Frétt

Stakkur 41. tbl. 2004 | 13.10.2004 | 11:16Hver á að kenna hverjum og um hvað?

Sagt hefur verið að nútíminn sé alltaf sjálfum sér líkur. Hann verður reyndar furðu fljótt að fortíð. Það sem er líðandi stund nú í dag verður fortíð á morgun, liðinn tími, sem ekki kemur aftur og nýtist þar af leiðandi ekki til verka dagsins í dag, líðandi stundar. Seinni hluta síðustu aldar úreltist margt fljótt vegna mikillar tækniþróunar. Satt er það, að ör saga nýrrar tækni villir mörgum sýn. Við vitum reyndar ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér, enda eins gott þegar óáran dynur yfir. Bíll sem þótti góður fyrir áratug er það enn. Hann er bara ekki eins góður og þeir sem koma af færibandinu í dag, að minnsta kosti ekki eins tæknilega fullkominn. Margir trúa því reyndar að tæknin leysi margt. Það gerir hún að sjálfsögðu. Þannig fækkar störfum fólks á ýmsum sviðum. Við fólkið viljum hins vegar halda æði mörgu óbreyttu. Við viljum hafa ástand sem við þekkjum. Þannig er það í austurhluta Þýskalands, þar sem margir íbúanna sakna öryggis kommúnismans.

Kennarar eru nú í sinni fjórðu verkfallsviku. Litlu börnin, sem ekki þekktu annað en öryggi skólagöngunnar, vita að ekkert er lengur öruggt. Sá nýi og dýrkeypti lærdómur mun fylgja þeim til æviloka. Hverjar afleiðingar hans verða er ekki fyrirséð nú. En láti að líkum er hætt við að afstaða margra nemenda til skólanna hafi beðið umtalsverðan hnekki. Kennarar eru andlit skólanna út á við. Fyrir nemendum eru kennarar upphaf og endir starfs skólanna. Með þeim verja þeir mestum tíma dags síns. Þeir eru andlit skólans gagnvart nemendum sínum. Þó eru varla margir nemendur farnir að leggja fæð á kennara sína vegna verkfallsins. Fyrir kennurum er um að ræða lögmæta baráttu og verkfalli er beitt sem tæki til að knýja viðsemjandann, sveitarfélögin, til aðgerða. Þau bera fyrir sig fjárskorti. Undir það taka kennarar og kenna ríkisvaldinu um að hafa ekki ætlað nægt fé til sveitarfélaganna.

Ekki skal lagður á það dómur hér hvort satt sé. En hvorki kennarar né sveitarfélög mega gleyma því, að ríkið er ekki uppi í sænginni með þeim. Þetta eru tvíhliða viðræður, ekki þriggja manna leikur. Sveitarfélögin mega ekki og eiga ekki að nota verkfall kennara til þess breiða yfir þá staðreynd að þeir vilja ekki ganga að kröfu kennara um hærri laun og breyttan vinnutíma. Það er ekki merkileg list að kenna öðrum um það sem miður fer. Vitað er að starfsfólki skóla hefur fjölgað umtalsvert eftir að sveitarfélögin tóku við grunnskólanum. Það er fagnaðarefni að þau leggja mikinn metnað í skólahaldið. En eins og um önnur mannanna verk verður að gilda að ekki dugar að lifa upp á krít og bíða þess að einhver annar borgi brúsann. Þeir sem greiða skattana vilja borga minna en þeir gera nú og kenna ríki og sveitarfélögum um óráðsíu varðandi opinberan rekstur. Samt heimtum við meira fé til heilbrigðismála, til skóla og alls annars sem stendur huga okkar nærri hverju sinni. En þegar kemur að lokum þá verður einhver að borga. Það erum við skattgreiðendur og okkur gengur illa að sjá heildarmyndina í skíru ljósi. Alltaf má gera meira í þeim málaflokkum sem okkur er annt um. Peningana má taka af öðrum eða annarri starfsemi ríkisins. Vissulega mætti greiða kennurum hærri laun með því að draga úr úrbótum varðandi samgöngur. En viljum við það? Nei. En við viljum að börnin komist aftur í skólann og að þessu verkfalli ljúki. Værum við tilbúin að hækka laun kennara með skólagjöldum?

Svari hver fyrir sig. Sveitarfélögin hafa gert sínar fjárhagsáætlanir, sem þeim ber lögum samkvæmt að standa við. Einstaklingar telja sig ekki aflögufæra og allt er í hnút.

bb.is | 27.10.16 | 11:51 Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með frétt Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli