Frétt

Auður Hanna Ragnarsdóttir | 24.05.2006 | 15:01Bolungarvík - Lítið samfélag – sveigjanleg þjónusta

Auður Hanna Ragnarsdóttir.
Auður Hanna Ragnarsdóttir.
Í Bolungarvík eigum við að geta brugðist fljótt við þörfum íbúa á ýmsum sviðum þar sem gegnsæi er mikið, tengsl náin og upplýsingar berast fljótt. Fæðingarorlof foreldra er 9 mánuðir. Þeir sem vilja að því loknu fara út á vinnumarkaðinn þarfnast þá aðstoðar við umönnun barna sinna. Leikskólinn hefur ekki haft möguleika á að taka svo ung börn inn þar sem ekki er til staðar nægjanlegt rými. Þeirri þörf hefur að einhverju leyti verið mætt með þjónustu dagmæðra. Aðeins ein dagmóðir hefur verið starfandi í Bolungarvík síðustu misserin og hefur hún ekki getað annað eftirspurn.

Í leikskólanum okkar er því farin að skapast þörf fyrir leikskólapláss barna á aldrinum 9 mánaða til 2 ára. Foreldrar barna gera sér æ meiri grein fyrir mikilvægi þess að börn dvelji á leikskóla m.a. vegna leik-, félags- og vitsmunaþroska þeirra. Þess vegna verður sú rödd æ háværari að börn komist á leikskóla strax að fæðingarorlofi foreldra loknu. Í ár hætta 5 börn á leikskólanum og munu við það sameinast árganginum á undan í grunnskólanum. Árgangurinn sem á eftir kemur (þ.e. 5 ára börn nú) telur 13 börn en það gefur augaleið að ekki er hægt að bæta mörgum börnum við á eldri deild leikskólans þar sem aðeins 5 börn hætta þar.

Við teljum að með góðu samstarfi leik- og grunnskóla megi leysa þann vanda sem foreldrar og leikskóli standa frammi fyrir. Á næstu árum verða eingöngu átta bekkjardeildir í grunnskóla Bolungarvíkur (6 og 7 ára börn eru saman í bekk og 9 og 10 ára börn eru saman í bekk) Því er það tillaga okkar í Bæjarmálafélaginu að þau 13 börn sem verða 5 ára á þessu ári fái sitt aðsetur í húsnæði grunnskólans þar sem húsnæði ætti að vera til staðar af fyrrnefndum ástæðum. Starfið verði þó alfarið undir stjórn leikskólastjóra og hans starfsfólks en í góðu samstarfi við skólastjóra og starfsfólk grunnskólans. Með þessu móti verður brugðist við þeim vanda sem nú blasir við.

Þetta þarf þó ekki að verða varanlegt, heldur leið til að bregðast við vandanum nú. Eins og staðan er í dag er þörf á stækkun leikskóla en með sveigjanleika bæjaryfirvalda og þar með stjórnenda og starfsfólks skólastofnana er hægt að nýta það húsnæði sem fyrir er og komast fyrir þann vanda sem nú blasir við eins vel og kostur er, í þágu bæjarbúa. Þrátt fyrir að hægt sé að leysa þörfina núna þarf að huga að stækkun í framtíðinni þegar fólkinu fer að fjölga í Bolungarvík.

Framtíðarsýn Bæjarmálafélagsins er að skólahúsnæði sé allt á sömu lóð. Því viljum við enn og aftur nefna þann möguleika að leikskólastarfið verði fært í Lambhagann. Þannig samnýtast skólalóðir og auðveldara verður að öllu leyti að hafa samstarf milli leik- og grunnskólans vegna styttri vegalengdar milli þeirra. Þegar sá flutningur hefur farið fram skapar það aukna möguleika í starfi leikskólans m.a. með nálægð við íþróttahús og skóla. Þá er það ótvíræður kostur fyrir foreldra sem eru með börn á báðum skólastigum.

Við gerum okkur fulla grein fyrir því að fjármunir skipta máli í þessu tilliti. En húsnæðið er til. Áður en til þess kemur að þörfin fyrir frekari viðbyggingu við leikskólann verður enn meiri, teljum við nauðsynlegt að skoða Lambhagamöguleikann til fullnustu.

Leikskólinn í Lambhagann – það er okkar framtíðarsýn!

Auður Hanna Ragnarsdóttir. Höfundur er 4. maður á lista Bæjarmálafélagsins í Bolungarvík.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli