Frétt

| 01.08.2001 | 21:12Að „axla ábyrgð“

Þá vitum við það. Sjálfstæðismenn axla ábyrgð. Davíð Oddsson sagði Kolbrúnu Bergþórsdóttur þessi tíðindi í viðtalinu þar sem hann líkti framferði Árna Johnsen við smávægilegt hnupl í Hagkaupum. Og af því forsætisráðherra er málefnalegur og rökstyður jafnan fullyrðingar sínar þá nefndi hann þrjú dæmi um Sjálfstæðismenn sem hafa „axlað ábyrgð“:

Jón G. Sólnes. Albert Guðmundsson. Árni Johnsen.
– – –

Mér tókst ekki að finna eitt einasta skjal í hausnum á mér þar sem minnst var á að Jón G. Sólnes hefði einhverntíma „axlað ábyrgð“. Hann hafði farið í þetta sérframboð í vetrarkosningunum 1979, svo mikið mundi ég, eftir að honum var sparkað úr efsta sæti á lista Sjálfstæðismanna. Hann náði ekki aftur kjöri til Alþingis og hvarf úr íslenskum stjórnmálum án þess nokkur tæki eftir því, nema kannski fáeinir gamlir vinir á Akureyri.

Svo ég fór á Borgarbókasafnið og eftir mikla leit fann hjálpsamur bókavörður það sem mig vantaði: Jón G. Sólnes segir frá viðburðaríkri og stormasamri ævi. Halldór Halldórsson blaðamaður skráði. Örn og Örlygur hf. 1984.

Ég las bókina spjalda á milli. Þetta er hressilegur pólitískur reyfari en líka ómetanleg heimild um íslenskt samfélag á áttunda áratugnum. (Nokkur stikkorð frá þeim geggjuðu árum: Óðaverðbólga, þorskastríð, Keflavíkurgöngur, Óli Jó, Vilmundur.)

Jón G. Sólnes var kraftmikill orðhákur sem olnbogaði sig að veisluborði valdsins, og raðaði í sig feitu bitunum. Hann varð formaður og framkvæmdastjóri Kröflunefndar í kjölfar þess að lífsdraumur hans um þingsæti rættist loks 1974, þegar hann var sextíu og fjögurra ára gamall. Næstu tvö árin gegndi hann jafnframt starfi útibússtjóra Landsbankans á Akureyri og má nærri geta að tómstundir hafa verið næsta stopular. Einkum var starfið í Kröflunefnd viðamikið enda virðist þingmaðurinn hafa séð um allt frá bókhaldi til samninga við verktaka, og má lesa dýrðlegar sögur um hvernig Jón G. Sólnes sneri uppá hendurnar á amerískum kapítalistum og harðsnúnum Japönum, og píndi þá til að gefa ríflegan afslátt af milljóndollarareikningum.

Jón var litinn hornauga af hinum formfasta og háttvísa Geir Hallgrímssyni (forsætisráðherra 1974-78; lánlausasti foringi Sjálfstæðismanna áður en Þorsteinn Pálsson kom til sögunnar) en fór sínu fram í Kröflunefnd í skjóli Gunnars Thoroddsen iðnaðarráðherra. Söguhetja okkar var sem sagt ekki í hópi gulldrengja Sjálfstæðisflokksins.

Jón leiddi lista Sjálfstæðismanna á Norðurlandi eystra öðru sinni í kosningunum 1978, kominn fast að sjötugu en fullur starfsorku og metnaðar. Árið eftir var enn boðað til þingkosninga og Jón G. Sólnes sýndi sannarlega ekki á sér neitt fararsnið úr efsta sætinu. En þá fóru skrýtnir hlutir að gerast.

Skömmu áður en Sjálfstæðismenn komu saman til að ganga frá framboðslistanum birtust fréttir í dagblöðum um að Jón G. Sólnes hefði bæði látið Alþingi og Kröflunefnd borga reikninga fyrir símakostnaði sínum. Þingmaðurinn hefði þannig fengið borgað tvisvar fyrir sama reikninginn.

Jón G. Sólnes maldaði í móinn. Þetta væri misskilningur. Hann ætti í raun stórfé inni hjá Kröflunefnd og hefði ætlað að jafna þetta út þegar allt yrði gert upp. Auðvitað færi hann – Jón G. Sólnes – ekki að svíkja einhverjar krónur út úr ríkissjóði. Þar að auki hefði hann verið svo óskaplega duglegur í Kröflunefndinni að það væri fásinna að refsa honum fyrir örlítinn misskilning – sem hann hefði alltaf ætlað að leiðrétta.

Jón G. Sólnes viðurkenndi aldrei að hann hefði gert neitt rangt. Hann kenndi pólitískum metnaði Halldórs Blöndal um fjaðrafokið vegna „símamálsins“ en Halldór var einn þriggja skoðunarmanna ríkisreiknings sem vöktu athygli forseta Alþingis á málinu. Halldór hafði þrisvar skipað þriðja sætið á lista Sjálfstæðismanna í Norðurlandi eystra og jafn oft endað sem varaþingmaður. Halldór gat ekki beðið lengur, sagði Jón G. Sólnes. En þetta snerist ekki bara um kynslóðaskipti í frumskóginum: Halldór var pólitískur fóstursonur Jóns gamla; heimagangur, skjólstæðingur, fóstri, vopnabróðir – vinur. Þetta var sárt.

„Satt að segja fyrirlít ég Halldór Blöndal“, segir Jón G. Sólnes, eftir að hafa rifjað upp tildrög þess að honum var hrundið úr foringjasæti Sjálfstæðismanna í kjördæminu.

Allt er þetta mikil saga og ég er Davíð Oddssyni þakklátur fyrir að hafa rifjað upp nafn Jóns G. Sólnes.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli