Frétt

hrifla.is - Guðjón Ólafur Jónsson | 24.08.2004 | 21:55Dauðalistinn!?!

Guðjón Ólafur Jónsson.
Guðjón Ólafur Jónsson.
Í 143. pistli mínum sem birtist hér á heimasíðunni 23. febrúar 2004 ræddi ég um væntanlegar breytingar í ríkisstjórn í kjölfar þess að Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, yrði forsætisráðherra 15. september næstkomandi. Ítrekaði ég þar þá skoðun mína sem birst hafði í þættinum Brennidepli í Ríkissjónvarpinu kvöldinu áður að beinast lægi við að Siv Friðleifsdóttir hætti sem ráðherra þegar umhverfisráðuneytið flyttist til Sjálfstæðisflokksins og Sigríður Anna Þórðardóttir yrði ráðherra. Þessi skoðun mín byggðist einfaldlega á þeirri staðreynd að ráðuneyti Sivjar flyttist til samstarfsflokksins.

Ekki voru allir ánægðir með að ég léti í ljós með þessum hætti álit mitt á því hvað líklegast væri að gerðist við fyrrgreind tímamót. Ráðherrann sjálfur kallaði mig húskarl og einhverjir fylgismenn hans fóru um mig einhverjum miður fallegum orðum. Við því var svo sem að búast og ekkert við því að segja. Í úttektum fjölmiðla á þeim tíma kom þó fram að Siv nyti lítils trausts í Þingflokki framsóknarmanna og minnkandi stuðnings í eigin kjördæmi, auk þess sem mismikil ánægja væri með störf hennar sem ráðherra.

Allt sem ég sagði fyrir hálfu ári síðan hefur nú gengið eftir. Siv mun hætta sem ráðherra. Hvað svo sem satt var í ofangreindum úttektum þarf enginn að velkjast í vafa um að Siv væri enn ráðherra ef vilji annarra þingmanna flokksins hefði staðið til þess. Áður en Halldór Ásgrímsson gerði tillögur um skipan ráðherraembætta eftir 15. september næstkomandi hafði hann rætt við alla þingmenn flokksins og innt þá eftir afstöðu þeirra. Á grundvelli þessara viðtala var tillagan gerð. Hverju svo sem um er að kenna nutu hinir fimm ráðherrar flokksins að þessu sinni meiri stuðnings en Siv í þingflokknum. Raunar var sagt í fjölmiðlum að Siv hefði aðeins fengið greidd þrjú atkvæði af 12 til áframhaldandi setu í ráðherrastól. Niðurstaðan er einfaldlega sú að Siv naut ekki nægilegs trausts í þingflokknum og sú niðurstaða hefur ekkert með jafnréttismál að gera. Það er nefnilega ekki nóg að hrópa á torgum.

Tillaga Halldórs Ásgrímssonar um skipan ráðherraembætta naut víðtæks stuðnings í þingflokknum. Það hefðu líka verið sérkennileg en um leið auðsæ skilaboð til annarra ráðherra ef þeim hefði verið gert að rýma stól sinn fyrir Siv Friðleifsdóttur. Enn furðulegra hefði þó verið ef Kristinn H. Gunnarsson hefði stutt tillögu formannsins. Kristinn hefur leynt og ljóst unnið að því um langt skeið að koma ríkisstjórninni frá og beitt til þess öllum brögðum. Ekki minnkaði hvatvísi hans eða hefndarþorsti eftir að hann missti á skömmum tíma traust iðnaðarráðherra til að vera formaður stjórnar Byggðastofnunar og traust annarra framsóknarþingmanna til að vera þingflokksmaður. Það var hvorki skyndileg ákvörðun né andskotalaus af hálfu þingflokksins. Líklega hefði blessaður maðurinn verið á móti tillögu formannsins þótt hann hefði lagt til að Kristinn yrði sjálfur ráðherra. Kristinn H. er alltaf á móti, hefur alltaf verið á móti og verður alltaf á móti - nema kannski því að gapa ofan í fjölmiðla annað slagið. Þá er líka gott að vera á móti.

Margir voru furðu lostnir á lítt skiljanlegum viðbrögðum Sivjar við orðum mínum á sínum tíma og þótti hana setja mikið niður. Ljóst er þó að auglýsing nokkurra kvenna í flokknum í Fréttablaðinu síðastliðin þriðjudag og ekki síður ummæli nokkurra þeirra í kjölfarið urðu endanlega til að gera vonir Sivjar um frekari ráðherradóm að þessu sinni að engu. Það þarf ekki reynslumikla menn í pólitík til að sjá handbragð Sivjar og Jónínu Bjartmarz á þessari auglýsinga- og kynningarherferð sem ranglega var túlkuð sem einhver sérstök stuðningsyfirlýsing við Siv. Það var altjent örugglega ekki það sem sú síðarnefnda ætlaði og fjöldi annarra. Hvað sem því líður hafði herferðin þveröfug áhrif og styrkti augljóslega bæði formann flokksins og aðra þingmenn í þeirri ákvörðun sem síðar var tekin.

Þegar ljóst var að leikurinn var tapaður kepptust stuðningsmenn Sivjar og Jónínu við að hreyta ónotum í Árna Magnússon, félagsmálaráðherra. Það var vitanlega eingöngu gert til að skaða Árna enda um að ræða framtíðarforystumann flokksins sem margir aðrir vildu líka verða. Enginn hefur þó efast um hæfileika Árna eða dugnað hans í ráðherraembætti.

Síðan hefur það gerst að fáeinir, einkum konur, sem einhvern tímann einhvers staðar hafa orðið fyrir vonbrigðum með eigin framgang í Framsóknarflokknum vitna nú um einhverja meinta þrönga valdaklíku í flokknum sem að því er virðist eigi þar öllu lifandi og dauðu að ráða. Svo rammt hefur kveðið að þessum lýsingum að því hefur verið haldið fram að til sé einhver sérstakur dauðalisti sem menn séu settir á falli þeir í ónáð hjá þessari meintu klíku. Þeir sem halda í fullri alvöru að menn setji á blað eða slái inn í tölvu nöfn fólks með þessum hætti hafa líklega horft á of margar amerískar bíómyndir um ítölsk stjórnmál. Það er líka móðgun gagnvart almennum flokksmönnum að halda einhverju þessu líku fram. Núverandi forystufólk flokksins, hvort heldur er í einstökum félögum, kjördæmissamböndum, bæjarstjórnum, á Alþingi eða ríkisstjórn hefur allt saman verið kosið á lýðræðislegan hátt til þeirra embætta og sækir vald sitt til annarra flokksmanna. Sumir njóta þar stuðnings og aðrir ekki. Þannig er það og hefur alltaf verið. Svo kemur auðvitað dagur eftir þennan dag.

Þær árásir og hótanir sem Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, og aðrir forystumenn flokksins hafa mátt sæta á liðnum dögum af hálfu samflokksmanna sinna eru hvorki til þess fallnar að auka stuðning við flokkinn né styrkja stöðu Halldórs nú þegar hann tekur við embætti forsætisráðherra. Nú er mikilvægt að menn láti hér við sitja og slíðri sverðin. Það verður enginn heimsendir þótt Siv Friðleifsdóttir hætti sem ráðherra.

Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður.  

hrifla.is

bb.is | 27.10.16 | 09:01 Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með frétt Óboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli