Frétt

| 25.03.2000 | 12:50Sex réttir fyrir sextíu manns

Nemendur á matartæknibraut ásamt meistara sínum í veislubyrjun.
Nemendur á matartæknibraut ásamt meistara sínum í veislubyrjun.
Sextíu manns sátu hátíðar-
kvöldverð matartæknibrautar Menntaskólans á Ísafirði í gærkvöldi. Sex nemendur voru á brautinni í vetur og önnuðust þeir matreiðslu og framreiðslu í veislunni undir stjórn meistara síns og kennara, Birgis Jónssonar.
Auk þess sem veislan var prófraun á kunnáttu nemendanna undir lok þess náms sem stendur til boða í þessari grein hér vestra var hún haldin til fjáröflunar fyrir námsferð til Reykjavíkur í næstu viku. Hópurinn stóð sig með mikilli prýði enda lætur Birgir matreiðslumeistari afar vel af dugnaði og áhuga nemendanna.

Veislan hófst með fordrykk um sjöleytið en síðan voru sex réttir á borðum. Fjórir önnuðust matreiðsluna en tveir gengu um beina. Veislustjórn annaðist Birgir Jónsson af myndugleik og gamansemi. Meðal gesta má nefna Halldór Halldórsson, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, Ólaf Helga Kjartansson, formann skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði, og Björn Teitsson, skólameistara, ásamt eiginkonum.

Athygli vakti hversu fumlausir nemendurnir voru, þrátt fyrir mikið annríki. Búast mætti við því að eldhús liti út eins og eftir loftárás í lok veislu af þessu tagi en um hálfri stundu eftir að henni lauk var þar allt frágengið og tandurhreint.

Einnig vakti sjálfur matseðillinn athygli en hérlendis virðist fremur regla en undantekning að matseðlar séu útsvínaðir í stafsetningarvillum og frönskuslettum og öðrum ambögum. Matseðill matartæknibrautar í gærkvöldi var villulaus og málið á honum var (nærfellt) eðlileg íslenska en ekki útlendar vanmetakenndarslettur. Þar má nefna, að fyrsti rétturinn var kæfa skv. matseðli en ekki „paté“ eins og oftar má sjá.

Á fimmtudaginn halda nemendur matartæknibrautar í námsferð til Reykjavíkur ásamt meistara sínum og sækja þar meðal annars sýninguna Matur 2000. Farið verður í kynnisferð í Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi og fylgst með störfum fagmanna í Perlunni og Grillinu og á nokkrum fleiri af bestu veitingastöðum Reykjavíkur.

Nemendurnir sex á matartæknibraut MÍ í vetur eru þessir: Gunnlaugur Unnar Höskuldsson, Halldór Karl Valsson, Jóakim Árnason, Róbert Aron Pálmason, Trausti Már Grétarsson og Örn Valsson.

Til fróðleiks skal hér birtur matseðillinn í gærkvöldi:

Rækjukæfa á salatbeði með kavíar-sítrussósu.

Piparostagratíneraðir sniglar í kartöflu á kryddgrjónum.

Púrtvínsbætt kjötseyði með fínt skornu grænmeti.

Melónuískrap.

Innbakaðar grísalundir á sveppamauki með skógarsveppasósu, gljáðum gulrótum, spergilkáli og steiktum kartöflum.

Sykurgljáðar perur, fylltar vanilluís með hindberjasósu.

Kaffi.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli