Frétt

| 18.10.2001 | 10:48Stóðhestar hafa hlutverki að gegna

Þrír af leikendunum: Úlfur Þór, Ásgerður og Páll Gunnar.
Þrír af leikendunum: Úlfur Þór, Ásgerður og Páll Gunnar.
Stæltir stóðhestar eru nú á lokaspretti æfinga hjá Litla leikklúbbnum á Ísafirði en frumsýning verður á föstudag eftir rúma viku. Þetta er gamanleikur sem fjallar um sex atvinnulausa karlmenn og aðferðir þeirra við að afla sér lífsviðurværis. Ef til vill gefur nafn leiksins eitthvað til kynna í þeim efnum. Stóðhestarnir eru meðal vinsælustu leikrita nýsjálenskrar leiklistarsögu og hafa m.a. farið sigurför víða um Evrópu. Má þar nefna að í Bretlandi var þetta verk eitt af þeim allra vinsælustu í fjögur ár eftir frumsýninguna á fyrri hluta síðasta áratugar.
Leikendur í Stæltum stóðhestum eru átta talsins en auk þeirra hefur á þriðja tug fólks komið við sögu í undirbúningnum. Leikstjóri er Elfar Logi Hannesson frá Bíldudal. Logi er vel menntaður í list sinni en hann brautskráðist frá Kómedíulistarskólanum í Kaupmannahöfn árið 1997. Hann hefur komið víða við á þeim árum sem síðan eru liðin og líklega þekkja hann flestir frá því að hann var kynnir Morgunsjónvarps barnanna 1997-98. Hann lék í kvikmyndinni Fiasko og hefur verið með útvarpsþætti. Meðal verka sem hann hefur leikið í eru Einstök uppgötvun hjá Möguleikhúsinu, raddskúlptúrinn Ævintýr eftir Magnús Pálsson, Kómedía ópus eitt og Leikur án orða eftir Samuel Beckett hjá Kómedíuleikhúsinu. Af leikstjórnarverkum Loga má nefna Hamskiptin eftir Franz Kafka, Skvaldur eftir Michael Frayn, Trúðaskólann eftir Fredrik Karl Weachter, Fuglinn í fjörunni eftir David Wood, Stræti eftir Jim Cartwright og Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson. Logi hefur auk þess leikstýrt ýmsum götuleikhúsum og leikhópum. Síðastliðin þrjú sumur hefur hann verið leikstjóri Morrans á Ísafirði.

Framtíðarleiksalur Litla leikklúbbsins í Edinborgarhúsinu á Ísafirði er ekki ennþá orðinn nothæfur þótt verkinu þar miði örugglega. Að þessu sinni fékk félagið afnot af stóra salnum í Sindragötu 11 sem er rúmgóður en mjög hrár. Því fylgja bæði miklir kostir og miklir gallar sem telja verður að leikstjóranum og leikmyndasmiðum hafi tekist að nýta til hins ýtrasta. Formaður Litla leikklúbbsins, Ingigerður Stefánsdóttir, orðar það svo, að þegar öllu sé á botninn hvolft megi segja að húsið og leikritið hæfi hvort öðru ágætlega.

Leikendurnir átta í Stæltum stóðhestum eru (í margfrægri stafrófsröð):

Ásgerður Bergsdóttir
Friðrik Stefánsson
Gunnsteinn Sigurðsson
Páll Gunnar Loftsson
Unnar Þór Reynisson
Úlfur Þór Úlfarsson
Viðar Örn Sveinbjörnsson
Þröstur Ólafsson

Aðstoðarleikstjóri er Ester Ösp Guðjónsdóttir en dansmennt í leiknum er undir stjórn Evu Friðþjófsdóttur. Frumsýningin verður föstudaginn 26. október en aðrar sýningar verða á föstudögum og sunnudögum í nóvember. Forsala aðgöngumiða er í síma 691 0383 og veittir eru afslættir fyrir hópa.

Sitthvað í leiknum er á þann veg að hann er ekki við barna hæfi. Af einhverjum ástæðum eru ýmis fleyg ummæli tilfærð í leikskránni og öll með svipuðum undirtón. Dæmi:

Allir leikarar eru vændiskonur. Við seljum líkama okkar hæstbjóðanda.
William Holden

Það líkamlega er það sem vekur áhuga minn fyrst. Hver sá, sem segir að fyrstu hughrifin milli karls og konu séu ekki líkamlegs eðlis er lygari.
Lana Turner

Það er löng hefð fyrir því í breskum försum að menn missi niðrum sig buxurnar. Það er saklaust grín og fær alltaf mikinn hlátur.
John Cleese

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli