Frétt

Leiðari 23. tbl. 2001 | 07.06.2001 | 10:59„Þó að Ægir ýfi brá, –

– auki blæinn kalda, / ei skal vægja, undan slá / eða lægja falda“. Með þessari brýningu höfundar „Stjána bláa“, hinnar ókrýndu hetju hafsins, eru sjómönnum og fjölskyldum þeirra sendar kveðjur í tilefni hátíðisdagsins, sem fram undan er.

Fullyrða má að aldrei í sögu sjómannadagsins hafi önnur eins úlfúð uppi verið í kringum sjómenn né meiri óvissa ríkt um framtíð margra þeirra og afkomu. Má þar til nefna inngrip stjórnvalda í lögboðinn rétt sjómanna til að ákveða kaup sín og kjör í frjálsum samningum; átökin um framtíð smábátasjómanna og þar með grundvöllinn að áframhaldandi byggð í fjölda sjávarplássa; stöðugan niðurskurð veiðiheimilda í „besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi“, sem komið var á til þess fyrst og síðast að vernda fiskistofna, kvótakerfið, sem ráðherrar, sérskipaðir sendimenn, já meira að segja sjálfur þjóðhöfðinginn á Bessastöðum, hafa ekki átt nógu stór orð um til að mæra í eyru útlendra.

Sjómenn hafa löngum lítt látið sér bregða þótt Ægir ýfði brá. Glímurnar við Ægi konung hafa þeir háð af þeim dug og því æðruleysi er einkennt hefur sjómannastéttina í gegnum aldir og þeim er í blóð borið. Átökin við höfuðskepnurnar hafa alltaf verið óumflýjanlegur hluti af ævi þeirra manna er kusu að leggja á djúpið. Berskjaldaðir eru þeir hins vegar fyrir þeim ólögum er yfir þá hafa dunið af mannanna völdum á þurru landi.

„Þeir einir fengu kvóta, sem til þess höfðu unnið“. Kveðja af þessu tagi til íslenskra sjómanna, sem gengu svo réttindasnauðir frá borði við upphaf kvótakerfisins, sumir hverjir eftir allt að hálfrar aldar starf á hafi úti, að þeir máttu þar eftir þann fisk einan í sjó sækja sem þeir gátu í sig og sína troðið innan veggja heimilisins, er kaldranaleg, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Og vekur umhugsun þá að er gáð hvaðan kemur.

Já, á því herrans ári 2001 er svo komið í landi voru að sjómenn tala með miklum þunga um að grípa til neyðarréttar til viðhalds aldagamalli hefð á að öngla sér björg í bú, þótt þessa stundina stangist það á við gildandi lög misviturra manna.

Ei skal vægja, undan slá – kvað Örn Arnarson. Sjómenn sækja ekki alltaf gull í greipar Ægis. Það hefur þó aldrei leitt til þess að þeir hættu sjósókn. Þess vegna verður því ekki trúað að nú verði undan slegið þótt um sinn hafi aukið blæinn kalda í garð þeirra.

Bæjarins besta óskar íslensku þjóðinni til hamingju með sjómannastéttina og hvetur til órofa samstöðu að baki hennar í baráttunni fyrir tilverurétti sínum.
s.h.


bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli