Frétt

bb.is | 04.02.2005 | 19:00Skýrsla verkefnisstjórnar um byggðaáætlun fyrir Vestfirði prentuð syðra án útboðs

Hluti forsíðu umrædds bæklings.
Hluti forsíðu umrædds bæklings.
Skýrsla sem verkefnisstjórn um byggðaáætlun gaf út í gær og kynnt var á fundi í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði var prentuð í Reykjavík. Ekki var leitað tilboða í verkið. Framkvæmdastjóri almennatengslafyrirtækisins Athygli, sem hafði prentumsjón með höndum, segir vinnslutímann hafa verið mjög skamman og því hafi verið leitað til prentsmiðju á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli verðkönnunar frá árinu 2003. Prentsmiðjustjóri H-prents á Ísafirði segir að auðveldlega hefði mátt vinna verkið vestra með litlum fyrirvara. Hann segir ríkisfyrirtæki sjaldan eða aldrei leita tilboða í prentun í verk hjá fyrirtækinu. Kostnaðurinn við prentun skýrslunnar liggur ekki fyrir. Eins og komið hefur fram í fréttum voru kynntar tillögur verkefnisstjórnar um byggðaáætlun fyrir Vestfirði í riti sem ber heitið Vaxtarsamningur Vestfjarða til aukinnar samkeppnishæfni og sóknar. Tillögurnar voru í riti sem dreift var á fundinum. Ritið er 80 blaðsíður að stærð.

Útgefandi þess er Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Umsjón og ábyrgð útgáfu hafði verkefnastjórn um byggðaáætlun fyrir Vestfirði. Ritstjóri er Baldur Pétursson formaður verkefnastjórnarinnar. Prentumsjón var í höndum almannatengslafyrirtækisins Athygli ehf. í Reykjavík og prentun fór fram í Svansprenti í Kópavogi. Ljósmyndir frá Vestfjörðum á forsíðu voru frá www.snorrason.is í Reykjavík.

Í skýrslunni segir m.a.: „Markmið tillögunnar er að efla Vestfirði með Ísafjarðarbæ sem kjarna stjórnsýslu, menntunnar og þjónustu. Stjórnvöld taki stefnumarkandi ákvörðun um að Ísafjörður verði byggðakjarni fyrir Vestfirði". Baldur Pétursson formaður Verkefnisstjórnarinnar segir að Athygli ehf. beri ábyrgð á prentun skýrslunnar og að stjórnin hafi ekki komið að ákvörðun um hvar skýrslan var unnin.

Valþór Hlöðversson framkvæmdastjóri Athygli ehf. segir Svansprent hafa verið falið verkefnið á grundvelli verðkönnunar sem framkvæmd var árið 2003. Þar hafi Svansprent verið lang ódýrasta fyrirtækið. Verkið hafi verið unnið á mjög skömmum tíma og því hafi ekki verið tími til að bjóða verkið út. Segir hann að þetta verklag hafi verið í fullu samráði við iðnaðarráðuneytið og Baldur Pétursson formann verkefnisstjórnarinnar. Aðspurður sagði Valþór að kostnaður við prentun skýrslunnar lægi ekki fyrir.

Á Vestfjörðum er starfandi ein prentsmiðja, H-prent á Ísafirði. Halldór Sveinbjörnsson prentsmiðjustjóri segir afar sjaldgæft að ríkisstofnanir leiti eftir tilboðum í prentverk. Eftir að hafa skoðað skýrslu verkefnisstjórnarinnar segir hann að auðveldlega hefði mátt vinna hana í sínu fyrirtæki. „Þessi skýrsla er frekar einföld í uppsetningu og því hefði verið hægt að vinna hana með mjög stuttum fyrirvara hér en því miður var ekki eftir því leitað", segir Halldór.

Hann segir það því miður mjög útbreiddan misskilning að aðeins séu starfandi prentsmiðjur á höfuðborgarsvæðinu. „Stundum hefur maður á tilfinningunni að ríkisstofnanir telji að engar iðngreinar séu stundaðar ofan Elliðaáa. Fyrirtæki á landsbyggðinni eru ekki að óska eftir verkefnum á silfurfati heldur vilja sitja við sama borð og önnur fyrirtæki. Þegar nefnd um eflingu byggðar og atvinnulífs á Vestfjörðum leitar ekki einu sinni tilboða í prentun skýrslu sinnar er hins vegar mjög langt gengið, því miður", segir Halldór Sveinbjörnsson.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli