Frétt

bb.is | 12.03.2004 | 10:53Söngleikurinn Grettir fær góða dóma

Úr söngleiknum Gretti.
Úr söngleiknum Gretti.
Einn af hápunktum Sólrisuhátíðar Menntaskólans var sýning nemenda á söngleiknum Gretti eftir þá félaga Ólaf Hauk Símonarson, Þórarinn Eldjárn og Egil Ólafsson. Sýningin hefur hlotið mjög góðar undirtektir og hefur verið fullt hús á þeim fjórum sýningum sem lokið er. Hafa um fimm hundruð manns séð sýninguna. Í Morgunblaðinu í dag birtist gagnrýni á sýninguna sem Hrund Ólafsdóttir gagnrýnandi blaðsins skrifar. Í grein sinni segir hún m.a. „ Þegar Grettir var fluttur fyrir fullu húsi á þriðju sýningu var mjög ánægjulegt að sjá og heyra hve öruggir krakkarnir voru og hve fagmannlega var staðið að tónlistarflutningnum en auk vandaðs hljóðfæraleiks voru nokkrir ágætir söngvarar í hópnum.“

Þá segir Hrund einnig: „ Hvert söngatriðið á fætur öðru vakti kátínu og hrifningu en þessi vinsæli söngleikur er að mestu byggður upp á gríni, þó svo að í honum felist einnig hárbeitt ádeila á lifnaðarhætti nútímamannsins. Reyndar er það svo að þó að verkið sé samið fyrir tveimur áratugum á það jafn mikið eða meira erindi nú en þá. Sú hugmynd að láta fornkappann Gretti Ásmundarson spretta upp sem vandræðaungling í nútímanum er fyndin og skemmtileg og gengur makalaust vel upp að breyta Glámi í sjónvarpsdraug.“

Ekki var Hrund síður hrifin af frammistöðu leikaranna: „Það má hiklaust halda því fram að mesti listamaður uppfærslunnar sé Ingvar Alfreðsson en hann útsetti tónlistina og stjórnaði henni, lék í hljómsveitinni og hélt söguþræðinum saman með mjög góðum söng. Hann söng einnig og lék hlutverk Gláms svo vel að þarna fór listamaður af guðs náð eins og stundum er sagt. Í hlutverki Grettis voru tveir leikarar, Helgi Þór Arason og Haukur Sigurðsson, sem áttu auðvelt með hlutverkið og það var upplifun að hlusta á söng Helga sem hefur mikla útgeislun á sviði. Mömmuna Ásdísi lék og söng Svanhildur Garðarsdóttir, stúlka með mjög fallega söngrödd og ótvíræða leikhæfileika. Telma Björg Kristinsdóttir var sömuleiðis örugg og afslöppuð í hlutverki systur Grettis og söng einnig afar fallega. Flestir í hópnum þurftu að bregða sér í mörg hlutverk en hér skulu nefndir til sögunnar þeir Tómas Árni Jónasson, sem var mjög fyndinn í hlutverki prests, og Oddur Elíasson, sem tók Tarzan, konung apanna, snilldarlega. Hinn mikli fjöldi leikara og tónlistarfólks og annarra aðstandenda sýningarinnar má vera glaður með sitt því í heild var þetta skemmtileg kvöldstund sem leið hratt Það kæmi ekki á óvart þótt eitthvað af þessu unga fólki ætti eftir að vekja athygli á næstu árum.“

Fyrir þá sem áhuga hafa á að sjá þessa sýningu skal á það bent að ákveðnar hafa verið tvær aukasýningar. Sú fyrri er í kvöld kl.20:30 og hins síðari er á morgun kl. 15:00. Sem kunnugt er fara sýningar fram í Sundatanga við Sundahöfn. Miðapantanir eru í síma 456-5700.

hj@bb.is

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli