Frétt

politik.is – ritstjórnrgrein | 10.04.2004 | 10:33Ráðherraveikin og ráðuneytin fjórtán

Sú umræða hefur verið uppi í þónokkurn tíma að fækka beri ráðuneytum á Íslandi og verður sú góða vísa varla of oft kveðin. Í dag eru ráðuneytin fjórtán talsins, en sumir ráðherrar hafa þann heiður að vera ráðherrar tveggja ráðuneyta. Þannig er til dæmis Davíð Oddson forsætisráðherra og ráðherra Hagstofunnar. Miðað við stærð og umsvif íslenska ríkisins telja margir að fjöldi ráðuneyta sé of mikill.

Af hverju að fækka ráðuneytunum?

En til hvers ættum við að reyna að fækka ráðuneytunum? Er það ekki þannig að með auknum fjölda ráðuneyta fáist aukin sérhæfing á þeim sviðum sem þau snúa að? Svarið er afdráttarlaust nei! Með auknum fjölda ráðuneyta fáum við síður en svo aukna sérhæfingu. Eftir því sem ráðuneytin eru fleiri, þeim mun færri starfa í hverju ráðuneyti fyrir sig og þannig eru þau verr í stakk búin til að takast á við stór og viðamikil verkefni. Í rauninni er eina ástæðan fyrir þessum mikla fjölda ráðuneyta hin svokallaða ráðherraveiki sem herjað hefur á þingmenn stjórnarflokkanna svo lengi sem elstu menn muna. Til dæmis eru engin rök fyrir því að hafa Hagstofuna sem ráðuneyti – eða muna menn kannski ekki lengur eftir því þegar Júlíus Sólnes bráðvantaði ráðherratitil og gegndi um hríð engu öðru embætti í ríkisstjórninni en embætti Hagstofuráðherra?

Það er hægt að gera ansi róttækar breytingar á fyrirkomulaginu eins og það er í dag. Þetta yrði ekki einungis til hagræðingar í daglegu starfi ráðuneytanna heldur myndi þetta líka spara útgjöld ríkisins stórlega og þannig væri fengið fjármagn til þess að reka mannsæmandi heilbrigðiskerfi eða bjóða jafnvel áfram upp á menntun á háskólastigi fyrir alla, en svo virðist sem ríkiskassinn sé ekki nægilega djúpur fyrir slíkar útópíuhugmyndir.

Hvar er hægt að taka til hendinni?

Fyrsta mál á dagskrá yrði að afnema Hagstofuna sem sérstakt ráðuneyti. Næst væri svo hægt að sameina landbúnaðar-, sjávarútvegs-, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytin í eitt atvinnumálaráðuneyti. Að lokum yrði full ástæða til að sameina samgöngu- og umhverfisráðuneyti. Þar með yrðu ráðuneytin passlega mörg eða níu talsins. Skilvirkni myndi aukast í starfi ráðuneytanna og jafnvel væri hægt að hugsa sér ráðuneyti sem öll byggðu á skýrum starfsramma regluveldispýramída í anda Webers.

Hvað gerist í haust?

Í haust er ljóst að ýmsar breytingar verða á ráðherrastólum og ríkir viss ringulreið á meðal ráðherra og þá sérstaklega í herbúðum framsóknarmanna þar sem þeir munu missa einn ráðherra á meðan að Sjálfstæðisflokkurinn hefur litlar áhyggjur þar sem þeirra ráðherrastólum mun fjölga um einn og nóg er til af þingmönnum Sjálfstæðisflokks sem hafa áhuga á ráðherrastörfum. Það er því í mínum huga líklegra að ráðuneytum muni fjölga ef eitthvað er til þess eins að friða uppgjafaráðherra. Hægt væri að hugsa sér sérstakt samskiptaráðuneyti, menningarmálaráðuneyti, íþróttaráðuneyti, að ráðherra Hagstofunnar yrði aftur að sérembætti og að kirkjumálaráðuneytið yrði klofið frá dómsmálaráðuneytinu. Þetta má þó ekki gerast, enda megum við allra síst við enn einu ráðuneytinu með illa skilgreindu starfssviði. Það er þó aldrei að vita hvað gerist þegar formaður Framsóknarflokksins fer að finna smjörþefinn af forsætisráðherrastólnum.

Hrafn Stefánsson.

Politík.is

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli