Frétt

mbl.is | 29.08.2005 | 14:54Kraftur Katrínu eykst yfir New Orleans

Íbúar í New Orleans hafa verið að undirbúa sig í allan dag við að takast á við fellibylinn Katrínu, sem búist er við að fari yfir borgina í dag. Hundruð þúsundir íbúa hafa yfirgefið heimili sín og ýmist yfirgefið borgina eða leitað skjóls í húsum yfir sjávarmáli. Þakplötur fuku af Superdome íþróttaleikvanginum, en þangað höfðu um 9000 leitað skjóls, í veðurofsanum fyrir skömmu. Óttast er að varnargarðar, sem eru í kringum borgina, bresti og geti tekið allt að hálft ár að dæla vatni á brott af götum borgarinnar. Borgarstjóri New Orleans telur að 85% borgarbúa hafi hlýtt fyrirmælum hans og yfirgefið borgina.

Þrátt fyrir að styrkur fellibylsins hafi farið niður um einn flokk og sé nú 4, var vindhraðinn um 250 kílómetrar á klukkustund þegar hann skall á ströndum landsins um klukkan 10 að íslenskum tíma í morgun. Að sögn veðurfræðinga í Bandaríkjunum eru fellibyljir óútreiknanlegir. Megi allt eins búast við því að kraftur fellibylsins aukist enn þegar líður á dag.

Fátækustu íbúar borgarinnar sem ekki hafa átt kost á að yfirgefa borgina hafa leitað skjóls í Superdome íþróttaleikvanginum, sem alla jafna hýsir fótboltalið borgarinnar, Saint’s. Þar eru nú um 9000 manns. Rafmagn fór af íþróttaleikvanginum klukkan 5:02 í nótt. Vararafall fór fljótlega af stað og veitir hann þeim smávegis birtu, sem leitað hafa skjóls á leikvanginum. Hann hefur hins vegar ekki afl til að keyra loftræstingu á staðnum. Vindhraði er að aukast mikið í borginni og fyrir stundu rifnuðu nokkrar þakplötur af leikvanginum.

Að sögn Chenel Lagarde, talsmann orkuveitu borgarinnar, eru um 370.000 íbúar í suðausturhluta borgarinnar án rafmagns.

Íbúar borgarinnar líta komu fellibylsins mismunandi augum. Josephine Elow, 73 ára hóteleigandi í franska hluta New Orleans, sagði, eftir að hún þurfti að leggjast með bakið þétt upp að svalahurð til varnar því að vindhviðurnar þeyttu henni upp á meðan starfsmaður hótelsins negldi hana niður, sagði þetta ekki lífshættulegt ástand. Standi Guð að baki borgurunum. Steven Grades, 22 ára og einn þeirra sem dvaldi á íþróttaleikvanginum, sagðist hins vegar fremur vilja fylgjast með veðurofsanum og áhrifum hans en nokkurri kvikmynd.

Um hádegisbil, að íslenskum tíma, í dag var veðurofsinn þegar orðinn svo mikill að rigning féll ekki að ofan heldur frá hlið og þeyttust hlutir allt að 31 metra upp í loft. Ray Nagin, borgarstjóri New Orleans, taldi líklegt að 85% allra íbúa borgarinnar hafi hlýtt fyrirmælum hans og komið sér í öruggt skjól.

Terry Ebbert, yfirmaður öryggismála í New Orleans, sagði yfir 4000 þjóðvarðliða í Memphis í Tennesee og muni þeir aðstoða við löggæslustörf og björgunaraðgerðir í New Orleans.

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli