Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 15.04.2005 | 14:05Þjóðin tortryggir sölu Símans

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Fyrir 4 árum samþykkti Alþingi lög um sölu Símans. Meginefni laganna er ákaflega stutt: Heimilt er að selja allt hlutafé ríkissjóðs í Landssíma Íslands hf. Þar með var málið úr höndum Alþingis. Formlega fer fjármálaráðherra með forræði málsins, en nefnd fjögurra ráðherra og sérstök nefnd, framkvæmdanefnd um einkavæðingu , annast framkvæmdina. Einkavæðing Landssímans var þá umdeild innan Framsóknarflokksins og er enn. Þingflokkur framsóknarmanna samþykkti söluna á sínum tíma með sérstakri bókun, og setti þar ákveðin skilyrði fyrir sölunni. Við þau skilyrði, sem lúta m.a. að uppbyggingu dreifikerfisins, verður að standa.

Mikil andstaða framsóknarmanna

Það er greinilegt að nokkurrar tortryggni gætir af hálfu almennings til sölunnar. Í síðasta mánuði birti Gallup niðurstöður könnunar um viðhorf þjóðarinnar til sölu Símans. Aðeins 42% eru hlynnt sölu en 46% eru andvíg. Aðeins einn aldurshópur er hlynntur sölu, næstyngsti hópurinn 25 - 34 ára. Í öllum aldurshópum frá 35 ára aldri og upp í 75 ára eru fleiri andvígir sölu en fylgjandi. Mest er andstaðan á aldrinum 55 - 75 ára, þar eru 57% andvíg sölu og aðeins 35% eru hlynnt.

Mikil andstaða er meðal framsóknarmanna samkvæmt könnuninni. Fyrir hvern einn sem styður sölu eru tveir sem eru andvígir, 27% framsóknarmanna styðja, en 53% eru andvígir. Aðeins stuðningsmenn Vinstri grænna eru sölunni andvígari en framsóknarmenn. Þessi niðurstaða er svipuð og kom fram í könnun sem Gallup gerði fyrir tveimur árum um sama efni fyrir þingflokk Vinstri grænna.

Þetta er áhyggjuefni fyrir okkur framsóknarmenn. Andstaða kjósenda okkar við sölu Símans er nú er sú sama og var við fjölmiðlalögin á síðasta ári. Það mál varð ekki til þess að styrkja flokkinn þegar upp var staðið, svo mikið er víst. Við getum ekki verið að ganga ítrekað gegn eindregnum vilja stuðningsmanna okkar. Við verðum að átta okkur á vilja almennings í málinu og þeim skilaboðum sem stuðningsmenn okkar eru að senda.

Sala Símans er á landsvísu stærra mál en staðarval fyrir stóriðju á Norðurlandi og í því máli er jafnmikilvægt að hafa hliðsjón af almennum vilja eins og í staðarvalinu. Þarna er ég að vísa til þess að Iðnaðarráðuneytið hefur fengið Gallup til þess að kanna afstöðu íbúanna á þremur svæðum á Norðurlandi til stóriðju. Ég er ekki að gagnrýna ráðuneytið, þvert á móti, er ég að benda á að einnig í sölu Símans eigi að horfa til viðhorfs almennings.

Hver er ávinningur almennings?

Til þess að vinna fylgi við sölu Landssímans, þarf að mínu mati að sýna fram á ávinning almennings af henni. Einkavæðingin þarf að leiða til lægra verðs eða betri þjónustu, best er að hvort tveggja gerist. Til þess að svo verði þarf að verða samkeppni á þessum markaði og uppbygging á dreifikerfinu, bæði hvað varðar gsm síma og gagnaflutninga, nái til dreifbýlisins og vegakerfisins.

Fyrir liggja nú fremur almennar yfirlýsingar stjórnvalda um uppbygginguna á fjarskiptakerfinu, m.a. með nýrri fjarskiptaáætlun sem lögð hefur verið fram. Þær yfirlýsingar þurfa að vera nákvæmari og fastbundnari. Gangi það eftir mun tiltrú almennings aukast á því að þjónustustigið muni raunverulega aukast eins og að er stefnt.

Staðan á fjarskiptamarkaðnum er í grófum dráttum sú að Síminn er með um 75% markaðshlutdeild og Og Vodafone með um fjórðung. Alger forsenda þess að einhver alvöru samkeppni geti orðið er að keppinautar Símans eigi fullan og óskoraðan aðgang að dreifikerfi Símans, en það er eina dreifikerfið sem nær um landið. Þess vegna hafa háværar raddir verið um það að skilja grunnnet Símans frá og hafa það í sér fyrirtæki.

Á þessu atriði veltur framtíð málsins að mínu mati. Ef samkeppnisaðilar Símans geta ekki nýtt grunnnet fyrirtækisins fyrir viðskiptavini sína þá verður ekki alvöru samkeppni, þá verður verðlagið hærra og þá munu allir tapa á einkavæðingunni. Nýir eigendur Símans munu örugglega taka eins hátt verð fyrir þjónustu fyrirtækisins og þeir komast upp með, sérstaklega þar sem þeir hafa þá greitt tugi milljarða króna fyrir kaupin á Símanum og auðvitað verður það viðskiptavinurinn sem fær reikninginn.

Einkavæðing sem leiðir til fákeppni og þess að okrað verður á almenningi hefur algerlega mistekist og það má ekki gerast. Þá er verr af stað farið en heima setið. Ég hugsa að tortryggni þjóðarinnar í málinu eigi rætur sínar að rekja einmitt til vantrúar á því að samkeppnin verði. Þjóðin er engan vegin sannfærð um ávinning sinn af einkavæðingunni og óttast að þurfa að borga meir en áður.

Kristinn H. Gunnarsson - kristinn.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli