Frétt

Leiðari 3. tbl. 2000 | 19.01.2000 | 11:23Fundað í Stjórnsýsluhúsinu

Það vantaði ekki „hákarlana\" á Eldingarfundinn í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði á sunnudaginn. Til fulltingis Guðmundi Halldórssyni, formanni Eldingar, voru mættir formaður og framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Og þar einnig í kór þrír þingmenn kjördæmisins með formann sjávarútvegsnefndar í broddi fylkingar. Þótti þó mörgum sem kórbekkurinn væri ekki fullsetinn.

Vestfirskum trillukörlum [trillukarl er miklu þjálla orð en smábátaeigandi, auk þess sem trillukarlinn stundar sjóinn, að öllum líkindum, en það er meira en hægt er að segja um marga „smábátakvótaeigendur\"] var heitt í hamsi. Innihald tillagna, sem lagðar voru fyrir fundinn, og ályktun fundarins sem afgreidd var með lófaklappi, bera því órækt vitni. Vestfirskir trillukarlar eru þess fullvissir að þeir hafi mikið til síns máls.

Undir það skal tekið með trillukörlum, að víða væri illa komið fyrir sjávarplássum ef þeirra hefði ekki notið við. Á þeirri skoðun, að krókaveiðar eigi að hafa forgang á grunnsævi og íbúar byggða við sjávarsíðuna eigi að njóta þess frumréttar, sem þeir hafa notið um aldir, að nýta fiskimiðin við bæjardyrnar, hefur ekki verið legið í leiðaraskrifum blaðsins.

Stjórn Eldingar vill að hugsanleg aukning aflaheimilda vegna stækkandi þorskstofns fari til báta innan við tíu tonn að stærð og gerir grein fyrir nánari reglum þar um. Tillögu þeirra lýkur svohljóðandi: „Þeir sem fá þessar veiðiheimildir mega hvorki leigja né selja frá sér aflaheimildir.\"

Hér mætti skýrar að orði komast. En þar sem ekki er með öðrum hætti komið inn á framsal aflaheimilda í tillögunni liggur beinast við að álykta að skerðingarákvæðið gildi aðeins um viðbótarheimildina. Sé svo, er með ályktuninni verið að lýsa yfir að vestfirskir trillukarlar vilji að öðru leyti halda í óbreytt framsal aflaheimilda, eða hvað?

Hvaða ákvæði fiskveiðistjórnunarlaganna halda menn að hafi gert kvótahandhöfum kleift að braska með „frumrétt strandveiðisamfélaganna til nýtingar aðlægra fiskimiða\", svo notað sé orðalag Eldingarmanna, og skilja íbúana eftir réttlausa?
Það verður ekki bæði haldið og sleppt.

Það verður aldrei sátt um annað en að tekið verði meö öllu fyrir úthlutun aflaheimilda til þeirra, sem ekki ætla sér að sækja sjó og afreka það eitt að selja aflaheimildirnar eða leigja þær ár eftir ár og stinga ágóðanum í vasann. Slíkar „útgerðir\" eiga engan rétt á sér og hafa aldrei átt.

Óheft framsal aflaheimilda og braskið í kvótakerfinu nægir eitt og sér í annan fund í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Og þá gengur ekki að kórdrengirnir sitji fylgdarlausir einir á bekk.
s.h.


bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli