Frétt

bb.is | 18.02.2005 | 09:00EFTA: Felur bann við endurvarpi erlendra sjónvarpsstöðva í sér viðskiptahindranir?

Endurvarpsstöð sjónvarpsstöðvanna á Arnarnesi.
Endurvarpsstöð sjónvarpsstöðvanna á Arnarnesi.
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur sent fyrirspurn til íslenskra stjórnvalda vegna ákvæðis í útvarpslögum sem bannar endurvarp erlendra sjónvarpsstöðva með UHF-tækni. Eftirlitsstofnunin telur hugsanlegt að þetta ákvæði feli í sér ólöglegar viðskiptahindranir. Útboð á UHF-rásum stendur nú fyrir dyrum og í framhaldinu gætu útsendingar hafist á stafrænu formi um land allt. Sú tækni gerir kleift að sjónvarpa mun fleiri rásum en með núverandi tækni þ.m.t. erlendum sjónvarpsstöðvum. Slíkt verður þó að bíða breytinga á útvarpslögum.

Eins og fram hefur komið í fréttum bb.is er Póst- og fjarskiptastofnun með í lokaundirbúningi útboð rása fyrir stafrænt sjónvarp á UHF tíðnisviðinu. Í fyrsta áfanga verða boðnar í heild allt að 10 UHF rásir um allt land þar með talið á Reykjavíkursvæðinu. Hverjum aðila verður þó aðeins heimilt að bjóða í tvær rásir en gert er ráð fyrir að fimm sjónvarpsrásir rúmist á einni. Forsvarsmaður tæknideildar Stöðvar 2 hefur lýst því yfir að stöðin hyggist uppfæra alla núverandi senda á landinu á einu ári yfir í stafrænt form og með því gefst tækifæri á því að fjölga til muna þeim sjónvarpsrásum sem í boði eru á landsbyggðinni. Einn hængur er þar þó á. Samkvæmt útvarpslögum er kveðið á um að „viðstöðulaust, óstytt og óbreytt endurvarp heildardagskrár erlendra sjónvarpsstöðva skal einvörðungu heimilað um þráð og/eða þráðlaust um örbylgju". Í stuttu máli þýðir þetta að verði útvarpslögum ekki breytt má ekki endurvarpa beint erlendum sjónvarpsstöðvum með UHF tíðni.

Þegar umrætt ákvæði var sett í lög var rými á þessar tíðni mjög lítið og því þótti rétta að setja skorður við því að hugsanlega gætu erlendar sjónvarpsstöðvar náð þessu tíðnisviði og þar með væri ekki pláss til útsendinga á innlendum stöðvum. Með aukinni tækni er nú hægt að endurvarpa mörgum stöðvum á hverri rás og því má segja að upphaflegar röksemdir eigi ekki við lengur. Á Faxaflóasvæðinu er fjölda erlendra sjónvarpsstöðva endurvarpað. Þar er hinsvegar notuð örbylgja og nú nýverið hóf Síminn að endurvarpa erlendum sjónvarpsstöðvum með ADSL-tækni.

Eftirlitsstofnun EFTA sendi íslenskum stjórnvöldum nýlega fyrirspurn vegna þessa lagaákvæðis. Fyrirspurn er fyrsta ferli í hugsanlegum málarekstri stofnunarinnar vegna þessa máls. Einar Hannesson sérfræðingur hjá stofnuninni staðfesti að umrædd fyrirspurn hefði verið send og að svar hafi borist frá íslenskum stjórnvöldum fyrir nokkrum dögum síðan. Einar segir að stofnunin sendi slíkar fyrirspurnir ekki að ástæðulausu heldur vegna þess að þar á bæ telji menn ástæðu til þess að skýra ákveðin mál frekar og því gefst aðildarlöndum færi á að rökstyðja tilteknar lagagreinar og hvernig þær standist þá samninga sem í gildi eru. Einar vildi ekki segja til um hvort framhald yrði á þessu máli. Ekki væri búið að fara yfir svörin sem bárust. Telji stofnunin svarið ekki fullnægjandi gæti málið haldið áfram og í versta falli endað með stefnu fyrir EFTA-dómstólnum.

Eins og áður sagði sendir eftirlitsstofnun EFTA slíkar fyrirspurnir ekki að ástæðulausu og má því álykta að stofnunin telji líkur á því að umrætt lagaákvæði feli í sér ólöglegar viðskiptahindranir. Einar Hannesson sagði að tækniframfarir væru mjög hraðar í fjarskiptatækni og því tækju lög og reglur víða sífelldum breytingum. Því væri ekki óeðlilegt að þessi lagaákvæði tækju breytingum og þar með yrði allri óvissu í þessu máli eytt.

Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að íslensk lög séu skýr hvað þetta atriði varðar. Ekki megi endurvarpa viðstöðulaust erlendum sjóvarpsdagskrám með UHF tækni og því þurfi að breyta útvarpslögum sé pólitískur vilji til þess að leyfa slíkt. Hann sagðist hinsvegar ekki hafa heyrt um slíkan áhuga.

Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytis staðfesti að umrædd fyrirspurn hefði borist frá Eftirlitsstofnun EFTA og að svar hefði nýlega verið sent til baka. Í því svari kemur m.a. fram að ekki verði séð að knýjandi þörf sé á því að viðhalda algeru banni á endurvarpi á hefðbundnum sjónvarpsrásum eftir að stafrænt sjónvarp hefur verið innleitt hér á landi. Þó þurfi að vera tryggt að ákveðinn lágmarksfjöldi sjónvarpsrása sé til staðar fyrir innlendar dagskrár. Ekki er þó í svarinu nefnt að til standi að breyta lögunum sem um ræðir.

Á meðan umrætt ákvæði útvarpslaga er í gildi geta sjónvarpsnotendur utan Faxaflóasvæðisins því ekki vænst þess að uppfærsla endurvarpa sjónvarpsstöðvanna færi þeim erlendar sjónvarpsstöðvar heim í stofu. Því munu aðeins þeir sem hafa móttökubúnað frá erlendum gervihnöttum geta náð til sín erlendum sjónvarpsstöðvum og einnig þeir sem hafa aðgang að sjónvarpi með ADSL tækni.

Pólitískt andrúmsloft er þó fljótt að breytast á Íslandi eins og dæmin sanna. Skemmst er að minnast þess þegar Skjá 1 var gert að hætta að hafa enska þuli á beinum útsendingum sínum frá enska boltanum. Skömmu síðar lögðu 15 þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram lagafrumvarp þar sem breyta skyldi því lagaákvæði. Hvort hagsmunir annarra sjónvarpsáhofenda eru jafnþungir á metunum verður að koma í ljós.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli