Frétt

Fréttablaðið | 10.03.2004 | 14:17Áhöfnin á Guðbjarti ÍS kemur saman í aðdraganda forsetakosninga

Guðbjartur ÍS í höfn á Ísafirði.
Guðbjartur ÍS í höfn á Ísafirði.
Fyrrverandi skipverjar á Guðbjarti ÍS 16 hafa ákveðið að koma saman á Ísafirði þann 3. apríl til að minnast þess að 30 ár eru liðin frá því að togarinn kom til landsins. Þá spillir ekki fyrir að þessi tímamót skuli eiga sér stað í aðdraganda forsetakosninga en áhöfnin á Guðbjarti var áhrifavaldur á sínum tíma þar sem hún sendi Vigdísi Finnbogadóttur skeyti og skoraði á hana að bjóða sig fram.

„Nafn Vigdísar var ekki komið í umræðuna þá og hún hefur staðfest það sjálf að áskorunin frá áhöfninni á Guðbjarti varð til þess að hún tók af skarið og bauð sig fram,“ segir Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar og fyrrverandi skipverji á Guðbjarti. „Þetta kom nú bara til af almennum áhuga okkar á því að lyfta forsetaembættinu á femínískan stall og stuðla að jafnrétti. Vigdís hefur sagt okkur að henni hafi fundist það mikilvægt að áskorun frá sjómönnum, af öllum, þar sem hún var starfandi leikhússtjóri. Þarna gerði hún sér grein fyrir því hversu víðtækan stuðning hún átti.“

Guðmundur segir að fyrrum skipverjar muni fara í gamalkunnar stellingar og leggjast undir feld í Tjöruhúsinu á Ísafirði til að ákveða við hvern þeim frambjóðendum, sem gefa kost á sér, þeir muni lýsa yfir stuðningi við og fagna síðan niðurstöðunni yfir kvöldverði Hótel Ísafirði. Þá útilokar Guðmundur ekki að áhöfnin muni beita sér fyrir öðru framboði öflugrar konu.

„Rannveig Rist hefur þegar verið nefnd í sambandi við forsetaframboð og hún var nú vélstjóri á Guðbjarti á námsárum. Hún hefði sko örugglega meirihluta atkvæða áhafnarinnar. Við gerum að sjálfsögðu ráð fyrir að hún mæti og finni stuðninginn. Ég er viss um tími hennar um borð Guðbjarti hafi vakið áhuga hennar á mekanískum hlutum og fullyrði það, hér og nú, að hún væri ekki forstjóri Ísal og stjórnarformaður Símans ef hún væri ekki svona mekanísk hugsun. En þessi þáttur í fari hennar tók miklum framförum meðan hún var í þessu skipsplássi.“

Guðmundur segir árshátíðir áhafna Guðbjarts hafa vakið mikla eftirtekt á árum áður. „Þetta var alltaf mjög grand. Áhöfnin hélt vel saman og skipstjórinn, Hörður Guðbjartsson, var frábær leiðtogi. Þetta voru góðir félagar, skemmtileg áhöfn og alltaf létt yfir mannskapnum. Það gekk alltaf vel og þetta var þægilegt skipsrúm.

Guðbjartur var síðan seldur úr landi þegar það var hreinsað til í togaraflotanum en í fyrra voru liðin 30 ár frá því að skipið var smíðað. Þá datt okkur of seint í hug að gera eitthvað og því ákváðum við að hóa saman gömlum skipsfélögum í ár og viljum endilega sjá sem flesta. Þannig að ég hvet alla til að koma vestur þessa helgi og njóta samverunnar og þeir fyrrverandi skipverjar sem vilja hafa áhrif á hvern frambjóðanda á styðja og fagna þessum tímamótum ættu endilega að hafa samband við undirbúningsnefndina í símum 896 3697 eða 893 2988.“

bryndis@bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli