Frétt

Sigurður Pétursson | 24.02.2006 | 09:08Sameiginlegt framboð – breytinga er þörf

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.
Næstkomandi laugardag fer fram sameiginlegt prófkjör þriggja stjórnmálasamtaka í Ísafjarðarbæ vegna sveitarstjórnakosninga nú í vor. Þar verður kosið um skipun fjögurra efstu sæta listans, sem bera mun nafnið Í-listinn Ísafjarðarbæ. Tólf frambjóðendur gefa kost á sér í kjörinu, karlar og konur, ungt fólk og eldra, nýliðar og reynslumikið fólk í stjórnmálum. Ég vil hvetja íbúa Ísafjarðarbæjar til að taka þátt í prófkjörinu og hafa áhrif á skipan listans. Með því móti vinnum við að breytingum í kosningunum í vor. Breytingum sem nauðsynlegar eru fyrir byggðarlagið og höfuðstað Vestfjarða.

Ísafjarðarbær er forystuafl á Vestfjörðum, langfjölmennasta og öflugasta sveitarfélagið. Ísafjarðarkaupstaður fagnaði nýlega 140 ára afmæli, Þingeyri, Flateyri og Suðureyri eiga sér einnig langa og merkilega sögu, sem tengist útgerð, fiskverkun og verslun í meir en heila öld. Í hundrað ár blómgaðist byggðin í takt við uppbyggingu sjávarútvegsins. Framfarir og velmegun byggði jafnt á framtaki einstaklinga, krafti samtaka fólksins, hagnýtingu nýrrar tækni og tækifæra í framleiðslu og útflutningi. Þekking og reynsla í sjávarútvegi byggðist upp og nýttist í iðnaði og framleiðslu á öðrum sviðum. Samfélag Vestfjarða einkenndist af krafti og fjöri, þar sem menning og félagslíf var öflugt og blómlegt. Þessi einkenni vestfirsks samfélags eru enn til staðar þrátt fyrir erfiðleika sem tveir síðustu áratugir hafa fært okkur í fang. Á þessum grunni getum við saman hafið nýja sókn til eflingar byggðar og samfélags. Til þess að svo megi verða, þurfa breytingar að eiga sér stað.

Staða Ísafjarðarbæjar er nú um stundir bæði sterk og veik. Sveitarfélagið er stórt og nokkuð fjölmennt, atvinnuástand þokkalegt og fjölbreytt mannlíf á mörgum sviðum. En það eru blikur á lofti. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er ekki góð. Þeir fjármunir sem fengust við sölu á Orkubúi Vestfjarða veittu svigrúm og löguðu skuldastöðuna, en nú eru þeir dagar að baki. Fólki hefur fækkað og þar með skattgreiðendum. Tekjur sveitarfélagsins dragast saman, nema sú þróun verði stöðvuð. Fastir kostnaðarliðir við rekstur bæjarins og viðhald eigna taka alla þá fjármuni sem til ráðstöfunar eru. Það er því fyrirsjáanlegt að aftur þarf að fara í lántökur vegna framkvæmda sem nauðsynlegar eru. Uppstokkunar er þörf, nýrrar sóknar og nýrra leiða. Mörg brýn úrlausnarefni bíða eins og húsnæðismál Grunnskólans á Ísafirði og bætt þjónusta við aldraða, svo tekin séu tvö dæmi af stórum málum sem beðið hafa allt of lengi á teikniborðum og í nefndum ráðandi afla í bænum. Það er þörf á nýrri forystu.

Blómlegt mannlíf byggir á traustum atvinnuháttum. Í Ísafjarðarbæ eru rekin öflug fyrirtæki í sjávarútvegi og iðnaði. Þau þarf að efla og styðja um leið og við leitum nýrra leiða til að auka fjölbreytni og þjónustu sem í boði er. Það er hlutverk þeirra sem stýra sveitarfélaginu að tryggja íbúunum þá þjónustu sem nauðsynleg er í nútíma samfélagi. En forystumenn sveitarfélagsins verða líka að veita fólkinu og byggðarlaginu þá forystu og festu gagnvart stjórnvöldum sem nauðsynleg er. Forystuafl Vestfjarða, höfuðstaður og stærsta sveitarfélag er ekki ölmusuþegi á jötu ríksisins, heldur byggðarlag sem hefur mikilvægt hlutverk á landsvísu í öllu tilliti. Við skulum því koma fram af reisn og stolti fyrir hönd okkar byggðarlags, setja fram sanngjarnar kröfur og fylgja þeim fast eftir. Við eigum okkar rétt og það er heilög skylda þeirra sem standa í forsvari Ísafjarðarbæjar að standa á þessum rétti.

Sá sem þetta ritar býður sig fram í prófkjöri Í-listans næsta laugardag. Ég býð fram krafta mína til að vinna Ísafjarðarbæ og íbúum þess heill á næstu árum. Vonandi eigum við samleið á þeirri vegferð. Stöndum saman og látum verkin tala.

Sigurður Pétursson.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli