Frétt

bb.is | 01.04.2005 | 13:40Snerpa býður sjónvarp með ADSL tækni

Örn tryggir sér áskrift að stafrænu sjónvarpi. Með honum á myndinni er Matthildur Helgadóttir, framkvæmdastjóri Snerpu.
Örn tryggir sér áskrift að stafrænu sjónvarpi. Með honum á myndinni er Matthildur Helgadóttir, framkvæmdastjóri Snerpu.
Samkeppni er nú hafin í endurvarpi sjónvarpsstöðva með ADSL tækni á Vestfjörðum. Internetþjónustan Snerpa ehf. á Ísafirði hefur ákveðið að bjóða endurvarp fjölmargra sjónvarpsstöðva með ADSL-tækni með svipuðum hætti og Síminn hefur boðið að undanförnu. Þetta var tilkynnt á heimasíðu Snerpu í morgun. Þetta gerist í kjölfar úrskurðar Samkeppnisstofnunar frá 11. mars um samruna Landssíma Íslands hf. og Íslenska sjónvarpsfélagsins hf. sem rekur Skjá 1. Í þeim úrskurði var Símanum gert skylt að tryggja öðrum fyrirtækjum aðgang að endabúnaði í símstöðvum sínum. Snerpa byrjar að taka við pöntunum á þjónustunni í dag sem er viku fyrr en áætlað hafði verið.

Sem kunnugt er hóf Síminn fyrir skömmu að miðla sjónvarpsefni með ADSL tækni. Hafa nokkur byggðarlög á Vestfjörðum nú aðgang að fjölda sjónvarpsstöðva með þessari tækni og var henni tekið opnum örmum af Vestfirðingum og þá sérstaklega unnendum ensku knattspyrnunnar en Skjár 1 er meðal þeirra sjónvarpsstöðva sem dreift er með þessari tækni. Fram að þessu hefur Síminn einn boðið þessa þjónustu þrátt fyrir að starfandi séu mörg internetfyrirtæki sem bjóða ADSL tengingar. Ástæðan er sú að önnur fyrirtæki hafa ekki fengið aðgang að endabúnaði í símstöðvum Símans sem nauðsynlegur er til þessara hluta.

Með úrskurði Samkeppnisstofnunar frá 11. mars var Símanum hins vegar gert skyld að veita öðrum aðgang að þessum búnaði. Í sjöunda kafla úrskurðar Samkeppnisstofnunar segir: „Landssími Íslands hf. skal veita öðrum en Íslenska sjónvarpsfélaginu hf. aðgang að dreifikerfum sínum fyrir sjónvarp og útvarp.“ Í áttunda kafla úrskurðarins segir m.a.: „Landssími Íslands hf. skal gæta þess að ADSL endabúnaður (mótald/beinir) sem ADSL þjónusta Símans afhendir með sjónvarpsþjónustu sé samhæfður Internetþjónustu allra þeirra Internetþjónustuveitna sem uppfylla málefnaleg skilyrði til að veita þjónustu yfir ADSL kerfi Landssíma Íslands hf. Þetta fyrirkomulag skal endurskoðað þegar ADSL endabúnaður fyrir sjónvarp hefur almennt verið staðlaður og í síðasta lagi 31. desember 2006.“ Þessi úrskurðarorð láta ekki mikið yfir sér en hafa þó opnað öðrum internetfyrirtækjum glufu til þess að bjóða sjónvarpssendingar.

Björn Davíðsson þróunarstjóri hjá Snerpu segir að strax og úrskurðurinn lá fyrir hófust starfsmenn Snerpu handa við að útvega nauðsynleg leyfi og búnað til endurvarps sjónvarpsstöðva. „Í sjálfu sér er þetta ekki flókið mál en hingað til hefur okkur ekki verið fært að fara þessa leið þar sem endabúnaðurinn í símstöðvunum er mjög dýr og því ofviða minni fyrirtækjum sem starfa á litlum markaði. Því var þessi úrskurður mikil tímamót fyrir okkur sem höfum verið að berjast fyrir jafnræði á markaðnum. Við ákváðum hins vegar að láta fyrirætlanir okkar ekki fara hátt því við vorum ekki vissir um árangur. Það kom hins vegar fljótt í ljós að framþróunin á þessum markaði er mjög ör og búnaður verður sífellt fullkomnari og um leið ódýrari.“

Björn segir að náðst hafi samningar við ítalska fyrirtækið Portal de Digitel TIM sem hefur að undanförnu þróað mjög fullkomna afruglara sem m.a. er hægt að nota til að horfa á fleiri en eina rás í einu. „Ítalirnir voru mjög áhugasamir að komast inn á markaðinn hér því við erum þekkt fyrir að gleypa við nýjungum. Til þess að fá sem skjótasta reynslu á sínum búnaði veittu þeir okkur ríflegan afslátt á fyrstu sendingunni. Við fengum til prufu 10 stykki í síðustu viku og afhentum þá í dag. Þeir eru allir farnir. Næstu 90 afruglararnir verða svo afhentir næstu daga. Við verðum því miður að beita gömlu reglunni, fyrstir koma fyrstir fá, en innan hálfs mánaðar ætti þarnæsta sending að berast okkur“ segir Björn.

Í miðlun Snerpu verða í fyrstu boðnar 15 stöðvar en þeim mun fjölga hratt á næstunni að sögn Björns. „Okkur var vandi á höndum þegar kom að því að velja stöðvar úr því mikla úrvali sem er í boði. Við settum okkur í upphafi þrjá markhópa. Í fyrsta lagi íþróttaáhugamenn, í öðru lagi barna- og fjölskyldumyndir og í þriðja lagi síðkvöldsrásir sem miðaðar eru við fullorðið fólk eftir að börnin eru gengin til náða. Í framhaldinu bætast svo fleiri þættir við. Einnig er gaman að segja frá því að við munum dreifa færeyska sjónvarpinu og mér skilst að aðrir íslenskir dreifingaraðilar fái ekki þá dreifingu þannig að við verðum einir með það efni. Einnig er það draumur okkar að geta fljótlega boðið aðgang að pólskum og tælenskum stöðvum og þannig getum við auðveldað okkar ágætu nýbúum að viðhalda tengslum við sitt gamla heimaland.“

Aðspurður um dreifisvæði sjónvarpsmiðlunar Snerpu segir Björn að hún nái til þeirra sveitarfélaga sem nú þegar hafa aðgang að sjónvarpi Símans með ADSL tækni þ.e. Bíldudalur, Bolungarvík, Flateyri, Patreksfjörður, Suðureyri, Súðavík, Tálknafjörður og Þingeyri. „Þá var Síminn að ljúka uppsetningu endabúnaðar á Ísafirði þannig að íbúar þar njóta strax í upphafi þessarar þjónustu okkar“, segir Björn.

Verðskrá fyrir þjónustuna hefur verið gefin út og fyrir 15 stöðvar í upphafi þarf að greiða 1.680 krónur á mánuði. Afruglarinn er lánaður áskrifendum. Stofngjald verður 3490 kr. en fyrstu 100 afruglararnir verða þó afhentir án stofngjalds. Það er örlitlu lægra gjald en Síminn er að innheimta fyrir tíu stöðvar í sinni miðlun ef marka má heimasíðu fyrirtækisins. Björn segir ekki víst að gjaldskráin hækki þrátt fyrir að stöðvum fjölgi í framtíðinni. „Flestar þessara stöðva eru ekki að innheimta gjöld á svo litlum málsvæðum eins og á Íslandi og við njótum þess“

Eins og áður sagði verður tekið á móti fyrstu pöntunum á myndlyklum í dag og er nánari upplýsingar að finna á heimasíðu Snerpu, snerpa.is. Björn hvetur væntanlega viðskiptavini til að skrá sig á heimasíðunni í stað þess að reyna að ná símasamandi við fyrirtækið. Með því gefist starfsmönnum betra rúm til þess að sinna sem flestum viðskiptavinum.

Í morgun afhentu forsvarsmenn Snerpu Erni Ingólfssyni fyrsta myndlykilinn. „Örn var sem kunnugt er fyrstur manna til að setja upp gervihnattadisk á Ísafirði og er sem slíkur brautryðjandi á þessu sviði. Því þótti okkur sjálfsagt að fá hann til þess að taka við fyrsta lyklinum“, segir Matthildur Helgadóttir framkvæmdastjóri Snerpu.

„Þetta er stór dagur fyrir okkur áhugamenn um sjónvarp. Ég hef um árabil verið áhugamaður um fjölbreytni í fjölmiðlun og var nú litinn hálfgerðu hornauga þegar ég var að koma fyrsta disknum fyrir upp undir Gleiðahjalla. Ég held að flestir hafi nú talið mig stórskrítinn en í dag eru það talin sjálfsögð mannréttindi að hafa aðgang að sem flestum miðlum og því vona ég að sem flestir grípi það tækifæri sem þeir Snerpumenn eru að bjóða í dag“, segir Örn Ingólfsson sjónvarpsáhugamaður.

hj@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli