinn sæi um sig án afskipta þeirra. Það er allt orðið breytt eins og Forseti Íslands sagði í afbragðsgóðu viðtali um jólin.


bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli