Frétt

mbl.is | 05.10.2004 | 08:29Halldór: Mikilvægt að takast á við endurskoðun stjórnarskrárinnar

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði í fyrstu stefnuræðu sinni, sem hann flutti á Alþingi í kvöld, að mikilvægt sé að takast á við endurskoðun stjórnarskrárinnar en það sé verkefni sem aldrei hafi með fullnægjandi hætti verið leitt til lykta. Á því þingi sem nú fari í hönd þurfi að hefja sameiginlegt starf allra flokka að endurskoðun stjórnarskrárinnar.

„Í því starfi þarf að tryggja að löggjafarstarf Alþingis geti gengið fram með eðlilegum hætti, en einnig að tryggja lýðræðislegan rétt almennings til að fá fram atkvæðagreiðslur um mál sem miklu skipta. Þá þarf að skýra betur hlutverk forseta, Alþingis og ríkisstjórnar í stjórnskipuninni. Þetta verkefni er vandasamt og miklu skiptir að þeir sem að því koma líti til þess af ábyrgð. Við þurfum líka að gæta þess að hin lýðræðislega uppbygging sé einföld og skýr, en týnist ekki í frumskógi formsatriða og formreglna," sagði Halldór.

Fram kom hjá Halldóri, að af hálfu Framkvæmdanefndar um einkavæðingu sé nú unnið að undirbúningi á sölu Landssíma Íslands hf. í samræmi við málefnasamning ríkisstjórnarinnar og fyrirliggjandi heimild Alþingis. Markaðsaðstæður séu nú taldar hagstæðar og því líklegt að ríkissjóður fái sanngjarnt og eðlilegt verð fyrir eign sína. Samhliða sé unnið að því að þjónusta við almenning á þessu sviði verði góð og dreifikerfið bætt.

Halldór sagði, að fyrir skömmu hafi verið auglýst eftir ráðgjafa við sölu Símans og stefnt sé að því að slíkur aðili verði ráðinn til verksins í nóvember á þessu ári. Hlutverk ráðgjafans verði að vinna með nefndinni að frekari undirbúningi og veita álit sitt á fyrirkomulagi sölunnar, stærð söluhluta og röð söluþátta. Þar sem þessi vinna taki nokkurn tíma sé ekki við því að búast að eiginlegt söluferli og sala hefjist fyrr en á fyrri hluta næsta árs.

Halldór sagði, að framtíðarsýn núverandi ríkisstjórnar væri skýr. „Við viljum sjá meiri fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Við viljum sjá að í byrjun næsta kjörtímabils hafi kaupmáttur ráðstöfunartekna vaxið um 50% frá því að flokkarnir hófu samstarf. Við viljum sjá íslensk fyrirtæki sem öfluga þátttakendur í alþjóðlegu atvinnulífi. Við viljum sjá aukna erlenda fjárfestingu hér á landi. Við viljum taka vaxandi þátt í alþjóðasamstarfi og axla aukna ábyrgð. Við viljum fjölbreytta menntun sem gerir okkur kleift að standast vaxandi samkeppni og tileinka okkur nýjungar. Við viljum öflugt heilbrigðisog velferðarkerfi sem öryggisnet fyrir fjölskyldur okkar og komandi kynslóðir."

Halldór sagði að stefnuræðan væri flutt í skugga alvarlegs kennaraverkfalls. Stöðvun skólastarfs væri mikið áfall fyrir heimilin í landinu. Sagði Halldór, að ríkisvaldið væri ekki aðili að deilunni, enda rekstur og yfirstjórn grunnskólans í höndum sveitarfélaganna.

„Ríkið og sveitarfélögin sömdu um yfirfærslu grunnskólans. Þeirri yfirfærslu fylgdu fullnægjandi tekjustofnar. Stjórnarandstaðan hefur nú síðustu daga reynt að draga ríkisstjórnina inn í þessa deilu og sett fram þá kenningu að það sé á ábyrgð ríkisins að leysa úr ágreiningi samningsaðila. Það er ljótur leikur og mikill bjarnargreiði að vekja með því falsvonir og getur dregið úr því að samningsaðilar axli ábyrgð sína," sagði Halldór.

Sérstaða þeirra sem yngstir verða öryrkjar viðurkennd
Þá sagði Halldór, að stjórnarandstaðan og hagsmunaaðilar deildu á ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki staðið við fyrirheit við öryrkja. Staðreyndir málsins væru þær, að sérstaða þeirra sem yngstir verði öryrkjar hafi verið viðurkennd með því að tvöfalda grunnlífeyri þeirra og rúmum milljarði króna hafi verið varið til þessa verkefnis.

„Ekki nóg, ekki nóg, segir stjórnarandstaðan, og krefst frekari framlaga, og neitar að horfast í augu við umtalsverðan samfélagslegan vanda sem kann að vera að skapast vegna mikillar fjölgunar öryrkja. Halda menn að fjölgun öryrkja um 50% á sex árum segi ekki til sín í bókhaldi Tryggingastofnunar ríkisins? Halda menn að þreföldun heildarbótagreiðslna til öryrkja á jafn löngum tíma komi hvergi fram í útgjöldum ríkisins? Ætlast menn til að almenningur eða kjósendur trúi því, að einhver önnur ríkisstjórn hefði gert betur við þennan hóp? Tölurnar tala sínu máli. Þreföldun heildarbótagreiðslna til öryrkja á sex árum er meira en nokkur önnur ríkisstjórn getur státað af," sagði Halldór Ásgrímsson.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli