Frétt

Morgunblaðið | 29.12.2003 | 10:31Föst og illa brotin í bílflaki í Skötufirði á þriðju klukkustund

Jóhanna og Einar á sjúkrahúsinu á Ísafirði.
Jóhanna og Einar á sjúkrahúsinu á Ísafirði.
Jóhanna Jóakimsdóttir, frá Hnífsdal, var föst í bílflaki neðan vegar við Fossahlíð í Skötufirði, með annan handlegginn undir bílnum, í á þriðja tíma á laugardag. Jóhanna býr ásamt Einari Magnússyni í Kópavogi og voru þau á leið til Ísafjarðar að heimsækja skyldfólk þegar bíllinn valt margar veltur um kl. 16 og mátti litlu muna að hann færi fram af 50 metra hengiflugi og hafnaði niðri í fjöru. Þurfti á endanum að klippa þakið af bílnum til að koma Jóhönnu út. Einar sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa sloppið ótrúlega vel úr slysinu. Hann sé lemstraður, hruflaður á höndum og á andliti en kenni sér ekki meins að öðru leyti. Jóhanna tvíbrotnaði á handlegg og öxl.
Haft eftir Einari að væntanlega þurfi að flytja hana til Reykjavíkur til að spengja öxlina en læknar treysti sér ekki til að meta hvenær það geti orðið.

„Það var erfitt að ná henni út úr bílnum, það mátti ekki mikið hreyfa við honum svo hann færi ekki af stað aftur. Einn af mönnunum sem stoppuðu var með einhverjar spýtur og kúbein í bílnum og við gátum notað þetta til að lyfta bílnum aðeins, svo ég náði að losa handlegginn og koma honum inn í bílinn“, sagði Einar í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir að slysið hafi orðið þegar bíllinn keyrði inn í skafl sem hafði skafið nokkru áður yfir veginn en við það hafi bíllinn farið að rása. Bíllinn valt að lokum margar veltur og staðnæmdist um 50 metrum fyrir utan veg. Bíllinn stöðvaðist á brún næstum þverhníptrar brekku.

Einar segir að bíllinn hefði hafnað alveg niðri í sjó hefði hann farið eitthvað lengra. „Bíllinn lenti á stórum steini, fór yfir hann og stoppaði þar. Sennilega hefur steinninn dregið úr hraðanum í veltunni. Það hefur sennilega verið okkar lán.“

„Ég áttaði mig strax á því þegar bíllinn stoppaði að ég yrði að koma mér út. Hliðarrúðan hjá mér hafði sprungið og ég náði að brjóta hana og komast út. Bíllinn lá á þakinu, frekar á hægri hliðinni. Það gekk sæmilega vel að komast út, ég var allur blóðugur og hruflaður eftir glerið, en það gekk bara vel.“

Einar sá tvo bíla nálgast og náði að komast upp á veg í tæka tíð til að stoppa þá. Bílstjóri með NMT síma tilkynnti slysið til Neyðarlínunnar.

Einar segir það afar óþægilega tilfinningu að lenda í svona atviki. „Svo þakkar maður guði fyrir að bíllinn fór ekki lengra það gat ekki endað nema á einn veg hefði hann ekki stoppað þarna“, sagði Einar Magnússon í samtali við Morgunblaðið.

Jóhanna vildi koma að miklu þakklæti til allra sem aðstoðuðu við björgunina, bæði vegfarenda sem hjálpuðu til og lögreglu og sjúkraflutningamanna.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli