Frétt

| 28.09.2001 | 09:45Eldur í Carpe diem

Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út í gærkvöldi þegar eldur kom upp í djúpsteikingarpotti í eldhúsi veitingahússins Carpe diem á 1. hæð Hótels Lindar við Rauðarárstíg. Tilkynnt var um eldinn klukkan 19:49. Eldurinn læsti sig í gufugleypi og leiddi þaðan í loftræstistokk sem liggur upp á þak hótelsins. Mbl.is greindi frá.
Hátt í hundrað gestir voru skráðir á hótelið, þar af um 20 á sjúkrahóteli Rauða krossins, en ekki var unnt að fá nákvæmar upplýsingar um heildartölu gesta í gærkvöldi. Urðu allir að yfirgefa hótelið. Strætisvagn var fenginn sem bækistöð fyrir fólkið á meðan unnið var að slökkvistörfum en farið var með 15 manns á Landspítala í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var einungis grunur um reykeitrun í einu tilfelli.

Búið var að ráða niðurlögum eldsins um tíuleytið í gærkvöldi. Ekki þótti óhætt að láta gesti gista á hótelinu í nótt og var þeim útveguð gisting á Hótel Loftleiðum og Hótel Esju en ljóst þótti að sumum yrði fundinn staður á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Fengu gestir að fara í lögreglufylgd til herbergja sinna að ná í nauðsynlegar föggur.

Verið var að djúpsteikja kjúkling þegar eldurinn kom upp. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs var enn eldur í djúpsteikingarpottinum þegar slökkvilið bar að. Greiðlega tókst að slökkva eldinn en fljótlega kom upp eldur í millilofti yfir borðsalnum sem loftstokkarnir liggja um. Kom eldurinn upp vegna hitans frá loftstokknum. Greiðlega gekk að slökkva þann eld. Hins vegar reyndist erfiðara að slökkva eldinn í loftstokknum en hann var kominn efst í stokkinn í risi hússins og í blásarabúnað í loftræstikerfi í risi. Þaðan barst síðan reykur um loftræstikerfið niður á neðri hæðir hótelsins. Slökkviliðsmenn áttu erfitt um vik vegna þrengsla en tókst að lokum að slökkva eldinn með því að dæla froðu inn í stokkinn.

Að sögn Jóns Viðars Matthíassonar varaslökkviliðsstjóra á vettvangi í gær var mikill reykur í anddyri hótelsins þegar slökkvilið bar að þannig að áhersla var lögð á að koma fólki út sem fyrst. Mestur reykur var í anddyri og á fjórðu hæð hótelsins sem hýsir sjúkrahótel Rauða krossins. Að sögn Jóns Viðars varð að reykræsta ganginn áður en hægt var að hleypa fólkinu út úr herbergjunum. "Þess vegna tók dálítinn tíma að koma sjúklingunum út. Þetta var aðallega fólk sem átti erfitt með gang þarna uppi."

Ragna Guðmundsdóttir er gestur á sjúkrahótelinu á Hótel Lind. Hún var að lesa blöðin frammi í setustofu á fjórðu hæð þegar brunabjallan fór í gang. "Við fórum strax að horfa svona og fundum ekki neitt strax en svo sáum við að reykurinn kom eins og út úr þvottaherbergi sem er uppi."

John og Rae Waller frá Ástralíu eru búin að vera að ferðast um landið en voru nú í herbergi sínu á annarri hæð að undirbúa för af landi brott í morgun. "Við heyrðum viðvörunarbjölluna hringja í um það bil fimm sekúndur, svo þagnaði hún. Þá hringdi hún einu sinni eða tvisvar og þagnaði aftur. Loks hringdi hún í kringum 10 sekúndur og þagnaði enn. Þannig að allir voru að kíkja út úr herbergjunum, spyrjandi sig hvað um væri að vera." John sagðist þá hafa fundið brunalykt sem líktist því þegar plast brennur. "Á þeirri stundu slokknaði á einhverjum ljósum og það kviknaði á neyðarlýsingunni. Á þeim tímapunkti ákváðum við að það borgaði sig að koma sér út, og í þann mund sem við gerðum það fylltist gangurinn á annarri hæð af reyk."

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli