Frétt

Sigurjón Þórðarson | 04.07.2006 | 16:45Ekki niðurskurður - frestun!

Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson.
Á síðustu misserum hefur talsvert verið rætt um ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Ríkisstjórnin hefur skellt skollaeyrum við öllum viðvörunum um langt skeið um ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og snúið út úr öllum viðvörunum. Flokkarnir hafa sagt þetta vera eitthvert niðurrifsraus í stjórnarandstöðunni og þær viðvaranir sem hafa komið erlendis frá vera vegna þess að erlendir aðilar væru illa upplýstir. Það kom þó að því að ríkisstjórnin viðurkenndi að ekki væri allt með felldu enda mældist verðbólga í liðlega 15%. Það var ekki fyrr en í lok júní s.l. að ríkisstjórnin vaknaðir og boðaði aðgerðir sem ýmsir málsmetandi hagfræðingar hafa gefið þá einkunn að væru allt of seint fram komnar.

Þær fólust meðal annars í því að hætta við 90% kosningaloforðalán Framsóknarflokksins og lækka hámarkslán til íbúðakaupa en ríkisstjórnin hafði hækkað þessi lán fyrir þremur mánuðum síðan. Þetta hringl sýnir í hnotskurn hvers konar hringlandavitleysa efnahagsstjórnin hefur verið á síðustu mánuðum. Með þessum aðgerðum er í raun verið að játa að nýlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi verið algjört óráð

Ríkisstjórnin ræðst gegn verðbólgunni á Vestfjörðum

Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur hafa tekið þá ákvörðun sameiginlega að blása af vegaframkvæmdir á Vestfjörðum þar sem vegir eru verst farnir og varla færir flutningabílum sem eru orðnir eina flutningaleiðin eftir að sjóflutningar lögðust af. Á sama tíma og það er verið að blása af framkvæmdir sem styrkja innviði samfélagsins, þ.e. til vegamála, boðar Björn Bjarnason að sett verði á fót þjóðaröryggisdeild sem fyrst um sinn verði 25-30 manna stofnun.

Sömuleiðis gefa ráðamenn í skyn að of seint sé að fresta gerð tónlistarhúss og fimm stjörnu hótels í Reykjavík á næsta ári sem hið opinbera tekur þátt í að reisa.

Hringlið heldur áfram

Þriðjudaginn 4. júlí var haldinn fundur með þingmönnum Norðvestur kjördæmisins og þeim kynntar niðurskurðartillögur ríkisstjórnarinnar og á þeim fundi mátti skilja að ekki yrðu boðin út á Vestfjörðum nein verk. Ráða og skipulagsleysið var algjört þar sem ekki var hægt að fá neinar upplýsingar hvað niðurskurðurinn ætti að hljóða upp á háar fjárupphæðir eða hvort að það ætti að slá verkum á frest í mörg ár.

Vel að merkja þá tók Einar Kristinn Guðfinnsson það skýrt fram að ekki væri um niðurskurð að ræða heldur frestun! Sannast sagna veit ég hvort að það er hægt að sé að ganga lengra í orðhengilshætti en ráðherrann gerði þarna. Að vísu hefur ráðherranum oftsinnis tekist vel upp með útúrsnúninga og orhengilshátt í umræðu um sjávarútvegsmál.

Hvað ætli vestfirski sjávarútvegsráðherrann sé ekki búinn að lofa Vestfirðingum oft breytingum á kvótakerfinu fyrir kosningar og svikið jafnharðan eftir kosningar? Hvað ætli vestfirski sjávarútvegsráðherrann hafi ekki oft lofað Bíldælingum endurreisn fiskvinnslunnar á væri á næstu grösum sem hefur verið lokuð á annað ár?

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins.

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli