Frétt

| 13.07.2001 | 14:44„Kínadæmið að stórum hluta alger skandall“

Sigurður Jónsson (Búbbi) og fjölskylda eru nú búsett í St. John's, að minnsta kosti einn skólavetur.
Sigurður Jónsson (Búbbi) og fjölskylda eru nú búsett í St. John's, að minnsta kosti einn skólavetur.
Sigurður Jónsson (Búbbi yngri) skipatæknifræðingur frá Ísafirði hefur verið á faraldsfæti síðustu misserin, ýmist austanhafs eða vestan, og stöku sinnum drepið niður fæti á Íslandi á ferðum sínum á milli. Áður var hann um árabil hönnuður hjá Skipasmíðastöðinni á Ísafirði. Síðustu ár hefur hann starfað hjá ísfirska fyrirtækinu 3X-Stáli og sjálfur er hann hluthafi í dótturfyrirtæki 3X-Stáls í St. John's í Kanada. Ítarlegt viðtal er við Sigurð í Bæjarins besta í þessari viku. Kaflar úr viðtalinu fara hér á eftir.
Nú eru eiginkona Sigurðar og börnin komin vestur til St. John's þar sem fjölskyldan ætlar að búa í vetur. Undanfarna mánuði var hann sjálfur með annan fótinn í Póllandi þar sem síðasta hönd var fyrir skömmu lögð á verkefni á vegum fyrirtækisins.

Á þeim liðlega fimmtán árum sem Sigurður hefur verið meira og minna starfandi á Ísafirði í sinni grein eða í tengslum við hana, framan af í sumarfríum og með skólanum á þeim árum þegar hann stundaði nám í skipatækni í Danmörku um fjögurra ára skeið, hefur hann kynnst vel og fylgst vel með stöðu skipasmíða hérlendis og erlendis. Eins og flestir þekkja hefur þessi grein löngum barist í bökkum hérlendis og reyndar víða erlendis líka. Sigurður hefur einnig lengi haft ákveðnar skoðanir á stöðu þeirra mála og verið ófeiminn við að koma þeim á framfæri.

Hið sama gildir um atvinnumál á Vestfjörðum og þá ekki síst á Ísafirði. Þegar Sigurður starfaði hjá Skipasmíðastöðinni á Ísafirði vakti það athygli og var í fréttir fært, hvernig hann notfærði sér nýjustu tækni í skipateikningum og sýndi fram á, að á dögum Netsins skiptir í rauninni engu þó að hönnuðir að sama verkefni sitji hver á sínu horni veraldarinnar.

Fyrir nokkrum árum færði Sigurður sig frá Skipasmíðastöðinni á Ísafirði og hóf störf hjá hinu bráðunga fyrirtæki 3X-Stáli á Ísafirði, en vöxtur þess og viðgangur hefur verið ótrúlega hraður. Raunar svo mikill, að væntanlega hefur það komið stofnendum þess og forsvarsmönnum sjálfum mest á óvart. Fyrirtækið er eitt þeirra framsæknustu af hérlendum tæknifyrirtækjum og teygir anga sína víða um heim. Þar má nefna staði á fjarlægustu hornum Norður-Ameríku – Labrador og Nýfundnaland í Kanada, Oregon nyrst á vesturströnd Bandaríkjanna og Texas suður við Mexíkóflóa. Helstu viðfangsefni þess eru hönnun og smíði á verksmiðjum og vinnslulínum fyrir vinnslu sjávarafurða og þar eru ísfirsku athafnamennirnir í allra fremstu röð.

Dótturfyrirtæki var í vetur stofnað í Kanada, meðal annars með eignaraðild Sigurðar Jónssonar, og undanfarin misseri hefur hann dvalist löngum þar vestra. Verkefni hans eru fyrst og fremst hönnun og síðan umsjón með smíði á því sem hann hefur hannað.

En hvers vegna skipti hann um og fór að vinna hjá 3X-Stáli fyrir tæpum þremur árum eftir margra ára störf hjá Skipasmíðastöðinni á Ísafirði og hvað hefur hann helst fengist við þar? Í svari hans kemur glögglega fram hversu alþjóðlegur þessi vettvangur er – eitt verkefni getur teygt sig til margra landa í ýmsum heimsálfum.

„Það passaði ágætlega að færa mig yfir í næsta hús. Þetta voru strákar sem ég kannaðist ágætlega við. Ég hef mest verið í verkefnavinnu, svo sem að teikna verksmiðjur í Kanada og víðar en á milli hef ég fengið að fikta við skipaverkefni öðru hvoru. Í fyrrasumar tókum við þátt í að hanna breytingar á kanadískum rækjutogara og breyta honum í argentínskan hörpudisktogara með verksmiðju um borð frá Íslandi og Hollandi. Hluti af henni var smíðaður hér og hluti í Hollandi en síðan er hún sett niður í Póllandi. Við gerðum útboðsgögn með kanadísku fyrirtæki og sömdum við skipasmíðastöð Gdynia í Póllandi. Í janúar ákvað 3X-Stál að stofna dótturfyrirtæki í St. Johns á Nýfundnalandi. Ég kom þar inn sem hluthafi og verkefni mitt var að koma því í gang.“

Fjölskyldulífið hefur eins og vænta má verið nokkuð losaralegt við þessar aðstæður. Eiginkona og börnin hafa verið á Ísafirði en nú hefur Sigurður ákveðið að vera „einn skólavetur“ um kyrrt í St. John's með fjölskyldunni og konan hans og börnin eru fyrir nokkru farin vestur um haf.

– Skipasmíðar hérlendis og erlendis hafa verið mikið í umræðunni á undanförnum árum – eru Íslendingar að sækja vatnið yfir lækinn með því að láta smíða skip erlendis? Er verið að kaupa köttinn í sekknum með því að láta smíða skip í Chile og Kína, eins og mjög hefur verið umtalað og umdeilt? Borgar það sig í raun og veru?

„Vanda skipasmíðaiðnaðarins má sjá í mörgum löndum“, segir Sigurður. „Þessi iðngrein hefur

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli