Frétt

bb.is | 30.08.2005 | 13:36Stutt stopp á Spáni hjá Michael Owen

Michael Owen.
Michael Owen.
Fyrir ári síðan tók Michael Owen ákvörðun um að yfirgefa þægindin og öryggið hjá Liverpool og ganga til liðs við Real Madrid. Owen sagði að metnaður sinn og hungur í titla væri ástæða þess að hann vildi yfirgefa Liverpool, sem honum fannst stöðugt ná lakari árangri en efni stæðu til, og ganga til liðs við David Beckham og félaga í Madrid. Hann er hins vegar kominn aftur til Englands eftir einungis 12 mánaða dvöl og er genginn til liðs við Newcastle. Simon Baskett pistlahöfundur hjá Rueters rekur hér ástæður þess að vera hans á Spáni var svona stutt.

Tólf mánuðum síðar hefur Liverpool unnið Meistaradeild Evrópu í fimmta skiptið, Real Madrid gengið í gegnum enn eitt tímabil án þess að vinna eitt eða neitt, og framherji enska landsliðsins er á leiðinni til Newcastle sem hefur ekki unnið ensku deildina síðan árið 1927 og er sem stendur í næst neðsta sæti úrvalsdeildarinnar og hefur ekki skorað mark í fjórum fyrstu leikjum sínum.

Þrátt fyrir að vera einn besti markaskorari í heimi hefur Owen ákveðið að binda endi á stutta Spánardvöl sína þar sem markaskorunin ein er stundum ekki nóg til þess að skara fram úr hjá liðum eins og Real Madrid. Þegar hann gekk til liðs við Real fyrir 12 milljónir evra var hann kynntur til sögunnar sem nýjasta hetja liðsins, en hlutirnir eru fljótir að breytast í Madrid.

Eins og þeir vita sem hafa fylgst með fótbolta undanfarin ár þá hafa forráðamenn Real Madrid lagt það í vana sinn að kaupa til liðsins að minnsta kosti eina stórstjörnu fyrir hvert tímabil. Þegar forráðamenn liðsins höfðu samband við Liverpool til þess að kaupa Owen var það í hálfgerðu fáti þar sem ekkert hafði gengið um sumarið að fá til liðsins stjörnuleikmenn líkt og tekist hafði árin á undan með kaupum á köppum eins og Figo, Beckham, Zidane og Ronaldo. Patrick Vieira og Samuel Eto höfðu gengið liðinu úr greipum svo þeir fengu Owen til þess að samþykkja flutning yfir til Madrid til þess að viðhalda hefðinni um a.m.k. einn nýjan stjörnuleikmann á ári. Owen var því fenginn til liðsins á mettíma til þess að fela vandræðagang liðsins á leikmannamarkaðinum, að fá knattspyrnumann ársins 2001 til liðsins á útsöluverði var tilvalin leið til þess að dreifa athygli óþreyjufullra stuðningsmanna.

Ólíkt forverum sínum sem gengu beint inn í byrjunarlið Real Madrid þurfti Michael Owen að vinna á mörgum hindrunum áður en hann náði inn í byrjunarlið liðsins. Jose Antonio Camacho knattspyrnustjóri Real Madrid hafði vonast eftir því að forráðamenn liðsins myndu útvega honum varnarsinnaðan miðjumann en hann fékk Michael Owen í staðinn sem fór því beint á varamannabekkinn.

Með þrautseigju og mikilli vinnu náði Owen að sína hvað í sér býr og þegar tímabilið var hálfnað var Owen með betri tölfræði en Raul og Ronaldo. Tvo síðustu mánuði sína hjá Real náði Owen að festa sig í sessi í byrjunarliði Madridarliðsins og endaði tímabilið með 16 mörk, en Real Madrid vann engan titil á tímabilinu og forráðamenn liðsins voru ekki sáttir.

Barcelona vann titilinn næsta örugglega með glæsilegum sóknarbolta sem byggðist í kringum Ronaldinho á meðan Real náði að bjarga tímabilinu með því að taka upp leikaðferð sem byggðist á skyndisóknum að ítölskum hætti. Það er spilamennska sem Perez forseta félagsins og stuðningsmönnum líkar ekki.

Perez er því ákveðinn að Real Madrid verði ekki eftirbátur erkifjendanna í Barcelona á næsta ári, hvort sem um er að ræða skemmtanagildi inni á vellinum eða sæti á stigatöflunni. Hann fékk því til liðs við félagið tvo Brasilíumenn sem eiga að hjálpa Real í þessari samkeppni við Barcelona. Koma Brassanna tveggja heldur betur þrumaði Owen úr byrjunarliðinu og var hann orðinn 5. valkostur Luxemburgo knattspyrnustjóra í framlínu Real Madrid.

Það liggur ekki nokkur vafi á því að Michael Owen er markaskorari í heimsklassa, hann hefur sýnt það bæði með félagsliðum sínum og enska landsliðinu. Það er hins vegar ekki nóg á Bernabau þar sem knattspyrnan snýst ekki aðeins um mörk heldur líka glæsileg tilþrif. Þar hefur Robinho vinninginn yfir Owen þar sem hann með sínum skærum og brellum getur heillað áhorfendur uppúr skónum.

Ólíkt David Beckham, þá lætur Owen lítið fyrir sér fara á opinberum vettvangi. Hann er hvorki nægilega mikið í kastljósi fjölmiðla né nógu öflugt markaðsafl til þess að það réttlæti að forráðamenn Real Madrid geti réttlætt það að honum sé haldið innan liðsins hvað sem það kostar.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli