Frétt

Bylgjan | 01.09.2004 | 14:16Skýrslunni ekki beint gegn Baugi

Skýrsla nefndar um hringamyndun er hófstillt og greinilega ekki beint gegn Baugi sem þarf líklega ekki að breyta rekstri sínum, segir stjórnarformaður fyrirtækisins. Viðbrögð stjórnarandstöðunnar við skýrslunni eru jákvæð. Samkeppnisstofnun verður skipt upp, stjórnarformanni hlutafélags verður bannað að starfa jafnframt að framkvæmdastjórn sama fyrirtækis og réttur minnihluta verður efldur samkvæmt tillögum sem viðskiptaráðherra hyggst setja í lagafrumvörp, í því skyni að auka traust á íslensku viðskiptalífi.

Þetta er byggt á niðurstöðum nefndar á vegum ríkisstjórnarinnar sem hefur gert tillögur um hvernig bregðast mætti við aukinni samþjöppun í íslensku viðskiptalífi. Nefndin telur ekki ástæðu til þess að setja sérstök lög um hringamyndun. Helsta tillagan lýtur að því að skerpa samkeppniseftirlit og lagt er til að samkeppnisyfirvöldum verði veitt heimild til að krefjast þess að fyrirtæki, sem brotið hafa gegn ákvæðum samkeppnislaga, breyti skipulagi sínu.

Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir helstu niðurstöður nefndarinnar skynsamlegar. Umræðan sé þörf um að breyta skipulagi samkeppnisyfirvalda en menn verði hins vegar að fara varlega í að veita samkeppnisyfirvöldum frekari völd varðandi skipulag fyrirtækja. Hreinn segir þetta verða að vera í samræmi við önnur lönd sem Ísland sé í samstarfi við samkvæmt EES-samningnum.

Hreinn segist ekki geta séð að verði lög byggð á tillögum nefndarinnar þurfi að breyta rekstri Baugs, en nú fari umræða um skýrsluna í hönd og muni Baugur fylgjast náið með framvindunni. Honum sýnist menn vilja vera frekar hófstilltir í þessum málum og því sé ekki ástæða til að óttast að spjótum verði beint að fyrirtækjum tengdum Baugi. Menn eru farnir að átta sig á því að ástandið hér er ekki óeðlilegt að sögn Hreins.

Viðbrögð stjórnarandstöðunnar hafa verið tiltölulega jákvæð. Samfylkingin hefur ekki talið þörf á lögum gegn hringamyndun á Íslandi og telur núverandi lög nægjanlega góð. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, er hins vegar ekki sammála því, þó hann telji ýmislegt gott í skýrslunni, enda hefur hans flokkur lagt fram tillögur um takmarkanir á eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum. Hann segir það koma sér á óvart hve alhæfingarsöm nefndin sé þegar komi að stærri málum, t.d. varðandi löggjöf gegn hringamyndun.

Ögmundur segist sakna þeirrar ráðgjafar sem hann hefði helst viljað sjá til að koma í veg fyrir samþjöppun og hringamyndun á Íslandi. Það er, að ríkisstjórnin láti af þeim áætlunum að færa stórum aðilum eignir þjóðarinnar á silfurfati. Þar kveðst Ögmundur að sjálfsögðu eiga við einkavæðinguna.

Hægt er að hlusta á viðtöl við Hrein Loftsson og Ögmund Jónasson úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli