Frétt

| 20.04.2001 | 23:01Flug og Buena Vista

Í tengslum við stórtónleika Buena Vista Social Club í Laugardalshöllinni 1. maí býður Flugfélag Íslands einstakt verð á flugi til Reykjavíkur og aðgöngumiða á tónleikana. Uppselt varð á fyrstu tónleikana á innan við tveimur tímum. Í tilkynningu frá Flugfélagi Íslands segir að félagið hafi tryggt sér seinustu miðana á seinni tónleikana. Flug og aðgöngumiði á tónleikana kostar samtals 12.830 krónur.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Flugfélags Íslands.

Í Álftanesbréfi fjallar Guðmundur Andri Thorsson um Buena Vista Social Club og segir þar m.a.:

Nokkrar kalluglur frá Kúbu eru að slá við alþjóðlegum frægðarmönnum eins og Sting og Bob Dylan sem með herkjum tókst að fylla höllina einu sinni. Hvers vegna?

Það er nú það. Í Miami í Bandaríkjunum eru kannski til betri flytjendur kúbanskrar tónlistar en Buena Vista Social Club – Tito Puente til dæmis, að ekki sé talað um Cachao. Sveiflan þéttari jafnvel, meiri virtúósar á einleikshljóðfærin, horn sem skína skærar í sólóunum, ofboðslegra algleymið í taktinum og ósviknari kæti í allsnægtunum í Flórída.

En myndu þeir fylla Laugardalshöllina tvisvar og miðarnir seljast upp á örskotsstund? Myndu fleiri mæta hjá þeim en altrúustu nemendurnir í dansskóla Jóns Péturs og Köru, að viðbættum harðasta kjarnanum í Afró-tímum Kramhússins? Sennilega ekki.

Gömlu skarfarnir frá Kúbu eru nefnilega eitthvað sem allir verða að sjá. Þeir hafa gert það sama og Cesaria Evora frá Gænhöfðaeyjum: orðið stjörnur í krafti þess hve óstjörnulegir þeir eru. Þeir rjúfa reglurnar. Brjóta boðorðin í markaðsþjóðfélaginu. Gamalmennin frá Kúbu brjóta fleiri boðorð en allar froðufellandi auglýsingar unga fólksins frá Íslandssíma geta gert – hvað sem mikið er hrækt.

Pressan / Álftanesbréf / Guðmundur Andri Thorsson:
Ellin hallar öllum leik


bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli