Frétt

Lilja Magnúsdóttir | 27.12.2001 | 10:39Látrabjarg, vestasti oddi Evrópu

Lundinn á bjargbrúninni á Látrabjargi.
Lundinn á bjargbrúninni á Látrabjargi.
Látrabjarg og Barð. Þangað niður er sigið eftir eggjum. <br>Ljósmyndir: Lilja Magnúsdóttir.
Látrabjarg og Barð. Þangað niður er sigið eftir eggjum. <br>Ljósmyndir: Lilja Magnúsdóttir.
Það er flestum ógleymanlegt að koma á Látrabjarg í fyrsta skipti. Þúsundir og aftur þúsundir fugla sveima þar fram og aftur, kliðurinn í fuglinum og sjávarhljóðið og bjargið sjálft, þverhníptur klettaveggur sem rís hæst upp í 440 metra hæð. Það er stórkostleg upplifun að heimsækja þessa náttúruparadís á vestasta odda Evrópu. Látrabjarg sem svo er nefnt einu nafni nær frá Bjargtöngum í vestri að Keflavík í austri, alls um 14 kílómetra langt. Á þessari leið skiptist bjargið í nokkra hluta og er hið eiginlega Látrabjarg vestast. Við Djúpadal skiptir það um nafn og heitir þaðan Bæjarbjarg að Geldingsskorardal þaðan sem Breiðavíkurbjarg tekur við inn að Lambahlíðardal en innan við hann er Keflavíkurbjarg sem nær inn í Keflavík.
Í Látrabjargi er mesta sjófuglabyggð á Íslandi og hefur verið áætlað að um ein milljón fugla búi í bjarginu. Algengustu fuglarnir eru svartfuglar, álka, langvía, stuttnefja og lundi og einnig verpir mikið af ritu víða í bjarginu. Áður fyrr var mikil fuglatekja í bjarginu og er vitað að um 36 þúsund fuglar voru veiddir þar eitt árið. Einnig var mikil eggjatekja í bjarginu og var því nálægðin við þessa miklu matarkistu oft mörgum til bjargar í Rauðasandshreppi. Nú á tímum er mun minna sótt í bjargið en þó nýta sumir landeigenda eggjatöku auk þess sem björgunarsveitir á svæðinu hafa fengið leyfi til að síga niður á Barðið, bæði til eggjatöku og einnig til að viðhalda kunnáttu í bjargsigi. Enginn fær leyfi til að síga í bjargið fyrr en hann hefur sopið úr hráu svartfuglseggi og þykir sumum það meiri raun en að síða í bjargið. Ekki er vitað um margar konur sem sigið hafa í bjargið en Silja Sigurðardóttir frá Patreksfirði seig niður á Barðið vorið 1997 og er hún fyrsta konan sem vitað er til að hafi farið þangað a.m.k. nú á tímum.

Þegar farið er út á bjarg er ekið sem leið liggur út með Patreksfirði að sunnanverðu út í Örlygshöfn og áfram yfir Breiðavíkurháls og út að Látrum. Þar liggur vegurinn yfir sandinn og fyrir Brunnanúp og þaðan út á Bjargtanga. Þar stendur viti sem byggður var átið 1964 en fyrst var reistur viti á Bjargtöngum árið 1913. Af bílastæðinu er gengið upp að Ritugjá og Stefni og þegar upp á Stefnið er komið er gott útsýni inn að Barðinu sem skagar fram úr bjarginu. Hægt er að fylgja bjargbrúninni inneftir öllu bjargi og ef farin er sú gönguleið er hægt að litast um við minnisvarðann um björgunarafrekið við Látrabjarg, en sá minnisvarði stendur á brún Geldingsskorardals og var afhjúpaður þegar fimmtíu ár voru liðin frá því togarinn Dhoon strandaði við Flaugarnef. Einnig er hægt að fara akandi inn á Keflavíkurbrún en þá er beygt til vinstri fyrir ofan Látravík og ekið inn á Látraheiði. Þaðan er einnig hægt að komast á bíl að minnisvarðanum. Fara þarf varlega við brún bjargsins því lundinn hefur víða grafið holur í brúnina sem illa sjást.

Þegar farið er til baka um Látravíkina er tilvalið að nema staðar við steininn Júdas sem liggur rétt hjá rústum verbúðanna á Brunnum en þar er einnig tjaldstæði og salernisaðstaða. Júdas er um 130 kíló á þyngd og fékk nafn sitt af því að ekki var hægt að nota hann í veggjahleðslur því hann sveik hleðsluna og skreið úr veggnum sama hvað reynt var. Ástæðan fyrir þessari sviksemi Júdasar er vaxtarlag hans en það er einnig ástæðan fyrir því hversu erfitt mörgum reynist að ná taki á honum til að reyna afl sitt. Júdas var notaður sem mælikvarði á afl manna meðan róið var úr Látravík og fengu hálfdrættingar fullan hlut ef þeir gátu lyft Júdasi þannig að til mikils var að vinna. Annar aflraunasteinn er einnig á Brunnum en hann heitir Brynjólfstak og er um 280 kíló að þyngd.

Á leiðinni til baka frá Látrabjargi er ferðamönnum bent á að nema staðar við safnið á Hnjóti og skoða sig þar um. Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti er mikil og merk heimild um sögu Barðastrandarsýslu og þar má sjá mikið af merkum hlutum víða úr sýslunni. Auk þess er þar flugminjasafn þar sem varðveittar eru gamlar flugstöðvar, rússnesk flugvél og verið er að endurreisa þar flugskýli sem er hið eina sinnar tegundar eftir í heiminum og þykir flugáhugamönnum mikill fengur að því að skoða þetta safn sem Egill hefur komið á fót.

Heimsókn á Látrabjarg, vestasta odda Evrópu er magnþrungin upplifun sem við, íbúar í Barðastrandarsýslu hvetjum sem flesta til að leita eftir. Hún er ferðalagsins virði. Verið velkomin vestur, Vestfirðir eru nær en ykkur grunar.

Lilja Magnúsdóttir er svæðisleiðsögumaður á Tálknafirði. Grein þessi birtist í blaðinu Á ferð um Vestfirði sumarið 1999.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli