Frétt

| 28.03.2001 | 16:07Nýr samstarfsvettvangur

Ellefu fyrirtæki í íslenskum upplýsingaiðnaði hafa sameinast um að setja á laggirnar samstarfsvettvang sem gerir þeim kleift með einföldum og auðveldum hætti að fá fyrirtæki innan hópsins til samstarfs um ákveðna þætti verkefna eða viðskipta. Samstarfsvettvangurinn hefur hlotið nafnið Umhverfi, en fyrirtækin sem standa að verkefninu í upphafi eru Ax-hugbúnaðarhús, Álit, Eskill, Íslenska vefstofan, Króli, Miðheimar, Síminn, Stefja, Teymi, Veita.is og Þekking. Frá þessu er greint á Visir.is
Samstarfsvettvangur af þessu tagi hefur ekki áður verið settur upp hér á landi, en á sér hins vegar fyrirmyndir erlendis. Með stofnun Umhverfis vonast þeir sem að verkefninu standa til að fyrirtækin í hópnum geti á auðveldan og greiðan hátt nýtt sér styrkleika hver annars þegar kemur að ákveðnum verkefnum eða viðskiptum. Á þann hátt geti fyrirtækin einbeitt sér að sínum styrkleikum en fengið önnur fyrirtæki í hópnum til samstarfs um aðra þætti sem viðskiptavinir leita eftir. Þannig gætu til dæmis fyrirtækin boðið viðskiptavinum sínum upp á betri þjónustulausnir í stærri verkefnum eða þegar kemur að útboðum í ýmis verk. Með stofnun Umhverfis hefur einnig skapast grundvöllur fyrir samstarf íslenskra upplýsinga- og þekkingarfyrirtækja á erlendum vettvangi, t.d. með sameiginlegri þátttöku í sýningum eða kynningum.

Sérstök áhersla verður lögð á nýsköpun og þróunarvinnu í samstarfi fyrirtækjanna. Umhverfi státar af sterku innra skipulagi, miklum hraða í samskiptum og samvinnu í hæsta gæðaflokki. Miðpunkturinn er sérstök aðgangsstýrð samskiptamiðja sem sett hefur verið upp á Netinu, þar sem haldið er utan um sameiginleg verkefni og viðskipti.

Næstkomandi föstudag verður fyrsta afurð samvinnu í Umhverfi kynnt á morgunverðarfundi á Hótel Borg. Þar munu Þekking, Síminn, Miðheimar og Álit kynna sameiginlegar lausnir á sviði kerfisveitu, hýsingar og rekstrarþjónustu tölvukerfa fyrirtækja. Þetta samstarf markar á vissan hátt tímamót í upplýsingatækni hér á landi, enda eru hér fjórir af leiðandi aðilum á þessu sviði að bjóða fyrirtækjamarkaðnum upp á sameiginlega lausn undir merkjum Umhverfis. Á næstunni munu fjölmörg önnur afsprengi samvinnu innan Umhverfis líta dagsins ljós, meðal annars á sviði þráðlausra fjarskipta, lausna fyrir farsímanotendur o.fl.

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli