Frétt

| 17.03.2000 | 13:27Glæsivagn „með fortíð"

Ljúft er að láta sig dreyma...
Ljúft er að láta sig dreyma...
Sjö metra langur Lincoln-glæsivagn með rauðri setustofu og bar og sjónvarpi er kominn á göturnar í Ísafjarðarbæ. Bíllinn mun eiga nokkuð vafasama fortíð og var lagt hald á hann í sakamáli hérlendis fyrir tæplega hálfum öðrum áratug.
Fullt nafn bílsins er fremur langt eins og hann sjálfur: Ford Lincoln Continental Town Car. Eigandi hans er Úlfar Önundarson á Flateyri og hyggst hann leigja hann út ásamt bílstjóra. „Bíladellan hefur alltaf fylgt manni. Ég hef mest verið í jeppamennskunni en þetta má heita andhverfan við hana", segir Úlfar og lætur fylgja að þessi bíll muni vera afleitur í snjó.

„Þetta er gamall draumur. Líklega eru níu ár síðan ég falaðist fyrst eftir því að fá þennan bíl keyptan", segir Úlfar. Það var þó ekki fyrr en á síðasta hausti sem draumurinn rættist. Þá fékk hann í lið við sig bræður sína, þá Pál Önundarson á Flateyri og Barða Önundarson á Ísafirði. Bíllinn var keyptur og fluttur vestur með bíl frá Gámaþjónustu Vestfjarða og settur í hús hjá Barða að Hafrafelli í Skutulsfirði. Þar byrjuðu þeir bræður á því að rífa bílinn í spað og gerðu hann síðan upp og hafa varið til þess ómældum tíma og fjármunum. Geymslan sem bíllinn hafði verið í var ekki nógu góð og krómið var farið að skemmast. Hins vegar er bíllinn ekki ekinn nema um 100 þúsund kílómetra.

Bíll þessi mun hafa verið einhver fyrsti alvöru mafíósabíllinn á Íslandi og var lúxusinnréttingin smíðuð í hann syðra árið 1984. Tveimur árum síðan var lagt hald á hann í sakamáli og hefur hann staðið ónotaður í geymslu í Reykjavík allar götur síðan. Setustofan einkennist af rauðu plussi og þar er meðal annars bar, sjónvarp og myndbandstæki.

Hljómflutningstækin í setustofunni í bílnum eru frá 1984 eins og innréttingin. Þau eru af gerðinni Pioneer með surround-hljómi og þóttu gríðarlega flott á þeim tíma. Ætlun Úlfars er að hafa þau áfram í bílnum enda mega þau heita í stíl við hann.

Ekki er hægt að sjá inn um rúðurnar á bílnum en hins vegar er ágætt útsýni út um þær. Ekki er sundlaug meðal þæginda en skottið er meira en þrír fermetrar og mætti a.m.k. stærðarinnar vegna koma þar fyrir heitum potti. Lykillinn að skottinu var löngu týndur og þurfti að bora upp læsinguna. Úlfar segir, að í ljósi forsögu bílsins og algengrar notkunar mafíósa á farangursgeymslum skv. bíómyndum hafi verið spennandi að opna skottið og sjá hvað það hefði að geyma. Það reyndist því miður galtómt.

Stærðin á V8-mótornum í Lincolninum er í samræmi við bílinn sjálfan: Rúmtakið er 460 kúbik eða 7,5 lítrar. „Honum þykir mjög gott bensín", segir Úlfar, enda er eigin þyngd bílsins um þrjú tonn og leyfileg heildarþyngd er tæp fjögur tonn.

Ætlun Úlfars er að reyna að ná inn fyrir einhverju af kostnaðinum með því að leigja bílinn út. Í því skyni hefur hann fengið formlegt atvinnuleyfi til slíkrar starfsemi. Bílstjóri í einkennisbúningi fylgir í öllum tilvikum. Skylt er samkvæmt leyfinu að panta bílinn með fyrirvara og ákveða alla tilhögun ferðarinnar fyrirfram.

Ekki virðist óeðlilegt að fyrirtækið Rafskaut ehf. í Neðstakaupstað á Ísafirði verði meðal helstu leigutaka. Þrír menn frá fyrirtækinu höfðu setið að snæðingi efst í sjónvarpsturninum í Düsseldorf á síðasta hausti og voru á leiðinni niður, þegar sérsveit þýsku lögreglunnar í leit að mafíósum gerði áhlaup. Rafskautsmennirnir voru snúnir niður og settir í járn en voru látnir lausir þegar ekki tókst að sanna að þeir væru pólskir mafíósar.

bb.is | 29.09.16 | 07:50 Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með frétt Átta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli