Frétt

bb | 22.02.2004 | 00:00Tveir slæmir kostir í lífinu

Matthías Bjarnason var samgönguráðherra þegar Arnarflug sáluga byrjaði að fljúga á Hamborg. Þetta var í apríl árið 1986. Hópi fyrirmanna var að sjálfsögðu boðið í ferðina. Á meðal þeirra var ungur ritstjóri Þjóðviljans, Össur Skarphéðinsson, sem þá var að stíga sín fyrstu skref í pólitíkinni. Þeir Matthías þekktust ekkert áður. Þegar leið að kvöldi hins fyrsta ferðadags lentu þeir saman undir vegg í kokteilboði hjá þeim þýsku. Matthíasi leist strax vel á þegar strákur kvaðst vera Dýrfirðingur að uppruna og hafa verið á sjó fyrir vestan. Ekki minnkaði ánægjan yfir hinum nýja kunningja þegar í ljós kom að hann gat sopið þýska snafsa á við harðnaða vestfirska togarasjómenn. Þegar leið á kvöldið og föruneyti ráðherrans ætlaði að taka á sig náðir sagði samgönguráðherrann ekki koma til mála að spilla svo fögru vorkvöldi í Hamborg með óþarfa svefni. Hér væri hann þar að auki kominn með í hendurnar villuráfandi sál ungs Vestfirðings, sem hefði lent í klóm á kommúnistum fyrir sunnan. Kvað hann sér skylt að láta reyna á hvort ekki væri möguleiki að leiða hann aftur til réttrar trúar enda drengurinn undan heiðarlegu íhaldsfólki kominn.

Síðan þreif Matthías tvær flöskur af Bismarck-vodka undir annan arminn en tók Össur undir hinn, svipti hvoru tveggja inn í ráðherrasvítuna og skellti í lás á nef fylgdarmanna úr ráðuneytinu.

Í svítunni sátu þeir félagar svo fram undir morgun, sungu ýmist slagara að vestan eða sögðu sögur með miklum tröllahlátrum, og harðneituðu að ljúka upp hurðum þegar ráðvilltir ráðuneytismenn reyndi að fá ráðherrann til að leggjast til svefns.

Matthíasi sagðist svo frá seinna, að lengi framan af nóttu hefði hann talið sig eiga von um að snúa Össuri til réttrar áttar. Undir morgun hefði honum loks orðið ljóst að hann ætti líklega litla von um strákinn. Þá hefði heyrst mikill lúðrablástur að utan, Össur hefði svipt upp svalaglugga og þeir félagar séð lúðrasveit storma niður breiðstrætið undir þöndum lúðrum. Össur hefði þá stigið út á svalirnar og heilsað með svo miklum virðuleik að lúðrasveitin nam staðar og hóf að leika Internationalinn meðan Össur söng hástöfum með á íslensku.

Þá varð mér ljóst að þarna var gersamlega fortöpuð sál á ferðinni, sagði Matthías, sem annað hvort myndi fara í hundana eða verða leiðtogi sósíaldemókrata á Íslandi. Ég veit ekki hvort er verra!


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli