Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 18.10.2005 | 16:00Eindrægni um nýja forystu

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins nú um helgina var öflugur, endurspeglaði samhentan flokk og eindreginn stuðning við nýja forystu flokksins. Fundurinn var árétting á sterkri stöðu Sjálfstæðisflokksins, nú þegar Davíð Oddsson lætur af formennsku í flokknum. Kom það bæði fram í eindrægni og einhug á fundinum og í góðum samhljóm í stefnumótun flokksins. Bak þessum Landsfundi göngum við Sjálfstæðismenn því vígreifir og keikir til þeirra verkefna sem eru framundan.

Ýmsir höfðu spáð því að hjaðningavíg myndu hefjast í Sjálfstæðisflokknum þegar svo öflugur leiðtogi sem Davíð Oddsson kveddi hið pólitíska svið. Álitsgjafarnir í fjölmiðlunum höfðu ýmsir látið í ljósi slíkt og voru þá í sporum þess sem ort er um í kvæðinu um Jón Hrak; að falin sé í illspá hverri, ósk um hrakför sýnu verri. Allt annað gerðist. Hjá vinum okkar í Samfylkingunni, logaði flokkurinn stafna á milli í heilt ár eða meira vegna forystukjörs, herkostnaðurinn nam 10 milljónum og eftirmálar urðu heilmiklir með tilheyrandi svikabrigslum og álíka góðgæti í ofanálag. Hjá okkur fór allt vel og prúðmannlega fram. Kosningaþátttaka í forystukjörinu var mikil, sem endurspeglaði áhuga flokksmanna.

Það er ómetanlegt vegarnesti fyrir Geir H. Haarde nýjan formann, að njóta stuðnings 94% landsfundarfulltrúa. Þetta sýnir að hann hefur á sex ára varaformannsferli sínum áunnið sér mikið og gott traust fólksins í flokknum og er það að vonum. Þorgerður Kartrín fékk sömuleiðis afgerandi traust sem endurspeglar traust manna á henni og væntingar til hennar. Það var og mat manna að Kristján Þór Júlíusson hefði treyst stöðu sína á landsfundinum.

Það er ástæða til að nefna það sem nýkjörinn formaður, Geir H. Haarde sagði í ræðu sinni. Staða kvenna í flokknum hefur styrkst heilmikið. Konum í þingflokknum hefur fjölgað á kjörtímabilinu. Kona er forseti Alþingis, þingflokksformaðurinn er kona, tveir af þremur í þingflokksstjórninni eru konur, konur eru nefndarformenn í nefndum sem oft hafa verið talin hefðbundin karlasvið. Og loks er það athyglisvert að konur voru níu af þeim ellefu sem Landsfundur kaus í Miðstjórn flokksins. Þetta er mikilsvert og áréttar þá skoðun sem við höfum mörg hver í flokknum látið í ljósi; sem er viljinn til að efla og styrkja hlut kvenna í áhrifa og trúnaðarstöðum innan flokksins okkar.

Málefnalega kemur flokkurinn öflugur frá Landsfundi. Það ríkti góður tónn í umræðunum. Að sönnu voru skiptar skoðanir um marga hluti. Það er eðlilegt í svo stórum og kröftugum flokki. En á hinn bóginn ríkti ríkur vilji til þess að ná saman, komast að niðurstöðu með umræðum og atkvæðagreiðslum. Flokkurinn er því málefnalega sterkur og kröftugur.

Góður friður um sjávarútvegsmál

Það vakti mikla athygli að einhugur ríkti um ályktun Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum, að þessu sinni. Við vitum að áherslurnar okkar hafa verið mismunandi og oft verið tekist hart á. Þarna hafa líka oft á tíðum verið leidd til lykta ágreiningsefni, sem síðan hefur komið fram í lagasetningu á Alþingi. Sjálfur hef ég setið flesta fundi í sjávarútvegsnefnd Landsfundarins um árabil. Svo var og nú. Sem sjávarútvegsráðherra tók ég virkan þátt í umræðum og leit á það sem mitt hlutverk að leiða menn saman í efnislegum umræðum. Starfið í sjávarútvegnefndinni tókst líka vel. Formaður Sjávarútvegnefndar, Orri Hauksson og fundarstjóri sjávarútvegsnefndarinnar á Landsfundinum, Arnar Sigurmundsson í Vestmannaeyjum, hélt frábærlega utan um verkefni sitt, ásamt öðrum Eyjamanni, Herði Óskarssyni. Fundurinn mótaðist síðan af ríkum vilja til þess að ná saman í málflokki sem þar sem oft hafa verið deiluefni. Menn höfðu á orði að langt væri síðan að menn hefðu komið skælbrosandi og skellihlæjandi frá fundi í Sjávarútvegsnefnd !!

Kjarni málsins

En kjarni málsins er þessi. Landsfundurinn okkar tókst vel. Við göngum vígreif til frekari átaka og verkefna. Við höfum gott og gagnlegt umboð frá félögum okkar; fólki af öllu landinu, ungum sem öldnum, konum og körlum og úr öllum stéttum samfélagsins. Sá breiði hópur, Sjálfstæðismenn um land allt, hafa lagt línurnar, mótað stefnuna og stillt upp til átaka í þágu stefnumála okkar á næstunni.

Einar K. Guðfinnssonekg.is


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli