Frétt

| 22.11.2001 | 10:09Enn púður í Samfylkingunni

Ég hef að jafnaði reynt að forðast að fjalla um flokkapólitík hér á vefnum. Á því ætla ég nú að gera undantekningu. Bróðir minn Stefán Hrafn Hagalín ritaði grein hér á vefinn í gær um landsfund Samfylkingarinnar og gaf samkomunni þá einkunn að vera ?skátamót nýfermdra.? Ennfremur varð honum tíðrætt um sundurlyndi flokksmanna. Stefáni vini mínum er margt til lista lagt og hefur verið bæði framsækinn og markheppinn. En í þessum pistli átti hann nokkur feilskot.
Samfylkingin kom býsna vel undan fyrsta reglulega landsfundi sínum. Gengi flokksins í skoðanakönnunum hefur sannarlega ekki verið uppá marga fiska að undanförnu og spjót manna - utan og innan flokksins - hafa oft að ósekju beinst að forystunni.

Landsfundur sýndi svo ekki verður um villst að það er enn feykimikið púður í þessari stjórnmálahreyfingu. Þrótturinn í málefnastarfinu var mikill og að mínu mati tókust menn viturlega á. Í það minnsta styrktist tiltrú mín á atgerfi flokksmanna til mikilla muna. Samfylkingin á bersýnilega mikið inni. Frá stofnun flokksins hefur verið lögð ofuráhersla á málefnavinnu til framtíðar. Meðan bæði forystusveitin og fótgönguliðar hafa verið uppteknir við að greina og móta þá stefnu sem þeir telja duga Íslendingum best hafa poppúlistar stundum náð meiri athygli um stundarsakir sem getur auðvitað haft áhrif á skoðanakannanir dagsins. Ef flokkurinn ber gæfu til að veita sjálfum sér bráðnauðsynlegan vinnufrið til að vinna málefnavinnuna áfram; til að mynda í Evrópumálum, lýðræðismálum og auðlindamálum er ég sannfærður að hann fær að njóta þess þegar fram í sækir.

Samfylkingunni hefur verið legið á hálsi að þora ekki að taka afdráttarlausa stefnu í erfiðum málum. Kannski hefur eitthvað verið til í þessari gagnrýni. En ekki lengur. Stóra málið á þessum fundi var Evrópumálið og þar tók Samfylkingin afdráttarlausa forystu. Formaður flokksins lýsti því yfir að hann telur kosti aðildar að Evrópusambandinu vega þyngra enn gallana. Ennfremur ákvað fundurinn að leggja það fyrir alla flokksmenn á næsta ári hvort þeir séu formanninum sammála.

Þessi aðferðafræði flokksins byggir á málamiðlun sem flokksmenn komu sér saman um á landsfundinum. Það ber ekki vott um bullandi ágreining eins og félagi Stefán heldur fram, heldur ber það vott um að flokksmenn beri virðingu fyrir hver öðrum til að tryggja að allar raddir fái að hljóma áður en gengið er til endanlegra kosninga. Flokkurinn stendur sterkari á eftir.

bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli