Frétt

| 06.10.2001 | 09:39Iðrun dugir ekki ef ólætin...

Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst tóku tæplega 15 manns þátt í óspektunum um síðustu helgi. Um er að ræða unga menn á aldrinum 18-25 ára en flestir eru þeir um tvítugt. Upphaf óspektanna má rekja til þess að á fimmtudag mættu nokkrir þeirra hjá sýslumanninum á Patreksfirði, ýmist sem sakborningar eða vitni vegna atviks sem varð í bænum um verslunarmannahelgina í fyrra. Um tugur félaga þeirra slóst með í för vestur. Eins og kunnugt er stóð þessi hópur fyrir talsverðum óspektum í bænum um helgina, braut m.a. nokkur umferðarskilti og mölvaði rúður í bifreið. Í kjölfarið var boðað til almenns borgarafundar en á hann mættu um 200 manns, tæplega þriðjungur bæjarbúa.
Flestir þeirra sem tóku til máls á fundinum voru sammála um að forvarnir við slíkum atburðum byrjuðu á heimilinu. Nauðsynlegt væri að foreldrar sæju til þess að börn og unglingar virtu útivistarreglur en á því hefði verið talsverður misbrestur.

Nokkrir töldu að of mikið væri gert úr atburðum síðustu helgar. Aðrir bentuá að hin mikla mæting á borgarafundinn, um 200 manns, væri til marks um að bæjarbúar teldu fulla þörf á að ræða málin til hlítar.

Viðvarandi vandamál

Jón B.G. Jónsson, bæjarfulltrúi sagði að ástandið ætti sér ekki upphaf um síðustu helgi. Þetta hefði verið viðvarandi vandamál síðustu misseri. Hann sagði að á Patreksfirði væri tekið alltof létt á áfengisneyslu en það væri reyndar vandamál víða. "Það er ekkert náttúrulögmál að unglingar séu farnir að neyta áfengis löngu áður en sjálfræðisaldri er náð. Áfengið á mjög stóran þátt í þeim óspektum sem hér hafa verið síðustu misseri. Það er mjög mikið á ábyrgð okkar foreldranna. Forvarnastarfið þarf að fara fram inni á heimilunum."

Haukur Már Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, sagði að umræðuefni fundarins væri vandi nokkurra ungmenna sem því miður hefðu farið út af sporinu en væru ekki verr úr garði gerð en önnur ungmenni. Gerðir þeirra hafi hins vegar mikið verið ræddar og þung orð verið látin falla. "Gerendur í þessu máli eru í dag orðnir þolendur. Þeir eru orðnir þolendur umræðu sem er komin út fyrir eðlileg mörk. Við skulum líka hafa það hugfast að þessir einstaklingar eiga sér aðstandendur sem hafa legið undir ámæli fyrir að eiga þessi börn." Haukur Már greindi frá því að skömmu fyrir fundinn hafi einn þeirra sem tók þátt í óspektunum hringt í sig og beðið sig að koma á framfæri afsökunarbeiðni til íbúa Patreksfjarðar. Gerðir hans hafi verið óskiljanlegar og óafsakanlegar og að félögum hans liði illa yfir þessu.

"Menn verða að sjá hlutina í réttu ljósi," sagði Þórólfur Halldórsson sýslumaður á Patreksfirði. Hér væri ekki um að ræða unglinga heldur unga menn. Lög hefðu verið brotin og eignir bæjarbúa skemmdar og það væri eðlilegt að íbúarnir væru uggandi yfir ástandinu. Varðandi afsökunarbeiðni eins gerendanna sagðist hann fremur hafa kosið að þeir hefðu hringt í lögregluna og gefið sig fram og þannig hjálpað til við að upplýsa málið.

Haukur Már sagði að sú staðreynd að umræddur piltur hefði hringt í sig en ekki lögregluna sýndi að trúnaðarbrestur væri milli lögreglunnar og þessara ungu manna.

Drykkjulæti raska svefnfriði

Á fundinum var því lýst hvernig drykkjulæti hefðu ítrekað raskað ró íbúanna og gesta á tjaldsvæðum bæjarins. Erla Hafliðadóttir, sem rekið hefur gistihús í bænum í yfir tuttugu ár, sagði að síðastliðin tvö ár hefði það varla brugðist að um helgar væri svefnfriði gesta sinna raskað vegna drykkjuláta. Svefnfriður hefði verið eitt af því fáa sem hún hefði getað boðið gestum sínum upp á. Varðandi atburði síðustu helgar sagði hún að ekki dygði fyrir mennina að biðjast afsökunar og fyrirgefningar. "Það verður að komast inn hjá þeim að svo lengi er hægt að biðjast fyrirgefningar að hún missi gildi sitt," sagði hún. Margir þeirra sem hér væri verið að ræða um hefðu gerst margbrotlegir.

Leif Halldórsson tók undir með Erlu og sagði að verið væri að ræða stóralvarlegt mál. "Ég keypti hérna lítið hús sem dóttir mín leigir fyrir hárgreiðslustofu. Það er búið að sparka þar niður hliði, rífa niður skilti og brjóta rennu. Maður hefur verið að reyna að skreyta bæinn fyrir jól, það var rifið niður. Þetta er ákaflega þreytandi og kemur að því að bæjarbúar fái nóg," sagði Leif.

Eitthvað að hjá yfirvaldinu

Gunnar Bjarnason gerði virðingarleysi sumra "stálpaðra skólabarna" fyrir umhverfi sínu að umtalsefni. Börnin kasti t.a.m. drasli í næsta húsagarð fremur en að setja það í ruslatunnu sem þó sé ekki langt undan. Þegar börnin eldist verði það bjórflöskurnar sem fljúgi út um bílgluggann. Á þessu yrði að taka og hann taldi lögregluna ekki alltaf hafa sýnt gott ford

bb.is | 27.10.16 | 09:37 Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með frétt Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli