Frétt

Stakkur 41. tbl. 2005 | 12.10.2005 | 09:12Reykjavíkurflugvöllur – umræða á villigötum!

Það eru ótvíræðir hagsmunir Vestfirðinga að flugsamgöngur við höfuðborg Íslands séu góðar. Fjarlægðin er of mikil til þess að hægt sé að treysta á bíla og vegi. Í Reykjavík er miðstöð stjórnsýslunnar hérlendis. Alþingi situr í höfuðborginni og þar er Hæstiréttur, æðsti dómstóll ríkisins. Reykvíkingar skilja þessa staðreynd engan veginn. Fleira kemur til. Nýlega voru niðurstöður samkeppni um hátæknisjúkrahús í Reykjavík kynntar. Því er ætlað að þjóna landsmönnum öllum. Hvernig á að koma sjúklingum utan af landi til Reykjavíkur ef enginn er flugvöllurinn?

Það virðast gleymdir hagsmunir Reykvíkinga að höfuðborg þjóni landsmönnum öllum. Óþægindi eru fylgifiskur þjónustuskyldu höfuðborgar við alla íbúa Íslands. Samið hefur verið um tilvist Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni til ársins 2024 og ástæðulaust er að breyta því. Hvað hefur breyst frá því samningar borgarstjóra og samgönguráðherra voru undirritaðir?

Ofríki borgarstjórnar Reykjavíkurlistans ríður ekki við einteyming. Flugvöllurinn skal burt óháð samningum og loforðum. Hvernig á að koma sjúkum og særðum á nýja hátæknisjúkrahúsið? Með því að byggja nýjan flugvöll upp í Mosfellssveit? Hve lengi fær hann að vera í friði? Hugmyndin um flugvöll á Lönguskerjum í Skerjafirði er afleit. Staðhæfing um að hvergi séu flugvellir í borgum dettur um sjálfa sig sé litið á kort af London. London City Airport er stutt frá miðborginni. Ekki er þar stöðug umræða um að flytja flugvöllinn burt, þrátt fyrir hryðjuverkaógn og reyndar mikla umferð. Það gleymist að milli 400 og 500 manns hafa atvinnu tengda flugvellinum í Reykjavík.

Umræðan um hvað skuli taka við er mjög ómarkviss. Yfirgnæfandi líkur eru á því að eina skynsamlega lausnin þegar Reykjavíkurflugvelli verður lokað fyrir umferð 2024 sé sú að flytja flugstarfsemina til Keflavíkurflugvallar. Búast má við að hluti núverandi starfsemi leggist af. Innanlandsflug mun dragast verulega saman. Lítil skynsemi er fólgin í því, að byggja flugvöll í Mosfellssveit all nokkru yfir sjávarmáli.

Burtséð frá töpuðum störfum og skertri þjónustu við þá er sækja til Reykjavíkur vegna samskipta við ríkisvaldið er eitt mikilvægt atriði óleyst. Það er sjúkraflug til nýs hátæknisjúkrahúss. Hvernig á að leysa það? Með þyrlupalli? Gott og vel. Þá þarf nokkrar þyrlur. Þær kosta meira og eru vandmeðfarnari en venjulegar flugvélar. Þessari spurningu er ósvarað og reyndar virðist henni ýtt til hliðar.

Þeim er mörgum ósvarað spurningunum varðandi þau kaflaskil sem verða þegar Reykjavíkurflugvöllur verður lagður af. Mættum við fá að heyra svör af munni þeirra sem ætla að stjórna sveitarfélaginu Reykjavík.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli