Frétt

Einar Kr. Guðfinnsson | 12.02.2004 | 13:37Saga af Jóni og séra Jóni

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Allir skulu vera jafnir fyrir lögunum. Þetta teljum við öll sjálfsagt mál og er auðvitað sjálfsagt mál. Menn eru dæmdir án hliðsjónar af efnahag, stétt eða stöðu. Þetta er grundvallaratriði sem við þurfum ekki að ræða; þetta er ágreiningslaust mál í rauninni. Án þess að það geti hafa verið ætlun nokkurs manns þá gilda þó tiltekin ákvæði í lögum um reynslulausn fanga sem í rauninni leiða til mismununar manna á grundvelli efnahags. Þess vegna hef ég nú í tvígang flutt frumvarp sem er ætlað að breyta þessu. Meðflutningsmaður minn er Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar. Í fyrra var málið rætt, því komið til þingnefndar, en var ekki lokið. Strax í haust fluttum við félagarnir málið að nýju. Brýnt er að það fái lyktir í þinginu nú, svo þetta ógeðslega misrétti sé afnumið.
Um hvað snýst málið?

En um hvað snýst þetta? Þannig er mál með vexti að hljóti einstaklingur dóm er kveðið á um það í lögum að hann getur fengið reynslulausn eftir að hafa afplánað þrjá fjórðu fangelsisvistarinnar og við sérstakar aðstæður að lokinni helmings afplánun. Raunar er það venjuhelguð regla að oftast fá menn reynslulausn út á helminginn af afplánuninni. Frá þessu er veigamikil undantekning. Hún er sú að við tilteknar skilgreindar aðstæður geta menn ekki fengið reynslulausn. Þeir þurfa að dúsa inni allan þann tíma sem dómurinn er þeir hlutu, kvað á um. Og nú skulum við koma að því hvernig þessu er háttað í löggjöfinni.

Frelsi sitt meta menn ekki til fjár

Í lögum er gerð ein undantekning frá reglunni um reynslulausn og hún er svona: „Þegar hluti fangelsisrefsingar er óskilorðsbundinn en hluti skilorðsbundinn eða þegar fangi afplánar vararefsingu fésektar verður reynslulausn hins vegar ekki veitt.“ Þetta þýðir á mæltu máli eftirfarandi, sem best er að skýra með dæmi. Setjum sem svo að maður fái refsingu fyrir eitthvað brot. Refsingin feli í sér sekt og greiði hann ekki sektina, þá skuli hann sæta fangelsi. Flestir gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að greiða sektir í slíkum tilvikum. Frelsi sitt meta menn sjaldnast til fjár. Það er mönnum einfaldlega ómetanlegt. Því reyna menn sitt ítrasta til þess að komast hjá fangelsisvist sé þeirra kosta völ.

Það er munur á Jóni eða séra Jóni

En menn geta ekki í öllum tilvikum greitt sekt sína til þess að losna við fangelsisdvöl. Fátækt fólk, gjaldþrota einstaklingar og aðrir þeir sem höllum fæti standa eiga ekki þessa völ. Þeir hafa ekki efni á að greiða sektina. Slíkra einstaklinga bíður því fangelsisvist. Og komnir á bak við lás og slá eiga þeir engan annan kost en að afplána fullan dóm. Þeir hafa ekki heimild samkvæmt lögum að fá reynslulausn.

Og þá sjáum við myndina birtast okkur. Tveir menn eru dæmdir á sama degi fyrir sama mál til sektar og fangelsisvistar til vara. Séra Jón á aura í handraðanum, greiðir sekt sína og gengur um frjáls maður. Jón er gjaldþrota eða fjárvana. Hann fer í fangelsið. Það verður eins og stundum er sagt; himinhrópandi munur á Jóni og séra Jóni.

Hrindum óréttlæti

Það er þetta sem ég á við þegar ég fullyrði að við þessar aðstæður sé réttarfarið því miður að mismuna á grundvelli efnhags manna. Reynslulausn er vissulega umdeilanleg regla. Alþingi hefur ákveðið að það fyrirkomulag sé endurskoðað. En fullkomlega ástæðulaust er vitaskuld að slík endurskoðun tefji fyrir því að óréttlæti í lögum sé hrundið brott. Við eigum að vinda okkur í að breyta lögum í þá veru sem frumvarp okkar Össurar Skarphéðinssonar kveður á um.

DV kallaði þetta mál „lítilfjörlegt“ í máttleysislegri tilraun sinni til þess að skjóta skildi fyrir stjórnarandstöðuna, núna á dögunum. Þeir um það. Þetta er athyglisvert mat. Réttlætismál af þessu tagi er í mínum huga ekki lítilfjörlegt, heldur veigamikið og vonandi verður Alþingi á sama máli.

– Einar K. Guðfinnsson.

Vefsíða Einars K. Guðfinnssonar

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli